Steingrímur skilur óánægju fólksins sem bankarnir ætla að bera út.

 

Hann ætlar að senda þeim samúðarkort.

Hann hefur því miður ekki tök á öðru.

 

En þjóðin á valkost, hún getur borið hann út, og látið hina vera.

Kveðja að austan.


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það liggja 2000 miljarðar í bankakerfinu! Brot af þeirr fjárhæð dugar til að koma til móts við fyrirtæki og einstaklinga. Aðgerðir STRAX eða KOSNINGAR!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 18:31

2 Smámynd: Hamarinn

Og fá hvað í staðinn? Sjálfstæðisflokkinn þinn?

Það þarf að henda fjórflokkshelvítinu öllu á haugana, enda hafa þeir sýnt að þeir eru gjörsamlega óhæfir til þess að gæta hagsmuna almennings, vinna aðeins fyrir fjármagnseigendur.

Hamarinn, 1.10.2010 kl. 18:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hamar, margt má segja um okkur Hriflunga, en Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem lærimeistari okkar stofnaði ekki.  En vissulega mótaði hann flokkinn óbeint, því tilvera hans snérist meir um Hriflunga en blóðrauða bolsa, sem þó ætluðu að stofna Sovét á Íslandi.

En svona glamur eins og þú ert með, að allur fjórflokkurinn sé ónýtur, og síðan tenging þín við Sjálfstæðisflokkinn, þetta þjónar allt einu markmiði, og það er að bera blak af Útburðarstjórninni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:44

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrútur.

Þetta snýst ekki um þegar til komna peninga.

Það eru Hrunskuldir sem settu þetta fólk á hausinn.  Og þær ber að leiðrétta.  Og þeim sem það ekki dugar, þarf að gera meira fyrir.  

Þannig skapast sátt, og forsendur uppbyggingar.

Og þetta ferli þarf að fara í gang, jafnvel þó ekki væri króna til í bönkunum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:46

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta eru bara kerfismaurar sem vilja bara eitt, að verja og viðhalda sjálfum sér.

77.000 manns hafa tekjur í þjóðfélaginu og taka án þess að skapa.

Okkar eina vopn er að HÆTTA AÐ BORGA!!!!! - þau eru búin að fá næg tækifæri til að laga stöðuna og hafa fengið nægar viðvaranir!!

Sýnum þeim sem eru að missa heimilin samstöðu og hættum að borga strax í dag!!!

Hættum að borga!

Jónas Jónasson, 1.10.2010 kl. 19:01

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas, ég fer ekki ofan af því, að það er einfaldara að bera þetta lið út úr húsi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 19:11

7 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Steingrímur verður að skilja að þolinmæði fólks er þrotin. Hann er úrræðalaus og verður að hætta.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 19:17

8 Smámynd: Jónas Jónasson

JA! Ómar- ég sko sáttur við það og væri til í að sjá nokkra banka brenna líka .

Jónas Jónasson, 1.10.2010 kl. 19:24

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þjóðin er klofin ! ekki bara í tvennt heldur fleiri brot, hlustið bara á hverju fólk svaraði þegar það var spurt hversvegna það væri á Austurvelli í dag, minnst 6 eða 8 ástæður og sumar ekki skilgreindar neitt sérstaklega, bara óánægja !! 

Og þar fyrir utan þá spjara sumir sig þrátt fyrir að það verði ekki keyptur nýr jeppi í ár, sumir eru á förum, sumir hafa það bara harla gott, svo eru þeir sem basla en klára sig svona nokkurnveginn og svo þeir sem máli skifta núna, þeir sem eru að lenda á götunni og missa allt.

En þetta hefur alltaf verið svona, allavega frá 1950 og fram á í dag, bara hlutföllin eru öðruvísi núna en oft áður.

Hvernig þessir hópar skiftast í prósentum, veit ég ekki, en það er ekki spurning að sá síðastnefndi hefur aldrei verið stærri en nú, hvort það tekst að fá hina hópanna til að sýna þeim síðastnefnda samstöðu, er það sem verður afgerandi á næstu mánuðum, ef ekki verður þeim fórnað eins og alltaf hefur gerst, því þrátt fyrir þessar gífurlegu tölur um nauðungaruppboð á suðurnesjum, munu þeir sem að völdunum sitja ekki hika við að "bera" út fólk, þeir hafa nægt fjármagn til að sitja á eignunum sem þeir fá fyrir slikk, þar til næsta uppsveifla kemur.

En hvernig geta "hinir" hóparnir sýnt þeim verst stöddu samstöðu ??? "Hætta að borga" leggur Jónas til, já góð hugmynd, en raunhæf ?? mæta á Austurvöll og tala "Einum rómi" góð hugmynd, en raunhæf ?? "Henda þessu liði út" góð hugmynd, en hvernig ??

Ég hef ekki fleiri, en komið nú öll sem eitt með ykkar hugmyndir, þetta getur ekki gengið svona, ekki það ég vilji ekki fleiri landa mína hingað til Noregs, þvert á móti, dáist að þeim sem reyna þó eitthvað til að bjarga sér og sínum og geri mitt til létta þeim lífið HÉR  með góðum ráðum og uppl., nei vegna allra þeirra sem eru að brotna niður (margir nú þegar brotnir) og þeirra fjölskyldna og barna ekki síst.

Ómar ! þú ert sannur fánaberi og ég á eftir að koma oft við hér hjá þér til að fylgjast með gangi mála og sækja "ábót" á baráttuviljann.

Nú læt ég þessu lokið í bili, er bæði dapur og reiður samtímis og örugglega ekki einn um það.

MBKV að utan en með hugan æ meir heima.

KH

Kristján Hilmarsson, 1.10.2010 kl. 20:48

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, er ekki dagsbrún nýs tíma út við sjóndeildarhringinn???

En mér finnst ég búinn með mitt, tveir þrír pistlar á morgun, og svo finnum við okkur nýjan fánabera.

Og vonandi verður hann niður á Austurvelli.

Hinsvegar þó í mér sé puttaleiði, þá myndi ég mæta og sveifla fánanum niðri á velli og tjalda eins og Bóla gerði forðum daga á 17. júní (hún er tröllastelpa ef þú vissir það ekki).  En bláfátækar kirkjurottur halda sig heima hjá sér, þegar yfir fjöll og firnindi er að fara.

En það er pís of köku að skipuleggja byltinguna.  

Þess vegna skil ég ekki að einhver skuli ekki vera búinn af því.

Málið er að vandinn og vonleysið er miklu víðtækara en áður.  Og þar að auki er gífurleg reiði ríkjandi í samfélaginu.

En forystan maður minn, hún hefur ekki fundið fjöldann.

Hinsvegar ef þú ert með eldsmat, og neista, þá mun það gerast fyrr eða síðar, að þeir hittast á förnum vegi, og þá verður bál.

Síðan kviknar vonin Kristján, sannaðu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 22:57

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Enn og aftur, við berum hann út.

Og kveikjum svo í AGS, svona í óeiginlegri merkingu.  Það eru þeir sem meina þjóðina að læra af Hruninu, og leiðrétta kúrsinn.

Svo megum við ekki gleyma, þrátt fyrir allt, að við ólumst öll upp í svipuðum sandkössum, og þurfum að rifja upp þá gömlu góðu daga.

Ekkert er það slæmt að það megi ekki bæta fyrir það.

Þetta snýst um viljastyrk og ekkert annað.

Hann brást hjá Steingrími þegar mest á reyndi.

Já, hann á að víkja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 23:31

12 Smámynd: Elle_

Ómar skrifaði: En mér finnst ég búinn með mitt, tveir þrír pistlar á morgun, og svo finnum við okkur nýjan fánabera.

HA, HA.  Hef heyrt þennan OFT.  Og rosalega LENGI.  Ómar, þú getur ekki hætt, þú veist það vel.  Við berum Steingrím og hitt liðið út.  Þegar þú kemur suður. 

Elle_, 2.10.2010 kl. 21:45

13 Smámynd: Elle_

Þegar þú kemur suður með fánann þinn.

Elle_, 2.10.2010 kl. 21:49

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

"Fram fram fylking", kann ekki meira, neyðist ég til að fara að læra textann ef ég ætla að fylkja einhverjum undir byltingarfána minn??

En þú veist að mín bylting er bylting byltinganna, sú bylting sem þarf að eiga sér stað til að við byggjum upp Nýtt og betra Ísland.  Byltingin í dag er nauðvörn fólks, og hana geta allir leitt, þurfa bara að þekkja óréttlætið og vilja það burt.

Þess vegna ætla ég að skrifa tvær þrjár greinar í viðbót, kalla ekki ósjálfráðu skriftina mína ðistla.  Það þarf að skrifa pistil um að þekkja raddir óvina sinna, hvaða rök þeir nota og hvernig þeir beita þeim.  Hef aðeins komið inná þetta í síðustu andsvörum.

Síðan þarf  að útskýra með rökum, það er vitna í færustu hagfræðinga, að sú leið sem er farin, hún er leið kreppunnar, til að magna hana, ekki til að takast á við hana.  Margir styðja ómennskuna því þeir vilja vera svo skynsamir að þeir styðja hvað sem er, líka ómennsku, vegna þess að þeir halda að þetta séu sérfræðinganna ráð.

En það er svo rangt, þetta er hálfvitanna ráð, og á það hefur verið margoft bent.  En almenningur las ekki þær ábendingar.  Núna er fólk reitt, og les því reiðiblogg eins og mitt.  Hugsanlega les þá líka einhver rökin sem að baki búa.

Ég get vakið athygli á þeim, og síðan er það sérfræðinganna að útskýra það betur.

Þess vegna er ég virkur áfram, hef eitthvað að segja sem gæti komið að gagni.  En mennirnir í svefnpokanum, þeir starta byltingunni.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 144
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 309
  • Frá upphafi: 1320152

Annað

  • Innlit í dag: 134
  • Innlit sl. viku: 276
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband