Fyrsti kjarni ICEsave deilunnar.

 

Michael Waibel, doktor í alþjóðalögum við Cambridge-háskóla.

 

þessari deilu er oft litið framhjá þeirri staðreynd að Íslandi ber ekki nein skýr skylda samkvæmt alþjóðalögum að borga borga Icesave-skuldina samkvæmt alþjóðlegum lögum."

 

Jan Kregel hagfræðiprófessor.

 

"Það er svo sannarlega engin skýr lagaleg skylda þar um. Ég byggi þetta á yfirferð yfir hagfræðileg gögn og lagatexta sem varða skuldbindingar evrópsku tilskipunarinnar"

 

Alain Lipitz hagfræðingur og þingmaður á Evrópuþinginu, einn af reglusmiðum ESB um eftirlit á fjármálamörkuðum.

 

"Hver er afstaða ríkisstjórna Bretlands og Hollands?? 

Hún er sú að breyta skuli ICEsave skuldinni, skuld einkarekinna banka í skuld íslenska ríkisins.  Ekki vegna þess að það sé í samræmi við tilskipun 94, því þar kemur ekkert slíkt fram, heldur er það af einhverjum sökum túlkað sem svo að íslenska ríkið sé ábyrgt fyrir mistökum íslenskra einkafyrirtækja. 

Þetta er alveg andstætt inntakinu í tilskipununum (all the directive), tilskipun 94, 2002 og öllum öðrum sem málið varðar. "

 

Þetta eru orð hlutlausra fræðimanna, manna sem eru ekki á mála hjá ICEsave stjórninni eða hafa hag af því að styðja kröfur hins siðspillta fjármálakerfis gegn almenningi á Vesturlöndum.

 

 

Og af hverju er þetta svona augljóst???  Fyrir því eru tvær ástæður.

 

Sú fyrri er að tilskipun ESB um innlánstryggingar tekur það skýrt fram að ekki sé um ríkisábyrgð að ræða ef aðilidarríki hafi komið á fót kerfi sem veitir þau réttindi sem tilskipunin kveður á um.  Og það er skýrt kveðið á um að þetta kerfi er fjármagnað af fjármálafyrirtækjum, og sú fjármögnun megi ekki vera íþyngjandi. 

 

Sá texti sem um ræðir lítur svona út á ensku máli.

 

"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

 

Þessi er um fjármögnina og þá staðreynd að ekki megi taka öll innlán og setja í tryggingasjóð, þess vegna var íslenska tryggingakerfið fjármagnað með 1% af innlánum.  En textinn um EKKI ríkisábyrgð hljóðar svona.

 

"- the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities,"

 

Og textinn um að einstök aðildarríki séu ekki í ábyrgð ef tryggingakerfið er sett upp á réttan hátt er svona:

 

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

 

Skýrar er ekki hægt að orða einfaldan lagatexta, þó ESA, Eftirliststofnun EFTA hafi kosið að lesa ríkisábyrgð út úr honum.   Um þann skilning má segja að ef viljinn til að skilja ekki er mikill, þá skiljast ekki einfaldar staðreyndir, sama hvernig þær eru orðaðar.

 

 

En hin ástæða þess að reglusmiðir ESB felldu ekki ríkisábyrgð inn í reglugerð sína er ennþá augljósari en sú orðanna hljóðan sem hér hefur verið rakin.

 

Þeir höfðu ekki vald til þess

 

Það er fyrsti kjarni ICEsave deilunnar.  Evrópubandalagið hefur ekki, ekki frekar en önnur efnahagsbandalög, það vald að leggja ótakmarkaða ríkisábyrgð á einstök aðildarríki

 

Og raunar hefur enginn það vald.  Ríkisábyrgð þarf alltaf að vera endanleg, og hún þarf að vera innleitt á skýran og löglegan hátt af þjóðþingum viðkomandi aðildarríkja.

 

Ótakmörkuð ríkisábyrgð getur aldrei fallið til sem afleiðing óskýrra reglutexta.  Krafan um ríkisábyrgð er alltaf skýrt orðuð í lögum.

 

Og það þarf einhver að vita af þessari ríkisábyrgð, fyrirfram, bæði einstök aðildarríki sem og þær eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með framkvæmd þeirra á að innleiða regluverkið á réttan hátt, og fara síðan eftir þeim fyrirmælum sem í þeim eru.

 

Í öðrum pistli spurði ég þessarar spurningar;

 

 "Hvernig getur yfirþjóðlegt vald ákveðið ríkisábyrgð, sem gæti riðið einstökum aðildarríkjum EES samningsins að fullu, án þess að láta viðkomandi ríki vita, og án þess að setja reglur um hvernig viðkomandi ríki gætu takmarkað sína ábyrgð??

 

Skuldbindingar sem landinu var tilkynnt í tölvupósti nokkrum dögum eftir Hrun."

 

Ég held að þessi spurning sé ennþá í fullu gildi og ef EFTA dómurinn tekur undir álit ESA þá er ljóst að lög og réttur gilda ekki lengur í Evrópu.

 

Og hver vill halda því fram?? 

 

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ómar, ég þakka fyrir þessa fínu yfirferð um kjarna Icesave. Vel gert.

Jón Baldur Lorange, 27.3.2011 kl. 19:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Jón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 00:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Eldhugar! Þakka ykkur.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2011 kl. 00:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=FcM8flgYnzc&feature=player_embedded    Þarna er skemmtilegt myndband þar sem Nigel Farage gagnrýnir forseta ESB...  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2011 kl. 01:09

5 identicon

Vel gert!

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 01:35

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 06:56

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vil deila þessu á fésbókina...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 28.3.2011 kl. 09:34

8 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Snilld ! Ómar.

Ég er búinn að deila þessu á FB síðuna mína, veit að fleiri af mínum FB "vinum" munu deila á sinni.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 28.3.2011 kl. 10:32

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er opið hús félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband