Tími umræðunnar er liðinn.

 

Beri stjórnvöldum ekki gæfu til að lýsa því skýrt yfir að fólk haldi heimilum sínum og að Hrunskuldir verði leiðréttar, þá mun verða barist á götum og torgum.

Halda menn að fólk láti svipta sig lífsgrundvellinum þegjandi og hljóðalaust, svo erlendir braskarar og innlendir auðmenn hafi allt sitt á þurru í skjóli AGS????

Halda menn að landsbyggðarfólk vilji hverfa til þess tíma að engin læknisaðgerð fékkst nema í höfuðstaðnum en farandlæknar fluttu lyf á milli staða????

Halda Leppar auðræningjar virkilega að þeir geti komið þessari þjóð í svaðið án þess  að hún beri hönd fyrir höfuð sér???

 

Ef menn halda þá er ljóst að firringin er algjör og tengsl ráðamanna við raunveruleikann horfinn.

En ég vona að Hagsmunasamtök heimilanna láti ekki misnota sig í þessum skrípaleik.

Það vantar ekki tillögurnar, það vantar vilja til  að framkvæma þær.

Og fundahöld skapa ekki vilja, en eru góð á meðan tennur eru dregnar úr Andstöðunni.

 

Í guðanna bænum látið ekki spila með ykkur.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta var gott samtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ómar, þetta er í fyrsta sinn sem við hjá HH eru kölluð svona til.  Gefum þessa nokkra daga.

Marinó G. Njálsson, 6.10.2010 kl. 14:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marinó.

Hafið þið nokkra daga??

Lesið ykkur til um viðskipti Wat Tylers við Ríkarð II. og hvaða örlög hann hlaut (15.júní 1381).

Þætti verra ef þið lentuð í nútímaútfærslunni á þeim

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.10.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1531
  • Frá upphafi: 1321539

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1305
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband