Nei, Össur það er rangt.

 

Þú brást íbúum Íslands þegar  þú gekkst til liðs við bresku hryðjuverkamennina sem reyndu með kúgun og ofbeldi að ná undir sig áður óþekktum upphæðum úr ríkissjóði Íslands.

Hefði þessi fjárkúgun gengið eftir, hefði samlandar okkar látist, ekki vegna loftárása heldur vegna þess að hrun velferðarkerfisins kostar mannslíf.

Það er með eyðingu velferðar, að hún er eins og geislavirknin, veldur ótímabærum dauðsföllum almennings.

Þú ert ráðherra í ríkisstjórn þjóðar þinnar og í stað þess að nota afl þitt til að verja þjóð þína, þá notaðir þú afl þitt til að knýja þjóð þína til að borga frá 1/3 til 2/3 af þjóðarframleiðslunni til ribbalda og ræningja.  

Það ert þú sem átt að skammast þín, það ert þú sem hagar þér eins og vitfirringurinn í Lýbíu.

 

Yfirlýsingar þínar á Alþingi í dag eru eins og gjammið í kjölturakka sem er að bögga mynd af Scheffer hundi.  Gert í öruggu skjóli í þeirri vissu að enginn heyri.

Væri einhver meining í orðum þínum þá hefðir þú lagt fram tillögu þar um innan vébanda Nató eða Sameinuðu þjóðanna, eða látið utanríkisráðuneytið gefa út opinbera yfirlýsingu um að það krefðist að gripið væri inn í átökin í Lýbíu.

En skýrustu skilaboðin sem íslenska ríkisstjórnin sendi "alþjóðasamfélaginu" er þau að brjóta bresku hryðjuverkin á bak aftur með því að stefna breskum fyrir dóm og krefja þau um skaðabætur.  

Það væri skýr yfirlýsing um að lýðræðisþjóð sætti sig ekki við kúgun og ofríki.  Að heimsbyggðin liði ekki lengur ofbeldi og kúgun líkt og hún hefur þurft að þola af hendi ofríkismanna í gegnum aldirnar.

Að núna væri komið nóg.

 

En þú ert bara gjammandi bretarakki Össur, það tekur engin mark á þér.  Ekki einu sinni þín eigin þjóð.

Þjóðin mun senda þessu skýru skilaboð þann 9. apríl næstkomandi.

Og heimbyggðin mun hlusta.

 

Tími einræðisherra og fjárkúgara er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Höfum brugðist íbúum Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Össur ætti að skríða aftur oní holuna sína og vera þar, þá sjaldan að hann birtist þá er hann bara til bölvunar.

Casado (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:49

2 identicon

ég kaus ekki þetta kvikindi enn ég asnaðist til að kjósa vg fíflin össur náði sínum aurum úr bankanum var það ekki og hvað haldið þið að hann geri fyrir okkur ör og aðra vesalinga.

gisli (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 14:49

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Ég vil nú reyndar hafa hann sem oftast í sviðljósinu, hann er gangandi atkvæðamaskína fyrir okkur ICEsave andstæðinga, aðeins Árni Páll slær honum út.

gisli, margt er hægt að hafa á samviskunni, kannast við að hafa kosið Steingrím, en ekki eftir að hann sveik þjóðina í hendur AGS.

Sorglegt því þetta er fínn kall, reyndar mjög skemmtilegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 15:31

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr Ómar Geirsson Össur er landráðamaður og einstakur hatari íslensku þjóðarinnar!

Sigurður Haraldsson, 17.3.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, allavega segja hegningarlögin það, en þau er kannski ekki að marka, ekki frekar en skýr ákvæði evrópskra laga um að það sé ekki ríkisábyrgð á innlánum.

Og bankarán er löglegt, bara ef þú mætir í bankann í hvítri skyrtu með slifsi, og skjalatösku í hendi.  Það er að segja, það er ekki löglegt, það er látið svo.

En Össur er annars ágætur brandarakarl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 19:41

6 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jamm góður brandari..he he,,annars ekki útlendingar sem eru að ræna íslensku þjóðina,,líttu þér nær.

    Við sættum okkur við að bjarga 800 milljörðum með því að tryggja allar innistæður auðmanna.

Á kostnað okkar almennings.,,,,,svo rífumst við um smáatriði eins og Icesave og trúum því að aðrir séu að ræna okkur.

BULL

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Ragnar minn það er fimmtudagskvöld, klukkan ekki orðin nema rétt rúmlega ellefu.  Er ekki full snemmt að mæta og bulla svona.

Hvar er því haldið fram að bretar séu einu ræningjar þessa heims????

Ertu þú þannig þenkjandi, eða í þannig ástandi, að þú teljir að þegar þú hefur einu sinni verið rændur, að þá sé þar með komið skotleyfi á þig, að allir megi ræna þig héðan í frá????

Og hver hefur tryggt 800 milljarða innistæður??? 

Og hvaðan kemur þér sú vitneskja að auðmenn hafi átt 800 milljarða í innstæðum á Íslandi????

Hvenær varstu svo auðtrúa að trúa því bulli að fjárkúgun upp á 1/3 af þjóðarframleiðslu væri smámál????

Hvað er eiginlega að þér greyið mitt????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband