Lilja mín, ef þú ætlar að vera með í að skapa Nýtt Ísland,

 

Þá ferðu strax á morgunn.

Aðferð Pol Pots virkar ekki, þú eyðir ekki til að byggja upp.

Og enginn, enginn vinstrimaður eða vinstriflokkur tekur að sér skítverkin fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í að eyðileggja samfélag sitt.

Hvað þá að handrukka sitt samfélag.

 

Á nokkrum mánuðum hefur Ögmundur Jónasson gengisfellt sig svo, að hann er eins og hringavomi, aðeins skugginn af þeim stjórnmálamanni sem hann einu sinni var.

Hann sannaði hið fornkveðna að það er hægt að eyðileggja áratuga uppbyggingastarf  með einum svikum.  Og það var hans áratuga uppbyggingarstarf sem stjórnmálamaður sem fólk tók mark á og mat mikils sökum staðfestu við hugsjónir og manngildi.

Núna er hann handrukkari alþjóðlegs auðvalds.

 

Og Lilja, þú ert það líka þó þú hafir fögur orð um annað.

En þú ert það ung að það er hægt að fyrirgefa þér, en ekki endalaust.

Tímaglas veru AGS hér á landi er að renna út.

Sjálfur raunveruleikinn er mættur og sannar hið fornkveðna, að þar sem sjóðurinn kemst  með klærnar, þar breytist samdráttur í djúpstæða kreppu og innviðir samfélaga eru rjúkandi rústir á eftir.

Það er enginn hagvöxtur í kortunum, aðeins djúpur samdráttur þjóðfélags þar sem allur umframpeningur fer í skuldir, núna eru þessi 2 ár sem sótt voru í smiðju Keynes liðin, og aðeins kreppuskapandi aðgerðir í kortunum.

Og afleiðingarnar þær sömu og alls staðar annars staðar þar sem þeim hefur verið beitt.

Samfélagslegar hörmungar, fátækt, auðræði.  Ömurleiki.

 

Og þá verður engum fyrirgefið sem tók þátt í óhæfuverkunum. 

Engum.

Kveðja að austan.


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Austfirðingur góður !

Eitthvað; í þessa veruna, blasa staðreyndirnar, við okkur, Ómar minn.

Ögmundur ætti; kynni hann að skammast sín, að dvelja í Rökkur kytru, það sem hann á eftir, sinna lífdaga. Maður; sem gaf fjölda fólks fyrirheit mikil, um réttlæti og áreiðanleika - annað; kom á daginn þann.

Jú; Lilja þarf heldur betur, að ígrunda sína háttu, eftir þessar stóru yfirlýs ingar sínar, jafnframt.

Með beztu kveðjum; austur í fjörðu /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt ábending. Tími ákvarðana er kominn hjá þeim sem vilja vera fólksins.

Hálfvelgja getur bent til skorts á hugrekki.

En þ.s. truflar er hatrið á hægri flokkunum. Síðan nostalgían yfir því að hafa vinstri stjórn.

En eins og þú bendir á - "ef það gengur eins og önd, kvakar eins og önd".

Þú bendir sem sagt á ginnungs gapið milli orða og athafna. 

En ég hef allta sjálfur sagt, að orð eru ódýr og það eru aðgerðir sem í reynd tjá það hver þú ert!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2010 kl. 18:26

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir ágætan pistil Ómar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.11.2010 kl. 18:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.  Þetta er alltaf stór spurning, er sá verri sem segist vera vondur, og er það, eða sá sem andmælir vonsku, skrýðist jafnvel kápu réttlætisins, en er svo vondur.

Allavega bætist trúnaðarbrestur og vantrú ofaná þann seinni.  Þess vegna er biskupsmálið verra en Jóns málið, eða þannig.

Vissulega má Ögmundur eiga að hafa tekist að gera þessa stjórn óstarfhæfa, og þá sem slíka það besta sem fjórflokkurinn getur boðið upp á, því ekki er Pétur Blöndal og hans menn skárri.  Minnir dálítið af eina mörgum andspyrnusögum norskum sem tröllriðu jólavertíðum þegar ég var polli, þar var einn maður fyrirlitinn Kvislingur, og mikið úthræktur, en eftir stríð þá fékk hann medalíu, hann var þá dobbeleigent.  

Er það tilfellið með Ögmund????

Veit ekki en AGS er enginn óvígur skriðdrekaher, heldur er þetta hópur nokkurra mannhunda sem kom illskuverkum sínum í gegn með aðstoð innlendra skriðdýra.  Þess vegna skil ég ekki af hverju Steingrímur skalli gekk út af skaftinu, hann stýrði núna 45% flokki ef hann hefði staðist valdaþrá sína aðeins lengur. 

Og haldið þeirri stefnu sem hann markaði á fyrstu dögum Hrunsins, einarða andstöðu gegn AGS/ICESave og almenna skynsemi í kreppuviðbrögðum.

En hann bilaði eins og sagt var um þá sem afsögðu Kremlarbónda sem húsbónda sinn eftir Ungverjaland, og svo sem lítið um það að segja, menn eiga það til á öllum tímum að bilast, á geði, í trú, í tryggð, í heilbrigðri skynsemi, í stuðningi sínum við þjóð sína, svo bilun sem slík gerist.

En af hverju bilaði Ögmundur með honum???

Af hverju tók hann ekki merki VG gegn illþýðinu og leppum þeirra, líka þeim sem komu úr hans flokki????

Veit ekki, en veit að hann hefur sýnt ótrúlegan dómgreindarbrest, og er því sem næst úr leik.

En þörfin eftir leiðsögn er það sterk á vinstri vængnum að ég held að hann geti leitt uppreisn, ennþá.

Hvað Lilju varðar, þá er skrýtið að hún veðjar ekki á þjóð sína, hún öskrar á leiðsögn skynsemisvera, grasrót VG er ekki nema um 150-300 manns, helsjúkt af valdagræðgi eða fortíðarhelsi, en þjóðin er talin í tugum þúsunda, 30 tugum eða svo.

Þetta er eins og að fara með færi á loðnuveiðar, hvorki klókt eða vitrænt.

En þjóðin þarfnast Lilju, og þó hún sem slík sé ekki leiðtogi, þá er það heimskur leiðtogi sem nýtur ekki ráða hennar.

Og slíkan þurfum við ekki, sá kvóti er búinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Í um 40 ár kenndi Gylfi Þ. sömu bókina í áfanga sínum um Almenna þjóðhagfræði.  Bókin var góð og Gylfi sagði að grunnforsendur hagfræðinnar væru alltaf þau sömu, þó síðan væru ýmsar kenningar ofnar ofan á þann grunn, og um þær væri rifist. En aðeins pólitísk heimska, eða almennur fávitaháttur fengi menn til að efast um grunninn.

Og grunnur grunnsins, var þjóðarframleiðsla sem samanstóð af einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingu.  Um hagkvæmasta samspil þessara þátta væri hægt að deila, en það væri ekki hægt að deila um að þetta væri grunnurinn.  Og hagvöxtur yrði vegna aukningar á þessum grunn, einum eða fleirum, eða þá að aukning eins væri meiri en minnkun hinna.

Í dag er spáð hagvexti þó skuldakreppan og vaxtastigið hafi slegið á einkaneyslu, samneyslu, og fjárfestingu.

Menn hafa sem sagt fundið upp nýja klassíska hagfræði, eitthvað sem Gylfi sagði að aðeins fávitar reyndu. (notaði aðeins mildara orðalag, sagði þetta bara með Bakkabræðrasögum).

Þetta er það sem ég kalla að raunveruleikinn muni afhjúpa Óráð AGS.  Eina spurningin er hvort fólk trúir endalaust afsökunum.

Sá tími stóð yfir í nokkra mánuði í Argentínu, á meðan voru það aðeins nokkrar mæður sem mættu reglulega fyrir utan þinghúsið og mótmæltu.  Aðrir voru að kynna sér hagkvæmustu leiðin til að láta öskuhauga brúa bilið þar til hagvöxturinn marglofaði kæmi.

Svo, Búmmmmmmmmm, og AGS var hrakinn úr landi.

Lilja ræður hvort hún ætlar að taka þátt í mótun þessa Búmms, eða verða fyrir því.  

Það eru ekki fleiri valkostir í stöðunni fyrir hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2010 kl. 20:44

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína.

Og gott gengi næstu helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.11.2010 kl. 20:45

7 identicon

Ég vorkenni framleiðendum þunglyndislyfja ef Lilja Mósesdóttir kemst til valda og kveikir von hjá þjóð sinni. Ég myndi líka vorkenna Alþjóða Gjaldeyrissjóðinum, Hollenskum og Breskum skuldaþrælapískurum og Icesave ógeðunum sem elska hann Össur sinn, Evrópubandalaginu, Bankamafíu heimsins, innlendri sem erlendri, þeim þríburum: ójöfnuði, þrældómi og sundrungu.

x LILJA!

Lilja dóttir Móses mun leiða okkur Íslendinga út úr þessari eyðimerkur göngu hrakin undan ofríki erlendra stórveldis, inn í fyrirheitið land ALVÖRU velferðar OG velmegunnar stjórnunnar, sem sameinar það besta frá vinstri og hægri, rétt eins og nafni föður hennar forðum leiddi þjóð sína á sinni eyðimerkur göngu. 

LILJA merkir hrein, flekklaus, heiðarleg, sönn, traustsverð

MÓSES er sá sem leiðir okkur út úr eyðimörkinni

Lilja + Móses = Heiðarlegur ALVÖRU Leiðtogi

Spádómur (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:10

8 identicon

Ég vona Lilja kljúfi sig frá VG (WC?) og stofni nýjan og góðan flokk. Það þarf að hreinsa til innan Vinstrimanna. Henda drullinni út og halda Liljunum eftir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 00:25

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Vá áaaaá Spádómur, það er ekki annað.  Þarf greinilega að endurskoða fullyrðingu mína um að hún sé ekki leiðtoginn sá fylki fólki af baki sér þó hún sé langhæfasti alþingismaðurinn sem við eigum í dag.  En hef aldrei spáð í tákn.

Takk fyrir innlitið félagar, bíð spenntur eftir að sjálfur Jave staðfesti spádóminn.

Þá segi ég bara, guð blessi AGS, ekki munum við gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.11.2010 kl. 06:58

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar já Lilja er okkar það er gott að vita af afli en ekki landráðafólki sem hugsar bara um eigið rassgat og flokksræðið ofar lýðræðinu!

Kveðja úr Þingeyjarsveit.

Sigurður Haraldsson, 23.11.2010 kl. 08:40

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Sigurður, við eigum margt gott fólk.

Málið er að þjóðin vill ekki sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband