Smán þjóðarinnar er algjör.

 

Leppar þeirra sem komu þjóðinni á kaldan klaka, þeir voru kosnir til að stýra uppbyggingu hennar.

Og það eina sem byggt er upp er eigið fé auðmanna og stórfyrirtækja.

Og það eina sem er endurreist er hið gamla siðspillta vanhæfa fjármálakerfi með það leiðarljós að endurtaka alla sömu hlutina aftur, nema í þetta sinn á ekki að koma þjóðinni á kaldan klaka, enda er hún þar stödd, henni á í hel að koma.

Og innlima hana síðan í Evrópusambandið.

 

Á meðan sveltur fólk í landi matarins.

Á meðan er fólk borið út á götuna í landi þar sem hús standa auð vegna offramboðs.

 

Hvernig gat þetta gerst???

Hversvegna stjórnar hér aum aumingjastjórn????

Hvar eru skriðdrekarnir sem tryggja völd hennar????

 

Erum við svo auðblekkt að trúa að kúgun og arðrán auðdindla sé endurreisn og uppbygging??

Hvar eru endamörk trúgirni okkar?????

 

Veit ekki en á meðan munu biðraðir fátæklinga aukast, fjölskyldur sundrast, samfélagið gliðna.

Gleymum aldrei að ómennskan þrífst því aðeins ef við látum hana viðgangast.

Því það eru engir skriðdrekar á götum Reykjavíkur, alveg satt.

 

Tunnum þetta lið á öskuhauga sögunnar.

Kveðja að austan.


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég stóð í fremstu víglínu þann fjórða þessa mánaðar þegar Jóhanna flutti eldhúsdagsumræðu þegar því var lokið undir slætti mótmælanda sem voru allt að níu þúsund forðuðu ráðherrar landráðastjórnarinnar sér á ofsa hraða á svörtum bílum með bílstjóra einn þessara bíla keyrði á mig þar sem ég stóð fyrir með lýðræðið það var bíll Össurar Skarphéðinssonar! Ég endaði uppi á húddi bifreiðarinnar en eftir að ég skreið af húddinu þá keyrði hann af vettvangi án þess að skoða hvort ég hefði hlotið skaða af! Þú talar um skriðdreka og ég var heppin því að ef hann hefði haft einn slíkan þá væri ég ekki til frásagnar! Kveðja úr norðurhéröðum, Lifi byltingin!

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 08:29

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

íslendingar eru aumingjar..  til að fá fólk til þess að koma saman um eitthvað málefni þarf annað hvort að borga því (sbr píkudaginn) eða hafa mikla skemmtun af (sbr gaypride).

Ég fyrir mitt leiti hef nákvæmlega ekkert álit á þessari þjóð sem mjálmar á bloggum og tístir á fésum en nennir ekki út til að gera það sem gera þarf. 

íslendingar eiga þetta skilið !

Óskar Þorkelsson, 28.10.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Óskar ég vil ekki trúa þessu með samlanda okkar það hlýtur að koma sá dagur að við mætum í alvöru enda segi ég að átta þúsund er nú talsvert!

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 09:03

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það komu amk 8000 manns saman hjá Herði 2-3 sinnum.. þetta er fyrir mér alger lágmarkstala til þess að á fólk sé hlustað.. en það mæta 50.000 til að fagna píkum.. og 75000 til þess að fagna hommum og lesbíum.

Ef ástandið er svonaslæmt eins og ég er að lesa á bloggum og fésum ásamt fréttamiðlum landsins.. þá ættu amk 30.000 manns að drulla sér út á götu og mótmæla.  15.000 atvinnulausir.. afhverju mæta þeir ekki ?   einstæðu mæðurnar í Breiðholti.. hvar eru þær ?  skuldarar sem trúðu bönkunum og tóku myntkörfulán.. hvar eru þeir ? 

Hvar er fólkið sem stendur í biðröð eftir mat.. afhverju mætir þetta fólk ekki ?

Niðurstaðan er sláandi.. íslendingar eru aumingjar.  Það er búið að kenna þeim það að þeir eigi að bíða eftir ölmusu að ofan.. bjargræðisháttur er bannaður og það með lögum, takk fyrir það LÍÚ og Halldór Ásgrímsson. 

Óskar Þorkelsson, 28.10.2010 kl. 09:12

5 Smámynd: Tóti Sigfriðs

Ég er sammála Óskari, það er með ól+ikindum þessi aumingjaskapur á Íslandi.

Tugir þúsunda mæta í bæinn ef eitthvað skemmtilegt er að gerast, en þeir sömu sitja heima og láta einhverja aðra mótmæla fyrir sig.

Kannski atvinnulausir séu of uppteknir til að geta mætt.

Eða kannski að einstæðu mæðurnar og fólkið sem er að missa húsnæðið ofan af sér, sé of latt eða hafi það bara fínt þrátt fyrir allt?

Nei aumingjaskapur þjóðarinnar er til skammar og á meðan fólk nennir ekki að mótmæla, þá á það þetta bara skilið!!!

Milljónir manna mótmæla í Frakklandi þessa dagana, á Íslandi koma saman af og til nokkrir tugir..... er fólk ekki í lagi?

Tóti Sigfriðs, 28.10.2010 kl. 10:18

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tóti nákvæmlega þá er nokkrir sem mótmæla og á tíðum eru þeir stimplaðir sem óróaseggir þjóðfélagsins alltaf sömu andlitinn en sem betur fer eru enn einhverjir að mótmæla það er þó huggun þótt að þeir þurfi að sitja undir því að vera litnir hornauga af sumum þá verður svo að vera.

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 12:12

7 Smámynd: Jón Lárusson

Einstaklingar mynda samfélög vegna þess að þeir telja hagsmunum sínum betur borgið innan þeirra en utan. Telji einstaklingurinn á einhverjum tímapunkti, að hagsmunir sínir og samfélagsins fari ekki saman, þá annað hvort fer hann og leitar annars samfélags, eða hann umbyltir því sem hann býr í. Spurningin er bara hvort velja Íslendingar og hvenær.

Við erum þrælar fjármagnsins, þegar það ætti að vera öfugt. Ég bendi á að besta leiðin til að hefta frelsisþrá þræla sinna er að gefa þeim frelsi og ráða þá í vinnu. Þá hætta þeir að vera þrælar holdsins með frjálsan vilja og verða þrælar hugarfarsins í frjálsum líkama.

Það eru engir fjötrar, við bara höldum það. Um leið og við áttum okkur á því mun andinn leiða okkur rétta leið, því maður sem veit í hjarta sínu að hann er frjáls, hann verður aldrei bundinn.

Jón Lárusson, 28.10.2010 kl. 13:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk félagar.

Óskar, það er þekkt taktík hjá auðræningjum að siga fólki á hið skrifaða orð.

En vissulega er kjarni vandans sá sem þú segir.  Blogg eins og þetta er gjamm út í tómið.  

En undirliggjandi er gífurleg óánægja, og á vissum tímapunkti fer röflið saman við aðgerðir.  En þín meinloka er að áður eiga aðgerðarsinnar eins og Sigurður að ganga á fjöll, og ég að blogga um gott gengi Liverpool.  

En Óskar, það er ekki þannig.

Og lestu svo Jón Lárusson, og þú gætir öðlast skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 13:59

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég þarf ekkert að lesa jón lárusson til þessað öðlast skynsemi Ómar.. íslendingar eru aumingjar og þú þar með talinn karlinn minn.

Óskar Þorkelsson, 28.10.2010 kl. 20:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já vér aumingjar erum víða Óskar.  En ég skal viðurkenna að það var ljótt af mér að biðja þig um að lesa í þig vit, þú ert ágætur eins og þú ert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1319879

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband