"Ekkert annað blasir við en gjaldþrot samfélagsins"

 

Segir Þór Saari og vísar í hið alvarlega ástand sem blasir við öllum nema geðvillingum.  

Tölurnar tala skýru máli öllum sem eru talnalæsir á annað borð, 73.000 heimili á leið í gjaldþrot.  Spurningin snýst aðeins um tíma, "hvenær" það verður, spurningin um "hvort" er svarað, 63% vanskil segja allt sem segja þarf.

Og Þór metur stöðuna rétt, hann er boðaður á fund til að hlusta á keisarans boðskap, að það sé of dýrt að bjarga landinu.  Hvernig veit Þórir fyrirfram að slík sé niðurstaða fundarins???

Jú, hann er læs á vinnubrögð undirmála og loddaraskapar, hann veit eins og er að spunakokkar ríkisstjórnarinnar voru ræstir út í gær til að virkja Meðvirka meðreiðarsveina á fjölmiðlum til að dreifa út óhróðri um bjargleiðirnar sem kenndar eru við Hagsmunasamtök heimilanna. 

Hann veit eins og er að það er engin tilviljun að Óðinn Jónsson lætur Ruv flytja það sem fyrstu frétt að Björn Valur skósveinn fjármálaráðherra telji það ljótan leik að vekja væntingar fólks um hjálp, því hjálpar sé ekki að vænta.  Og Samfylkingarhagfræðingurinn, af öllum vitleysingum, var fenginn til að tala niður vonina, líkt og hann var fenginn til að senda bréf til Noregs um að íslenska þjóðin færi létt með að greiða sanngjarnar kröfur breta í ICEsave fjárkúguninni.

Spunakokkarnir vita eins og er að þjóðin þekkir ekki óvina sína, hún mótmæli og skammist yfir aðgerðarleysi, en les svo Fréttablaðið og hlustar á Ruv, sem er traustur fjölmiðillinn að mati um 70% þjóðarinnar.

 

Eina spurningin í þessu plotti Steingríms, því Jóhanna er buguð, og vill ekki lengur neinum illt, er hvað Ögmundur gerir.  Neyðist Steingrímur til að halda áfram þykjustu leiknum með Hagsmunasamtökum heimilanna til að róa Ögmund.

Þá kemur einhver japl og jaml niðurstaða, kannski eitt ár enn sem fer í umræðu og skoðun, en á meðan herðir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tökin sín eftir því sem meira er gengið á lán hans. 

Og samfélag okkar verður lagt í rúst.

 

Þess vegna megum við ekki bíða. 

Komi ekki konkret tillögur út úr þessum fundi, þá á stjórnarandstaðan að ganga út af þingi og sameinast mótmælendum fyrir utan Alþingi á morgun.  

Annars er hún líka samsek, ekki um viljandi geðvillu, heldur vítavert aðgerðarleysi.

Og slíkt er glæpur þegar eyðing þjóðarinnar er annarsvegar.

 

Núna er Ögurstund.

Núna er ekkert val, annað hvort eru menn með eða á móti.

Tími umræðunnar er liðinn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skuldavandi heimilanna ræddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Núna er Ögmundarstund!

corvus corax, 11.10.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ögurstund, Ögmundarstund, það er efinn.

En það er enginn efi um að það er ekki Össurarstund, hans tími er liðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1321527

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband