Já, þrælahald leiðir oft til uppreisnar.

 

Gömul saga og ný.

En skrýtið að heyra þessa speki úr munni yfirmanns nútímaþrælahaldssjóðs alþjóðlegra braskara og arðræningja.

Minnir á gamla þrælakaupmenn sem á dánarbeði báðu um fyrirgefningu því þeir sáu fram á eilífðarvist í helvíti.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skipulega unnið að því að koma braskaraskuldum á almenning í þeim löndum sem hafa lent í klóm hans.

Ýktustu dæmin er þegar sjóðurinn ákvað að þvinga stjórnvöld í Argentínu til að afleggja allar greiðslur í heilsugæslu og menntun, 70% greiðsluhlutfall dugði ekki þegar afleiðingin af heimsku sjóðsins eyðilagði efnahag landsins með tilheyrandi tekjutapi ríkisins.

Og á Íslandi, þegar sjóðurinn tók að sér handrukkun fyrir breta,  ICEsave ásamt krónubraskaraláninu og Hrunskuldum þýddi yfir 60% greiðsluhlutfall ríkissjóðs, af 470 milljarða tekjum ríkissjóðs hefðu 280 milljarðar farið í vexti og afborganir.  Samfélagshrunið sem hefði fylgt í kjölfarið hefði haft í för með sér hrun ríkistekna.

Greiðsluhlutfallið hefði farið upp í hið óendanlega, gjaldþrot.

 

Í Argentínu gerði þjóðin uppreisn gegn stuðningsmönnum skuldaþrældómsins, á Íslandi hefði það sama gerst.  

Skuldaþrælkun elur alltaf af sér skuldauppreisnir.

En vinstrifáráðar voru í það miklum minnihluta hjá þjóðinni, að glæpurinn var hindraður áður en hann var framinn.  Svo ég vitni í fjármálaráðherra þá sparaði uppreisn þjóðarinnar gegn ICEsave fjárkúguninni ríkissjóð hundruð milljarða.

Að ógleymdu því að stjórnvöld hafa ekki ennþá þorað að greiða út krónubraskara með risaláni AGS.

 

Ennþá hafa Íslendingar sloppið við hinn fyrirhugaða skuldaþrældóm, en hann er á leiðinni, alltaf á leiðinni. 

Sjálfur fjórflokkurinn hefur sameinast um smíði nýju ICEsave hlekkina.

Orrustan um Ísland er rétt að byrja.

 

Vonandi þarf hún ekki að enda í blóðugri uppreisn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is AGS: Ójöfnuður hægir á efnahagsbata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það kemur að því með þessu á frammhaldi

gisli (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 08:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já gísli, eitthvað mun gerast, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2011 kl. 20:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum hérna við línuna og eitt er víst að stutt er í uppreisnina því að við höfum ekki val!

Sigurður Haraldsson, 1.2.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 163
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 1366
  • Frá upphafi: 1321249

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband