ER InDefence kominn í vinahóp breta??????

 

Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við það ágæta fólk sem tók sig saman undir merkjum enskrar tungu, og varði þjóðina á ögurstundu þegar íslenska stjórnmálalelítan ákvað að afsala landinu efnahagslegu sjálfstæði og gera þjóðina að vinnudýrum breskra og hollenskra stjórnvalda.

Hin söguleg svik allra alþingismanna voru innsigluð 3. sept 2009, myrkasta dag íslenskra sögu.  Daginn sem Alþingi samþykkti breytta Svavarssamning, án þess að bera ógæfuna undir þjóðina, og án þess að hafa nokkurn tímann látið reyna á lögmæti krafna breta.

Því miður þá studdi InDefence hópurinn þá lögleysu, þann þrælasamning.

Bretar eru gráðugir, og höfðu ekki vit á að samþykkja hina íslensku útgáfu þrælasamninganna, þeir vildu meira og knúðu gegn nýjan svikasamning, sem Alþingi samþykkti svo að kveldi 30. des sama ár.  En þá hafði hluti þingmanna fundið manndóm sinn, og sveik ekki þjóð sína, aðeins naumur meirihluti knúði ólögin í gegn.

Þá var InDefence sverð lands og skjöldur, og undirskriftasöfnun þeirra hratt á stað atburðarrás sem gerði forseta Íslands kleyft að vísa svikunum til þjóðarinnar sem hafði engan áhuga á að brjóta stjórnarskrá landsins, hvað þá EES samninginn, og veita bretum umbeðna ríkisábyrgð.

Þjóðin hafði ekki áhuga á að brjóta lög og reglur til geta unnið næstu árin fyrir breska ríkiskassann.

Og það var InDefence að þakka að hún fékk tækifæri til að segja það álit sitt.

 

En það breytir því ekki að innan InDefence hafa alltaf verið gamlir kommúnistar og aðrir sem vilja ólmir borga bretum ICEsave, aðeins kjörin hafa bögglast fyrir þeim.  Og þessi háværi minnihlutahópur, yfirleitt með tengsl við Samfylkinguna, hann hefur haldið þessum ágætum samtökum í herkví svika og lögleysu.

Vegna þess að allir samningar við breta, án undangengins dóms, eru lögleysa.  

Og dómur getur ekki fallið gegn íslensku þjóðinni því ESB hefur ekki yfirþjóðlegt vald og getur með einhliða reglugerð sett á ríkisábyrgð á innlán, enda hefur það aldrei verið gert.

Og það staðfesti loks framkvæmdarstjórn ESB í júlílok 2010, og að sjálfsögðu var það Norskur blaðamaður sem knúði fram þau svör, íslenskir blaðamenn eru allflestir í vinnu hjá ESB og bretum.  Eða þá kjarklausar gungur sem þora ekki að styggja höfðingjanna.

Það má aldrei gleyma hverju ESB svaraði, svo ég vitni enn einu sinni í einu frétt Ruv þar sem sjónarmið Íslands var haldið á lofti, enda annað ekki hægt, fréttin kom frá yfirmönnum stofnunarinnar út í Brussel.

"Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til norska fréttamiðilsins ABC Nyheter".

 

Hvað þýðir þetta á mannamáli???

Jú, það er engin ríkisábyrgð

Og ef einstaklingar, samtök eða þjóðir hafi aðrar skoðanir þar á, þá bulla þeir, þau eða þær.

Af hverju???

Jú, skoðanir fólks á lögum, eru ekki æðri lögum, séu uppi vafamál, þá geta aðeins dómsstólar skorið úr þeim.

Það er ótrúlegt, að vitiborið fólk skuli ekki þekkja til dómssóla á 21. öldinni, það mætti halda að þetta fólk væri upp i á síðsteinöld, og það líklega í upphafi þess tíma, því einhvers konar úrskurðaraðili hefur fylgt mannkyni frá örófi alda.

Kallast siðmenning, leið til að koma í veg fyrir endalausar deilur og átök.

En þegar minnst er á ICEsave, þá er eins og allt vit sé horfið úr huga fólks.

 

Og samtök eins og InDefence fabúlera um eitthvað samkomulag við breta.

Skilja InDefence menn ekki að engin dómur hefur fallið gegn íslensku þjóðinni, og því er krafa breta eitthvað sem bresk lög kalla "extortion" og um þá hegðun segir þetta í breska lagasafninu.

"Extortion, outwresting, and/or exaction is a criminal offense which occurs when a person unlawfully obtains either money, property or services from a person(s), entity, or institution, through coercion".

Þó ég tali ekki útlensku þá veit ég að criminal offense kallast glæpsamlegt athæfi á íslensku.

 

Styður InDefence glæpsamlegt athæfi??

Telja samtökin að ef glæpir eru minni en meiri, að þá verði þeir sjálfkrafa löglegir????

Vita samtökin ekki að ekkert stjórnvald getur samið sig frá lögum og reglum, allir samningar við breta verða dæmdir ólöglegir á meðan liggur ekki fyrir skýr dómur Evrópudómsins um hina meintu ríkisábyrgð.

 

Dómur sem mun aldrei falla því hann myndi þýða endaloka Evrópusambandsins, því sambandið er markað á grunni laga og reglna, og einn geðþóttadómur til að þóknast stórþjóðum myndi steypa þeim grunni undan sambandinu, og eftir sæti grímulaust ofbeldissamband stórþjóða.

Evrópusambandið myndi aldrei fórna sér fyrir nokkra þúsundkalla, það er enginn svo vitlaus þó alltí lagi sé að telja vitgrönnum íslenskum blaðamönnum trú um það, þá er raunveruleikinn sá, að krafa breta er töpuð.

Þeir náðu ekki til að kúga íslensku þjóðina, og þeir vona innilega að þetta mál gleymist.

 

Eini varnarsigur þeirra hér eftir er að telja hrekklausa nytsama sakleysingja inn á að semja við sig um einhverja málamyndaupphæð svo þeir verði ekki seinna meir dregnir fyrir dómstóla fyrir "criminal offense" en það má ekki láta þá sleppa svo billega.

Það á að sverfa til stáls við bresk stjórnvöld og fá dóm á glæpi þeirra.

Upphafleg fjárkúgun þeirra var tilraun til þjóðarmorðs, í merkingu þess að svipta sjálfstæða þjóð efnahagslegu sjálfstæði sínu, og slíkt á aldrei að líðast.

 

Glæpamenn eiga ekki að móta framtíð heimsins.

Glæpsamlegt athæfi á aldrei að líðast.

Og það er tími til kominn að allir Íslendingar geri það upp við sig í hvaða liði þeir eru.

 

Sjálfsmörk eru ekki lengur liðin.,

Kveðja að austan. 

 


mbl.is InDefence krefur stjórnvöld svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góða grein. Það má líka minna á það að hve lítil sem upphæðin er sem samið er um þá koma aðrir sem falla ekki undir þessa bankatryggingu með sínar kröfur byggðar á að ekki megi mismuna þegnum.Þá koma stóru upphæðirnar.

Valdimar Samúelsson, 26.11.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Valdimar.

Þetta er botnlaushít, ef hún á annað borð er opnuð.

Og jafnvel þó þetta væri ekki nema 60 krónur, þá er samt lögbrot að semja sig framhjá lögum og reglu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.11.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég vissi ekki um þetta síðasta innspil InDefence Ómar ! svo takk fyrir þetta.

Hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ef einhverntíma einhver samtök hafi glutrað niður stórkostlegum möguleika á að hafa veruleg áhrif fyrir þjóð sína, þá voru það InDefence samtökin eftir hina gífurlega velheppnuðu undirskriftasöfnun gegn hryðjuverkalögunum á sínum tíma, en OK þau tóku sig á eins og þú bendir á, þegar þau bökkuðu upp forsetann gegn Icesave og þrátt fyrir "ups and downs" síðan, þá er ekki enn séð fyrir afleiðingarnar af því, ber tildæmis að nefna hvernig þetta vakti athygli umheims á málinu.

Ég eins og þú skil ekki hvernig Icesave vefst enn fyrir fólki, vissulega bar íslensku bankaeftirliti að fylgjast með og sjá til þess að varasjóðir til minnstu tryggingar innistæðna væru fyrir hendi, og mega þá þola ákúrur fyrir það, en þaðan og láta íslenskann almenning "blæða" fyrir þau mistök, ætti núna að vera lýðum ljóst að kemur ekki til greina, ekki bara siðlaust heldur löglaust, en hvað er það sem við fáum ekki að vita og gerir það að ekki er farið með þetta fyrir dóm, sem jafnframt þýðir að íslensk alþýða getur gleymt þessu Icesave máli eitt skifti fyrir öll og snúið sér að næsta máli "Hasta la Vista" AGS.

Takk aftur fyrir Gott Innlegg Ómar ! bragðaðist vel, er farinn að venjast "kryddinu"

KH

Kristján Hilmarsson, 26.11.2010 kl. 18:44

4 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Frábært framtak hjá þér Ómar þú lýsir þessu afskaplega vel er sammála þér í einu og öllu hvað þetta varðar. Þegar maður hélt að þetta væri nú loksins úr sögunni þá kemur handbendi AGS (Bréta og Hollendinga fram á sviðið og með nýjan svikasamning. Þetta er svo óforskammað að það hálfa væri nóg en það virðiðst ekki vera nóg þegar þessi kauði er annars vegar. Hann var meira að segja í kvöldfréttum mjög hissa varðandi það að Ólafur Ragnar myndi láta þjóðina kveða úr um þennan nýja" rosa góða díl" sem er í höfn. Hann sagði það ekki sannmælast stjórnskipan íslands að þjóðin hefði eitthvað um þetta að segja því að hér væri þingræði.

Hvenar fékk alþingi fullveldi? skyldi ráðherra ekki átta sig á því að hann þarf að fara með lög í gegnum þing og þjóð (forseta) áður en þau taka gildi. Maður myndi nú ætla að Svikagrímur væri nú búinn að skilja það eftir síðustu útreið ekki þá nema að hann sé kominn með alzheimer sem mundi nú ekki koma mér mikið á óvart miðað við hvað þessi svikahrappur er búinn að svíkja mikið. Hvort er maðurinn fjármálaráðherra íslendinga eða holl/bréta.

Elís Már Kjartansson, 26.11.2010 kl. 20:02

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrir utan efnahagslega þýðingu þessa máls þá er það bara í grundvallaratriðum rangt.

Ég mun aldrei vera sátt við samning sem framin er í leynd og gerir kröfu um að alþýða þessa lands greiði skuldir einkabanka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2010 kl. 01:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Jakobína, megi sem flestir kjósa þig í dag, það þarf fólk á stjórnlagaþing sem þekkir grundvallaratriði, og hvað má, og hvað má ekki í siðuðu þjóðfélagi.

Og fólk en ekki fjármagn er hið eina viðmið.

Takk Elías, þráhyggjan er ótrúleg, en líklegast skýrist hún af loforði við AGS um að ná fram samningum við bretana, jafnvel klaufar myndu ekki halda svona illa á málum, þó þeir jafnvel gætu átt það til að lýsa hús með því að bera inn sólskin í húfum.

Kveðjur til Norge Kristján, það var meira lágmarksfé í okkar tryggingasjóði, hlutfallslega, en var í allflestum tryggingasjóðum Evrópu.  Skýring var sú að við vorum með beingreiðslur, en allflestir aðrir með eftirágreiðslur en bankabréf á meðan sem trygging.  Sem eru náttúrulega lítils virði ef bankar fara á hausinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.11.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Elle_

Alveg með ólíkindum að það skuli hafa fundist maður í landinu sem studdi þessa ICESAVE lögleysu og nauðung.  Hef aldrei getað skilið að nokkur maður vildi gera það aumasta af öllu aumu. 

Maður með fulla rænu semur ekki um kúgun.  Hvort það er 1 eyrir eða 1000 milljarðar, það er samt lögleysa og kúgun.  Og var hissa að vita að InDefence menn vildu það líka. 

Takk fyrir sterkan pistil sem fyrr, Ómar. 

Elle_, 27.11.2010 kl. 19:03

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, Indefence tók alltaf undir kröfu breta, en vildu sanngirni.  Og á meðan fátt var um bandamenn, þá var maður nú ekki að hjóla í þá.

En þó, einn eða tveir pistlar hjá mér voru harðorðir, og þokkalega lesnir.  Ef enginn mótmælir moði, þá er svo mikil hætta á, að þeir sem sjá að þetta er rangt, halda að þeir séu einir um þá skoðun.

Í þessu ljósi verður að skoða þessa pistla mína.

En Steingeitin í Móunum, hún sér um tuktunina.  Ekkert mjálm þar, bæði í Reykjavíkurbréfinu í gær og eins fyrir viku.  Og það þorir enginn gegn rökum hennar, það mælir enginn ICEsave bót lengur.

Allflestir drulluskammast sín, nema sá sem aldrei bregst, nafni minn Kristjánsson, reiknivél hann sprakk þegar hann reiknaði síðast út tapið við þeirri óhæfu að þjóðin felldi samninganna.

En það þarf alltaf að vera eitthvað öruggt í þessum heimi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.11.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband