Yfirleitt er svona fólk með grímur.

 

Reyndar ekki í Sómalíu, þar er ránsskapur eiginlega eini atvinnuvegurinn sem hefur lifað af hörmungar borgarstyrjaldarinnar.  Það þarf ekki að taka það fram að við hrun samfélagsins þá hvarf allt sem heitir dómsvald og réttarfar.

En annars staðar í heiminum, þá mæta mannræningjar, fjárkúgarar, hryðjuverkamenn með grímur þegar þeir koma fyrir fjölmiðla með kröfur sínar.  Þeir vita að ef glæpir eiga að borga sig, þá mega andlit þeirra ekki þekkjast.

Á Íslandi hefur hópur fjárkúgara sannmælst um að kúga samborga sína til að greiða bretum skuldir einkabanka.  Og þetta fólk er svo stolt af glæpum sínum, að það mætir brosandi í fjölmiðla, og gefur upp nafn og kennitölu.

Það er gott, lögreglan er fáliðuð og þetta auðveldar mjög starf hennar þegar íslenska þjóðin nær aftur völdum í landinu af leppum breta.

Sumir hafa kallað þetta lið kvislinga, það er ekki réttnefni, það er of ómerkilegt til þess.  Kvislingar eru fólk sem sökum pólitísks ofstækis vill samborgurum sínum illt, aðstoðar erlend kúgunaröfl við kúgun sína.

Ekkert virðist reka þetta fólk áfram annað en græðgin, að vera innan undir hjá valdklíkunni og auðmönnum.  Það vonast eftir brauði og bitlingum fyrir smán sína.

Jæja, verði því að góðu.  Þetta er allt eitthvað svo aumkunarvert.

 

Hver kemur fram í fjölmiðla, ljúgandi fjárkúgun upp á samlanda sína??

Fjárkúgun sem ef illa fer, leiðir til gjaldþrots þjóðar okkar.  

Það átti að reka 960 manns fyrir meintan 4 milljarða króna sparnað í heilbrigðiskerfinu.  Ef allt fer á besta veginn, þá þarf aðeins að reka nokkur þúsund í viðbót því ekki vaxa peningar á trjánum, og ekki ætlar þetta fólk sjálft að borga hinum fátæka breska ríkissjóð sem það vorkennir svo mikið.

Það má þó viðurkennast að það þarf kjark að koma fram undir nafni og mynd, fara síðan út í búð og brosa framan í fólk sem það vill svona illt, ræna það og svívirða.  Þau kalla okkur vanskilafólk ef við viljum standa á rétti siðmenningarinnar að hafna kúgun.

Þeim er sama þó spítölum er lokað, þó menntun barna okkar er troðin í svaðið.  Það eina sem kemst að er þeirra eigin hagur, að hafa áfram aðgang að kjötkötlum auðmanna.

 

Það er satt að það þarf vissan kjark að koma grímulaus fram fyrir alþjóð og tilkynna öllum að maður ætli að ræna hana og rupla.

Það er þó eitthvað jákvætt sem segja um þetta fólk.

Það vegur ekki að okkur úr skúmaskotum, það afhjúpar lygi sínar og blekkingar á vef sínum, sýnir öllum hvað málstaður þess er aumur.

 

Betri stuðning hefur þjóðin ekki fengið lengi frá því hörmungarhaustið 2008.

Hafið þökk fyrir heimskuna.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Segja já við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Ómar; æfinlega !

Mæl; manna sannast.

Græðgin, er höfuðdrifkraftur þessa fólks - og; því miður, á það sér allt of marga málsvara, hér á vef, sem víðar.

Hvað; dettur þér í hug, þegar ég nefni nöfn, eins og : Vilhjálm Þorsteinsson / Magnús Helga Björgvinsson / Björn Birgisson / Hjálmtý V. Heiðdal / Helga Rúnar Jónsson, að ógleymdum bræðrum Katrínar Iðnaðarráðherfu, þá Stefán og Lúðvík Júlíussyni, Austfirðingur góður ? 

(Ráðherfu nafngiftin; er sprottin, úr hinum víðkunnu nýnafna fórum, Sverris Stormsker, hvað fólk athugi).

Svo; aðeins nokkurrir, séu nefndir.

Ég býst; við skæðadrífu bölbæna, í minn garð - en þá; verður svo að vera.

Sannleikanum; verður hver, sárreiðastur, Ómar minn, því miður.

Með kveðjum góðum; austur í fjörðu, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:03

2 identicon

já þið dragið ekki af ykkur og altaf flottir kv að vestan

gisli (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 18:01

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi, það er góðmennt í þessum hópi sem þú telur upp.

Og varla fer nokkur maður að agnúast út í okkar spjall, enda svona bara spjall.

En grímulausa liðið í Já Íslandi, það er eitthvað svo glatað, að það liggur að það sé brot á reglum um mannúð, að hjóla í það.  Ef það væri ekki fyrir illan tilgang þeirra, þá myndi ég alveg láta það eiga sig, enda er ég meira fyrir að reyna mig við garðinn en að fara í gegnum hann þar sem hann er brotin.

Og ég veit að um þennan stuðning verður ekki getið í minningargreinum þessa fólks.  Vona að það sé kaþólskt því kaþólikkarnir hafa miklu þróaðra kerfi við syndaaflausn og syndabót, ég held að ofstækismaðurinn, Marteinn Lúther hafi ekki náð til að fyrirkoma því.

Svo væri spurning hvort ekki væri hægt að fá Hilmar Örn til að blóta svona fórnarblót, og þá sem stuðningur og hjálp við iðrun, eða eitthvað sem gæti gefið því mennsku sína á ný.

Það er eiginlega skömm út í hvaða forað það lét teyma sig.  Örugglega allflest ágætisskinn inn við beinið, allavega einhvern tímann.  Hvar á lífsleiðinni það hætti svo að þekkja muninn á réttri hegðun og rangri, það veit ég ekki, en það væri fróðlegt hvort væri hægt að rannsaka það, hvað fær fólk til að selja náunga sinn.

Selja saklaust fólk sem hefur ekkert gert þeim.

Veit ekki svarið, vissi ekki að þetta væri til íslensku þjóðarsálinni, sýnir hvað maður var mikil remba, eða hreinlega grænn ef ég ætti að lýsa því sjálfur.  Ég hélt að það þyrfti aldalanga örbirgð og vonleysi til að gera fólk svona innréttað en maður lærir svo lengi sem maður lifir.

En þennan lærdóm hefði ég viljað losna við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott þetta með "grímuleysið" Ómar ! enda sýnir það "kokhreystina" sem þetta lið er haldið.

Langar að "paista" innleggi mínu á þessa  frétt á viðskiftasíðu mbl.is í gær þar sem m.a. stóð:

„Ef Icesave yrði ekki klárað, væri líklega að lánin yrðu óhagstæðari. Í lánaskilmálum EIB segir að nauðsynlegt sé að lánshæfismat ríkisins haldist ásættanlegt fyrir bankann. Þó svo að þarna sé ekki um beint Icesave-skilyrði að ræða, tel ég að bankinn sé að horfa til þess með setningu þessa skilyrðis,” segir Hörður

Það sem mér flaug í hug við lesa þessa enn einu "Grýlusögu" um að ("borgið þið ekki Icesave, fáið þið ekki það sem ykkur vantar og eigið rétt á"): var svo eftirfarandi, sem ég deili gjarnan með ykkur:

Vona ykkar (sem lesa hér) vegna, að þið hafið aldrei, né munið verða fyrir "Nígeríu"svindli, en ég bæði hef lesið um og þekki fólk sem orðið hefur fyrir slíku, því miður, hef einnig sjálfur fengið tortryggilega e-pósta, sem ég hef sent beint til efnahagsbrotadeildar, hér í Noregi (Økokrim)

Fyrsta skrefið er oft að fólki berst bréf þar sem það er "lokkað" til að fjárfesta í einhverju sem gefur ótrúlegann arð, flest okkar eru á varðbergi fyrir slíku, en þegar bréfhausinn gefur í skyn að "Nígerska" (eða eitthvað annað ríki) standi að baki og sá sem býður góða arðinn er "prins" eða allavega vel tengdur einhverri aðalsfjölskyldu (elítu) í landinu, þá hljóðna aðvörunarbjöllurnar og gróðavonin tekur yfir skynseminni, vissir "hávaxta" innistæðureikningar minna óhugnanlega á þetta ferli.

Annað skrefið í "Nígeríu" svindli er svo, þegar það kemur í ljós að bæði inneign og arður skila sér ekki, þá byrja svindlararnir að bjóða allskonar lausnir til að þetta fáist allt tilbaka, peningarnir séu "steyptir" inn í sérstakt vax eða eitthvað annað efni, sem kostar talsvert að losa þá úr, þannig að ef fórnarlamb svindlsins leggur fram umtalsverða upphæð, þá mun hann fá hana margfalt, geri menn þetta í stað þess að fara lagaleiðina að svindlinu, tapast enn meir að sjálfsögðu, fari menn svo að fylgja þessu enn meir eftir í örvæntingu sinni, jafnvel reyna að finna svindlarana, getur það endað með skelfingu og hefur gert því miður.

Svo öll svona álitamál og ágreiningur á hvorki heima í höndum "amatöra"(okkar) né heldur "flokksblindra" eða "hagsmunapotandi" að ekki sé sagt vanhæfra pólítíkusa, heldur fyrir dómstólum, eins og auðvitað fórnarlambið í dæmisögunni að ofan hefði átt að gera um leið og bréfið barst til hans í upphafi, eða allavega um leið og ljóst var að svindlið var komið í gang.

Besta leiðin til að blekkja auðtrúa fórnarlömb, er nefnilega að setja einhvern "ríkis" eða "yfirvalda" stimpil á pappírinn, þá halda þeir sem treysta "öllu" slíku í blindni, að þetta sé hafið yfir alþjóðleg lög og rétt.

Það er ekki of seint ennþá að segja NEI og senda Icesave til dómstólanna.

MBKV

KH

 

 

Kristján Hilmarsson, 24.3.2011 kl. 20:12

5 Smámynd: Einar Karl

Munurinn á mér og þér, Ómar er að ég kalla þig EKKI mannræningja, fjárkúgara, hryðjuverkamann, Kvisling, og fleiri illum nöfnum.

Af hverju skyldi það vera? Af því ég hef málefnanleg rök mín megin, en þú bara skítkast?  Er það svona sem þið lærið að rökræða fyrir austan?

ÞJÓÐ MEÐAL ÞJÓÐA - Ég segi JÁ

Einar Karl, 24.3.2011 kl. 22:26

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er vegna þess að ég er ekki mannræningi, fjárkúgari, hryðjuverkamaður, kvislingur eða glæpamaður svo þú hafir þetta allt eftir.

Og þar sem þú þykist þekkja til rökræðna, þá veistu að gjörð er, hún kallast ekki.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 22:34

7 Smámynd: Einar Karl

Er ég allt þetta, sem þú telur upp, Ómar Geirsson?

Úr pistli mínum:

Við ykkur sem ætlið að segja NEI segi ég þetta:

Ég held alls EKKI að þið séuð heimsk, bara að klekkja á stjórninni, landráðamenn, óvinir þjóðarinnar, eða blinduð af Davíðsheilkenni.

Ég held bara að JÁ sé mun farsælli og heiðarlegri niðurstaða í þessari kosningu.

Einar Karl, 24.3.2011 kl. 22:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Einar Karl, þetta var þín ályktun.

Þú spurðir mig hinsvegar um hvernig mér líkaði að vera kallaður þetta og ég benti þér á að hver sem er getur kallað einhvern þessum nöfnum, en þetta eru skilgreind hugtök, og ég er ekki neitt af þessu því engar gjörðir mínar styðja þann áburð.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 22:54

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innslag þitt Kristján.

Ég var við tölvuna þegar Einar mætti á svæðið, var að lesa mér til um glæpamenn, og kom dálitlu af þeim fróðleik frá mér í nýjum pistli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2011 kl. 00:14

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einar Karl, skilaboðin frá þér til okkar sem ætlum að segja NEI erum lesin. Þú heldur heilmikið,það geri ég líka,t.d. að þú sért ekki heimskur,bara hallur undir stjórnina og blindaður af sósialkratískri trú Jóhönnu. Síðan að já-niðurstaða sé farsælli og heiðarlegri. kallir þú eftir heiðarleika í þessu máli,veitir þér ekki af endurmenntun um hvað hann snýst.Með NEI-I stelum við ekki ærunni af þjófagenginu,það sáu þeir um. Við viljum helst ekkert hafa saman við það að sælda,en stjórnin neiðir okkur til þess,með þessum líka trakteringum. Heiðarleiki okkar býður okkur að hafna þeim,okkur finnst við ekkert þurfa að gera það kurteyslega.

Helga Kristjánsdóttir, 25.3.2011 kl. 01:03

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið, auðvitað þarf ekki að fölyrða um hvað er í gangi þegar flokksmafían hefur fengið peðin til liðs við sig í IcesaveIII hroðanum. Mitt svar er skýrlaust NEI og mun ég aldrei skammast mín fyrir að styðja við bakið á börnum þjóðarinnar og framtíð okkar allra.

Sigurður Haraldsson, 25.3.2011 kl. 01:29

12 Smámynd: Elle_

Grimulaust ofbeldi, Einar Karl, og eins og Ómar kallar það.  Græðgi eins og Óskar Helgi segir.  Flottir eins og Gísli segir.  Grýlusaga eins og Kristján segir.  Hallur undir stjórnina ertu eins og Helga segir.  Flokksmafía eins og Sigurður kallar það.  Og ég spyr einu sinni enn: Hví hafa þeir aumu menn sem heimta að við hin borgum fyrir kúgun ekki FYRIR LÖNGU farið að borga fyrir kúgunina SJÁLFIR??   Hópurinn er fádæma aumur að heimta að næsti maður borgi fyrir fjárkúgun, ekki hótinu skárri en sjálf lögbrjótandi ICESAVE-STJÓRNIN. 

VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN.

OG EKKI ÆTLAST TIL AÐ VIÐ STÖNDUM KURTEISLEGA GEGN OFBELDINU, ÞAÐ ER EKKI HÆGT.

Elle_, 26.3.2011 kl. 00:39

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Þó seint sé vil ég þakka ykkur félögunum í stríðinu fyrir innlitið.

Við ættum kannski að slá í grímu handa þessu liði, það getur skipst á að nota hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 54
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1613
  • Frá upphafi: 1321505

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1373
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband