Hvenær brotnar hausinn á Samfylkingunni???

 

Hvað ætlar hún lengi að halda áfram að tala um draumland evrunnar, þegar umræðan út í Evrópu er öll á þá vegu að evran í núverandi mynd sé búin að vera.  

Og af hverju skyldi það vera???

Jú, hún hefur ekki þann sveigjanleika sem þarf fyrir Evrópuþjóðir sligaðar af skuldum.  Kaupmáttur evrunnar í þessum löndum er of mikill miðað við framleiðslu viðkomandi landa.

Afleiðingin er ósjálfbærni  þar sem þjóðirnar flytja meira inn en út, og mismunurinn er fjármagnaður með útgáfu skuldabréfa, sem enginn vill kaupa í dag.

 

Sama stef og var á Íslandi þegar verðtryggða krónan okkar var sterkasti gjaldmiðill heims og landið fylltist af ódýru lánsfé.  

En þegar allt hrundi, þá var krónan okkar varnartæki, hún gerði þjóðfélaginu kleyft að aðlaga sig að nýjum raunveruleik.  

Slíkt geta evruþjóðir í skuldakreppu ekki gert, og þeirra bíður því þjóðargjaldþrot.

 

Er það ástandið sem Samfylkingin vill???

Og er hún að flýta fyrir því með ICEsave samningunum???

 

Hvað hefur íslenskur almenningur eiginlega gert þessu fólki???

Kveðja að austan.


mbl.is Segir vexti lítið lækka með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér að Evran sé búin að vera?

Veit ekki betur en að Evrulöndin hafi það bara fínt, þrátt fyrir allar þrengingarnar í vetur, ekki síst með hjálp Evrunnar og samstöðu ESB í efnahagsmálum.

En málpípur bænda og Líú mega að sjálfsögðu hafa sína skoðun á gjaldmiðlinum eins og hver annar en er voða hræddur um að það byggi á hræðsluáróðri og sjálfgefinni fáfræði þjóðarinnar og taki lítið mið af hag almennings í landinu.

Evran er komin til að vera, ólíkt dönzku ríkiskrónunni sálugu.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 16:17

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þú spyrð:

Er það ástandið sem Samfylkingin vill???

Einfalt svar er: Já

Lengra svar er Já vegna þess að samfylkingin fær að koma svo mörgum á spena ESB...

Að öðru leiti þá er það algerlega glórulaust að sækja um inngöngu í Brusselklíkuna sem er í mínum huga ekkert annað en ný sovétríki.

Við erum ágætlega stödd utan klíkunnar og ekki er vitað hvenær fýsilegt þykir að ganga í klíkuna (sjálfsagt aldrei)...

Sem dæmi um verðlag þá eru öll verð að hækka í Póllandi og mikið til ennþá hærri nú en var fyrir þann tíma er Pólland gekk í klíkusamstarfið ESB...

Hvað lagast þá hér heima ef við göngum þarna inn???

Líklega ekkert og jafnvel að allt verði verra og/eða dýrara en áður því það er ekkert sjálfgefið að hlutir lækki í verði við inngöngu í hernaðarklíkuna ESB...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 1.3.2011 kl. 16:17

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það er alveg sama hvort við höfum krónu eða evru ef hagstjórnin er ekki í lagi.  Þar eigum við langt í land hvort sem það er stjórn eða stjórnarandstaða.

Lúðvík Júlíusson, 1.3.2011 kl. 16:44

4 identicon

Sæll, ég held að þetta sé allt hræðsluáróður, að evran sé búin að vera o.s.frv.  Ég vil ekki hafa íslenska krónu áfram, hún hefur kostað mig og aðra landsmenn gríðarlegar upphæðir í hækkunum á höfuðstól lána og hún er draumatæki fyrir LÍÚ til að hafa launapakkið á eins lágum launum í gjaldeyri talið eins og þeim sýnist.  Hlustum ekki á áróður LÍÚ og bændaklíkunnar.  Þeir sem hafa búið erlendis vita betur.  Íslenskt láglaunafólk hefur það skítt og hefur það bara alls ekkert betra heldur en þjóðirnar í kringum okkur, þar með talið Írar.

Margrét S. (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 16:48

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sammála Lúðvík. Menn slá stöðugt hausnum við stein og skilja ekki að gjaldmiðill á að endurspegla efnahags-og peningamálastefnu hvers lands.  Evran endurspeglar ekki efnahags-og peningamálastefnu ca. 20 ríkja ESB, freka en hún mun ekki endurspegla efnahagslíf Íslands.

Eggert Guðmundsson, 1.3.2011 kl. 17:12

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Fróðlegur samanburður HÉR á "evru" landinu Írlandi og "frjálsa mynt" landinu Íslandi og hvernig þessi tvö lönd réðu við og urðu útúr sínum bankahrunum.

En öllu fróðlegra er þó þetta þar sem m.a. þessi viska er lögð er fram" Dessuten påpeker IMF at Irland, i og med at de ikke har en egen valuta å regulere, må regulere lønningene ned som virkemiddel.

Lausl þýtt: Þar fyrir utan bendir IMF (AGS) að Írland, verandi án eigin gjaldmiðils sem hægt væri að fella, verði að "stilla" niður launin til fást við vandann.

 Og svo þetta: Resultatet er uansett at den irske staten har blitt påført en krisepakke på 85 milliarder euro fra EU og Det internasjonale pengefondet IMF. Det tvinger den irske staten til å bygge ned velferdssamfunnet.

Lausl. þýtt: Útkoman er samt, að Írland er búið að fá yfir sig (påført) "krísupakka" upp á 85 milljarða evra (!!!) frá ESB og AGS. Það neyðir Írska ríkið til að byggja NIÐUR velferðarsamfélagið.     (Hljómar þetta kunnuglega ??)

Svo vissulega er ákveðinn munur á að hafa eiginn gjaldmiðil eða vera í gjaldmiðilssambandi eins t.d. "evru" bandalagið er, hafandi sagt það tek ég undir með Lúðvík, að það skifti minna máli en hvernig haldið er á málum, þá ekki síst það að láta ekki freistingar og/eða hótanir frá "hvíflibbamafíunni" stýra því, heldur eigin skynsemi, en þá þarf að skifta út bæði á Austurvelli og Arnarhvoli.

MBKB

KH

Kristján Hilmarsson, 1.3.2011 kl. 17:35

7 identicon

og hvað ætlum við að gera við allar brír sem eru einfaldar það er ekki í lagi að hafa þær svona og hvað kemur það til með að kosta þetta auma Ísland.

gisli (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 17:54

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Er á hraðferð og því lítill tími í bollaleggingar.

Jón, mig dreymdi það, svo á ég kristalkúlu sem segir mér að mynt þar sem um helmingur notenda er með efnahag á brauðfótum, að hún gengur ekki upp.  Hvorki munu Þjóðverjar borga brúsann, eða jaðarríkin sætta sig við hlutskipti nýlenda Þýskalands þar sem skattfé þeirra fer í tilbúnar ríkisskuldir.  

En ég viðurkenni að fólk sem trúir Samfylkingarbullinu, að það veit ekkert hvað er að gerast út í Evrópu, og það trúir að til sé dómsstóll sem dæmir þjóðir í skuldaþrældóm.

Ólafur, rökin eru fullyrðingar.  Ég rétt slapp til Spánar vorið 2008.  Verðlag þar var hærra þegar tekið var tillit til mismunarins á kaupmáttar þjóðanna.  Og samt var krónan í sögulegu hámarki.  Þá fattaði ég að á Íslandi gegnu draugasögur um ódýrt matvælaverð í Evrópu.

Lúðvík, kjarni málsins, mynt er afleiðing, ekki orsök.

Margrét, síðan hvenær hefur fólk haft það betra í Evrópu???  Ertu að miða við ástandið núna á Íslandi???  Viltu sem sagt meina að það hafi verið krónunni að kenna að auðmenn rændu landið????

Nákvæmlega Eggert.

Takk Kristján, en ég dreg það í efa að Samfó liðið sé læst á staðreyndir.

gísli, ég skil þig ekki

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 18:26

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Evran er búin að vera og menn verða að fara átta sig á því annað er eins og Landeyjarhöfn.

Sigurður Haraldsson, 1.3.2011 kl. 19:32

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm evrópurdraumur Samfylkingar kemur vonandi aldrei í framkvæmd. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 20:23

11 identicon

Chelsea 2 - MU1    Ég vorkenni þér lúserinn þinn.

Kveðja að vestan

thin (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 21:39

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Sigurður, ekki nema að maðurinn sem gat breytt vatni í vín, gangi til liðs við Samfylkinguna, hún virðist vera sú eina sem sér evruna ennþá í ljósrauðum draumi og víngerðarmaðurinn sá eini sem hugsanlega gæti framkvæmt kraftaverkið.

Ásthildur, það er öruggt, Evrópusambandið mun gliðna ef kjarnaríkin ætla að skuldaþrælka jaðarríkin, sem og hitt að Frakkland er ekki einu sinni öruggt.  Og þýsku bankarnir falla ef bankar Spánar og annarra jaðarríkja falla.  Og inní þá ringulreið mun enginn sækjast, eða jú kannski Árni Páll, en hann telst varla með þegar athugað er með  þennan"engann".

Blessaður thin minn, ert þú ekki á vitlausum þræði??'

En hvað um það, þetta var sárt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2011 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband