Var þá engin alvara á bak við stjórnlagaþingið???

 

Hugmyndin á bak við stjórnlagaþingskosningarnar var aldrei vel ígrunduð.

Það var vissulega uppi hávær krafa um breytingar á stjórnarskránni, en hjá tiltölulega þröngum hópi "andófsfólks".  Í þeirra röðum virtust margir trúa að bankahrunið hefði orðið vegna þess að það vantaði ákvæði í stjórnarskrána sem bannaði bankahrun.  

Og þá hefur það líklegast vantað í stjórnarskrár annarra landa, því einu löndin sem sluppu vel frá fjármálakreppunni voru lönd sem voru tiltölulega nýbúin að lenda í bankakrísu, og ríkisvaldið var því ekki ennþá búið að setja bankana á beitarlönd braskarana.

Þó við Íslendingar séum mestir og bestir og feitastir, þá erum við ekki einstakir, Hrunið átti sér alþjóðlegar orsakir, og þar sem braskara höfðu náð að hrekja bankamenn í burtu, þar hrundi allt sem hrunið gat.

Og íslenska stjórnarskráin var ekki þar orsakavaldur.

 

En það má skoða hana, vissulega, og hugmynd um stjórnlagaþing var ekki svo galin.  Hún hefði getað hrist uppí umræðunni, fengið almenning til að taka þátt.  Sem slík þá efldi hún lýðræðið í landinu.

En það er sama hvað hugmynd er góð, það þarf að afla henni fylgis, og það þarf að ná sátt um hana.  

Og sátt er bannorð á Íslandi í dag.  Og stjórnlagaþingskosningarnar guldu þess.

 

Og síðan er framkvæmd þeirra sér kapítuli.  Dæmið var aldrei hugsað til enda og því fór sem fór.

En ef menn telja hugmyndina þess virði að berjast fyrir, þá kjósa menn aftur.  Fá löggilt umboð handa þeim sem er ætlað að móta nýja stjórnarskrá.    

Því án þess er þetta bara fólk út í bæ.  Fólk sem enginn hlustar á, fólk sem enginn tekur mark á.

 

Og þannig ákvað ríkisstjórnin að útfæra málið.  

Að skipa nefnd með fólki sem enginn hlustar á.   Og þessi nefnd mun skrifa enn eitt nefndarálitið sem endar ofaní enn einni skúffunni.  

Og enn eitt loforðið var svikið.

 

Svona er Ísland í dag.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Sveinsson

Markmiðið með sjálfstæðum kosningum til Stjórnlagaþings var að fulltrúarnir hefðu umboð beint frá almenningi, ekki stjórnvöldum. Nú hefur þetta snúist þannig að þeir sem ekki voru kosnir á Stjórnlagaþing vegna þess að kosningin var dæmd ólögmæt, munu endurskoða stjórnarskrána í umboði stjórnvalda ! Þetta klúður ætlar engan enda að taka.

Þórólfur Sveinsson, 24.2.2011 kl. 18:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, alveg rétt Þórólfur, hugmyndin var slegin af í dag. 

Og eftir stendur á meðan hlustar á frásagnir af fátæku fólki í biðröð eftir mat, þá spyr maður sig, hvernig hefur fólk samvisku til að taka þátt í nefndarstarfi, sem yrði þá dýrasta nefnd Íslandssögunnar, og sjálfsagt i allri Evrópu.  Sérstaklega þar sem margir nefndarmenn hafa haft mörg orð um bætt siðferði.

Svo væri gaman að auglýsa eftir máli sem ríkisstjórnin hefur ekki tekist að klúðra á einhvern hátt.  

Það hlýtur að vera til, þó ég muni ekki eftir því í augnablikinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 19:17

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég velti því fyrir mér hvers vegna 63 þjóðkjörnir fulltrúar hafa ekki getað breitt stjórnarskránni og það þurfi til þess sérstakt stjórnlagaþing með gríðarlegum kostnaði nú á tímum niðurskurðar í kerfinu? Til hvers erum við með þingið yfir höfuð þegar flest sem þaðan kemur er ónothæft með öllu!

Sigurður Haraldsson, 24.2.2011 kl. 19:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Góð spurning Sigurður.

Stundum kostar lýðræði pening, stundum getur verið gott að kosta einhverju til að sáttir nást í þjóðfélaginu.  Hugmyndin sem slík gat átt rétt á sér, ef hún hefði lægt öldur og fengið þjóðina til að fókusa fram á við.

En að mínum dómi mistókst það algjörlega, sem og hitt að þegar stjórnvöld eru leppar erlendra árásarafla og ræningja, þá er þetta einn stór brandari.  Þjóð sem ætlaði að nota 20-40% af tekjum sínum aðeins í vexti, er þjóð sem ræður ekki sínum málum.  Þetta var reynt í Rúmeníu, þar höfðu þeir öfluga öryggissveitir, og þrautþjálfað kúgunarstjórnkerfi, en samt gekk dæmið ekki upp, fólk gerði uppreisn.

Hér hefði uppreisnin orðið með fótunum, fólk hefði flúið þetta þrælaþjóðfélag.  

Og til hvers þá nýja stjórnarskrá???

Þeir sem setja hana á oddinn í dag, eru ekki jarðtengdir. 

Hvað þingið varðar, þá er það aðeins afleiðing þess sem þjóðin vill.  Á meðan fólk trúir draugasögum, og vanmetur sina eigin getu til að hafa áhrif á umhverfi sitt, þá kýs hún svona frasalið yfir sig sem er algjörlega ófært um að takast á við afleiðingar gerða sinna.  

Með örfáum heiðarlegum undantekningum.

En stjórnlagaþingið er úr sögunni.  Ég græt það svo sem ekki, en margir trúðu á þessa hugmynd.  Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er svik við það fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 190
  • Sl. sólarhring: 300
  • Sl. viku: 355
  • Frá upphafi: 1320198

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 175
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband