Umboðslaust stjórnlagaþing.

 

Sláum það af áður en það verður sér til skammar.

Áhugamenn um hugmyndir Þorvalds Gylfasonar, geta skráð sig í námskeið hjá honum, og borgað fyrir sig sjálfir.

Það er alveg óþarfi að þjóðin sé að taka fé frá brýnni almannaþjónustu til að kosta þetta áhugamál fólks.  Líka þarf sterklega að huga að mismunun samkvæmt EES samningnum, þeir sem til dæmis vilja kynna sér söguslóðir Njálu, þeir þurfa að leita uppi einkanámskeið út í bæ svo dæmi sé tekið.

Eftirlitsstofnun EFTA hefur kært að minna tilefni.

 

Hins vegar legg ég til að Alþingi setji fjárveitingu i nettímarit sem fjallar um stjórnarskrána í víðustu skilningi.  Fræðimenn taki núverandi stjórnarskrá og beri hana saman við stjórnarskrár annarra landa þannig að fólk fái samanburð, og hafi einhvern raunhæfan grunn til að vega og meta kosti hennar og galla.

Eins má hugsa sér kynningu á stjórnarskrám nýfrjálsra ríkja, þar á meðal ríkja sem hafa losnað við einræði og annan óáran og hafa því viljað festa lýðréttindi í sessi með metnaðarfullum stjórnarskrám.

Er þarna eitthvað sem má læra af???  Og svo framvegis.

 

Áhugamenn um hugmyndir Þorvalds Gylfasonar, geta svo fengið sérstaka síðu, hana má kalla Stjórnlagaþing.

Þá ættu allir að vera sáttir.

 

Hlutirnir þurfa ekki alltaf að kosta hundruð milljónir, það má stundum ná sama árangri með smá hugsun, og fyrir litla peninga.

Jafnvel meiri árangri.

 

Spáum í það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is 44% fengu ekki fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að fá að vera ósammála þér. Við höfum einmitt ekki efni á því að halda ekki stjórnlagaþing. Eitt það bezta sem við munum vonandi fá út úr því er jöfnun atkvæðavægis, og hefðum við verið búin að því áður, þá hefði 15 milljörðurm ekki verið sóað í Héðinsfjarðargöng. Tilefnið er því brýtn!

Úlfur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 07:17

2 identicon

Sæll. Þetta mál hefur margar hliðar. Ein er sú að það var alls ekki nógu vel að þessu staðið, mögulega af klaufaskap, mögulega viljandi út af annarlegum tilgangi...

Önnur er sú að lýðræðið er í þróunn og mótun. Eins og allt annað, lifir lýðræði ekki af breytingar og nýja tíma ef það þróast ekki og vex. Kyrrstaða er ekki til. Bara þróunn eða hnignun. Þjóðin þarf að læra á persónukjör. Fjórflokkurinn mun nefnilega draga þjóðina til dauða ef hann fær að halda völdum.

 Ríkið neyddist til að fara út í þetta út af Jón Gnarr og líka má þakka Birgittu Jónsdóttur og fólkinu kringum hana.

 Fjórflokkurinn var ekki að gera neinum greiða og þetta er ekkert sérlega lýðræðisleg ríkisstjórn. En þróunnin nær sýnu fram sama hvað deyjandi risaeðlum finnst, og þau vita núna að "þeirra tími er kominn"...það er að segja.......þeirra pólítíska dauðastund.

no.7 (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 08:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Úlfur.

Ætli athugasemd þín sýni ekki í hnotskurn, af hverju það verða vatnaskil á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, eftir að áhugaklúbbur Þorvalds hefur lokið störfum.

En hvort sem er þörf á að breyta stjórnarskránni eða ekki, þá er þessi hugmynd andvana fædd, eins og allar hugmyndir sem menn ná ekki til að afla fylgis.  Aðferðarfræðin er líka röng, aðeins þjóðfundur hefur vald til að skipa svona stjórnlagaþing, og örfáir Séð og Heyrt menn eru ekki þjóðin, hversu ágætir sem þeir annars eru.

En ég þarf ekki að kvarta, það fóru 9 inn af þeim sem ég kaus, og hún Birna Þórðar var næstum því komin inn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 08:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður no.7.

Vissulega get ég tekið undir margt sem þú segir, það er þörfina á uppstokkun og "endurröðun" valds á landinu.  Það þarf að losa um núverandi valdaklíkur.

En persónukjör er dauðdæmd leið til að auka valddreifingu og styrkja lýðræðið. Það er bein ávísun á stjórnleysi lýðskrumsins.  Stýrðu stjórnleysi reyndar því auðöfl og voldugir hagsmunaaðilar munu stjórna öllu á bak við tjöldin.  Þeir hafa fjármuni og þekkingu til að hanna ímynd og atburðarrás sem kemur fólki þeim þóknanlegu á þing.

Þá fyrst fengju skrípi eins og Pétur Blöndal vægi, menn sem höfða til skriðdýraheilans í málflutningi sínum.

Og þegar auðöfl beita sér ekki, líkt og var núna því þau sáu að um andvana fæðingu var að ræða, þá fáum við brandarakalla eins og Þorvald Gylfa sem fulltrúa þess almanaróms, að hér þurfi öllu að breyta.

Af hverju er hann brandarakall???  Jú, hann getur ekki einu sinni sett gagnrýni sína í hlutlausan fræðilegan búning, heldur stundar málflutning sem er svo fullur að mótsögnum, að það hálfa væri nóg.

Fullur vandlætingar bendir heilagur Þorvaldur á spillingarríkið mikla Ísland.  Lætur eins og við höfum fundið upp spillinguna.  Skautar alveg framhjá því að spilling, eða hyglun hefur fylgt mannkyninu frá því að fyrstu þrír mennirnir mynduðu hóp.

Hann bendir síðan á aðra, sem eru betri, ættu að vera fyrirmyndir.  Og þar fellur hann á einföldustu rökhugsun, þegar þú gagnrýnir eitthvað, vilt breyta einhverju, þá er lágmark að dæmið sem þú bendir á, sé á einhvern hátt betra eða þroskaðra en það sem þú ert að gagnrýna.

Ég hef heyrt hann tala stíft fyrir aðild að ESB með þeim rökum að við séum svo spillt að við getum ekki stjórnað sér sjálf.  Það er aðeins á einum stað í heiminum stundaður meiri lobbýismi en í Brussel, og það er í Washington, sem er reyndar önnur fyrirmynd Þorvalds (framkvæmdarvald kosið beinni kosningu).   Sameiginleg fjárlög Brussel eru gegnrotin, og uppspretta auðs glæpahópa, og hvað sem verður sagt um okkur, þá er það ekki svoleiðis hér.

Spillingin í Brussel er þekkt, og talin standa frekari miðstýringu Evrópusambandsins fyrir þrifum.  En þeir sem hugsa ekki, en hlusta á Þorvald, þeir trúa svona bulli, að við séum vanhæf, en aðrir hæfir, þegar ljóst er að þetta er sammannlegt vandamál, og aðeins önnur aðferðafræði, og kerfisuppstokkun getur breytt, ekki nýr pappír sem heitir stjórnarskrá.

Eins heyrði ég Þorvald í Silfrinu fyrir ári síðan, þegar hann var nýbúinn að tárfella fólk í Iðnó, tala um Frakkland, eins og Frakkland væri fyrirmynd.  Frakkland er spilltasta land Norður Evrópu, og enginn ætti að taka þá til fyrirmyndar, nema þá sem víti til að varast.

Þetta er bara svona lítið dæmið um ruglið sem veður uppi í umræðunni, hún stjórnast af bábiljum og mötun hagsmunaaðila sem eru að reyna að fylla upp í tómarúmið sem myndaðist þegar bankamafían féll.

Með öðrum orðum, það eru spilltir valdaræningjar sem eru að spila með okkur, og tekst það ágætlega.

Svo að lokum get ég alveg játað það að ég kaus Þorvald, ásamt Birnu og fleiru góðu fólki.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 08:51

5 identicon

Eftir ad hafa lesid skrif thín thá langar mig ad vita af hverju thú kaust Thorvald.

Forvitinn (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 11:24

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, og Birnu Þórðar, Hall Magnússon, Vilhjálm Þorsteinsson, Ómar Ragnarsson, Árna Björnsson, Andrés Magnússon, Jakobínu Ólafsdóttir (sem var víst það eina sem taldi), og fleira gott fólk.  Náði 9 inn, geri aðrir betur.

Ja, í það fyrsta þá kemst engin umræða á flot nema ólík sjónarmið komi að henni.  Og Þorvaldur, Eiríkur og Vilhjálmur fóru á lista hjá mér sem málefnlegir ESB sinnar og Samfylkingartröll.

Svo ákvað ég að taka Síkrit á þetta, valdi fólk sem ég vissi að væri ekki sammála um eitt eða neitt, en hefði ákveðnar skoðanir, og persónuleika til að fylgja þeim eftir.  Mér leiðast ekki hanaslagir, það væri kannski það eina jákvæða sem kæmi þá út úr þessu þingi.  

Skoðanaskipti.

Og ég vonaði að fleiri sæju húmorinn við þing hinna andstæðu póla.

En mér til betrunar vil ég geta að ég kaus líka nokkrar alþýðuhetjur, fólk sem þurfti að fá rödd, en Séð og Heyrt væðing þjóðfélagsins hafnaði.

En svona er þetta, klúðrið varð meira en mig rennti í grun.

Dugi þessi skýring ekki, þá get ég líka alveg getið þess að ég hef alltaf gaman að hlusta á Þorvald, skýr og rökfastur maður, þó ekki sé hann góður trúboði.  Og mjög skemmtilegur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 11:46

7 identicon

Svo má benda á það að kjör 14 fulltrúa eru á leið til dóms hjá Hæstarétti þar sem lágmarks atkvæðafjölda skorti. Kjörbréf þeirra gætu orðið ómerk og við fengið 11 manna stjórnlagaþing.

sigkja (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:35

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Þorvaldur reddar þessu bara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2010 kl. 22:40

9 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, þú hættir ekki að koma mér á óvart. Í fyrsta lagi er kommintið kl. 08:51 að flestu leyti eins og talað út úr mínu hjarta, og í öðru lagi virðist þú hafa kosið marga þá sömu til Stjórnlagaþings og ég! (Ég kaus að vísu ekki Þorvald, m.a. af ástæðum sem þú hefur nefnt.)

Birnuson, 9.12.2010 kl. 11:46

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Ég hélt að þú vissir að ég væri ólíkindatól.

Ég kaus einmitt Þorvald vegna þess sem ég benti á, hann færir rök fyrir sínu máli, ég fyrir mínum, kallast rökræða.  En þar sem ég er hrekkjapúki, þá vildi ég fleira sterka inn, kaus til dæmis Jón Eldklerk sem þú hefur örugglega ekki gert.

En 9 og næstum því 10, Birna var að detta inn, það er gott.  Trúi því ekki að þú hafir slegið mér við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 13:57

11 Smámynd: Birnuson

Víst vissi ég það; en varla er nóg að maður færi rök fyrir máli sínu ef þau eru vond.

Eldklerkinn kaus ég að vísu ekki, en óneitanlega hefði verið gaman að sjá hann að verki í þinginu.

Og ekki sló ég þér við; það gerðu fáir. Listinn var reyndar alltaf að breytast hjá mér, en ég held að ég hafi náð fimm eða sex.

Birnuson, 9.12.2010 kl. 15:38

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega ekki, en svo hár er ekki sess minn að ég þykist geta afgreitt Þorvald Gylfa á þann hátt.

Ég er ekki hrifinn af framsetningu hans, það leynir sér ekki.

En ég viðurkenni margar af hans forsendum.

Tel reyndar að ef menn vilja verða afar og ömmur, þá þurfi menn að hlusta meira, og reyna að spá í hvernig hægt er að sameina ólík sjónarmið, ég held að grunnurinn sé næstum því sá sami hjá flestum, ég er meira að segja farinn að gefa frjálshyggjustrákunum séns, sem sýnir að allir geta þroskast.

Daginn sem þeir fatta mínar forsendur, þá geta menn farið að tala saman, ofstjórnun og ofríki er árþúsunda gömul meinsemd, og ekki sjálfgefin.  Það er alltí lagi að spá í röksemdir þeirra sem hana vilja ekki, en þeir þurfa líka að átta sig á hvernig auðrónar yfirtóku stefnu þeirra sér til hagsbóta, líkt og kommarnir þurftu að fatta að stefna þeirra varð alltaf yfirtekin af siðblindum valdasjúklingum, því vald var eina leiðin til að berja þjóðfélögin áfram í átt að draumaríkinu.

En ég þoli ekki valdbeitingu, ekki nema sem nauðvörn.

Trúi á staðfestu og hægfæra þróun í takt við þróun okkar innri manns.

En þegar maður er í stríði, þá heggur maður, heimspekin er seinna tíma vandamál.

En ég náði loksins að orða það sem ég átti að orða, og hef beðið með núna í nokkra daga, bæði tímasetning og tónn þurfti að vera réttur.  Þú fattar það þegar þú kemst að síðasta pistli mínum.

Hann var lesinn, og rök hans skilin.  Hef vissulega sagt þau áður, en fyrir tómum húsum.

Rökin gegn síðasta vígi borgunarsinna, að það þurfi að semja til að viðhalda góðu sambandi við nágranna og vini, vissulega rétt, en ekki á hvaða forsendum sem er.  Þeir geta líka haft rangt fyrir sér.

Svona pistlar síast inn, á meðan geta menn slegist, en það er betra að vita að andstæðingurinn er rökþrota, eða það er trú mín að þeir sem ætli að fá sitt fram með ofbeldi og rangindum, að þeir eigi aldrei grunnrök mála.

Og það eru grunnrökin sem greina okkur frá villidýrum merkurinnar.

Já, og mig grunti að ég hefði náð betri árangri, en það var reyndar alveg óvart.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 149
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 1320701

Annað

  • Innlit í dag: 120
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband