Það er oft erfitt að ljúga.

 

Eins og nýleg Gylfadæmi sanna.

Sama gildir um stofnanir ESB sem reyna að finna einhvern lagflöt á ólöglegri kúgun breta og Hollendinga, framkvæmda með stuðningi framkvæmdarstjórnar ESB og íslenskar samverkamanna í Samfylkingunni og hjá samtökum atvinnulífsins, þær vita eiginlega ekki hverju á að ljúga um skýr lög, og vanhæfni þeirra í lygum er þannig að þær hafa ekki vit á bera sig saman áður lygarnar eru gefnar út.

Eða kannski treysti framkvæmdarstjórn ESB ekki sér til að taka undir arfavitlaust lagaálit ESA.  

Lagaálit sem var svo arfavitlaust að vonlaust er að fara með það fyrir dómstóla, jafnvel leitun að Samfylkingarmanni sem tók undir vitleysu þess.

 

Þess vegna ákvað ESB að fórna ESA, taldi að ekki væri hægt að fullyrða að skýr lög ESB gegn ríkisábyrgð, fæli í sér ríkisábyrgð.

Þess vegna sagði ESB satt hvað það varðar að lögin væru skýr, en klúður íslenskra stjórnvalda í innleiðingu tilskipunarinnar, og síðan meint mismunun gagnvart innstæðueigendum í öðrum löndum, væri skýring þess að fjárkúgun breta væri lögleg.

Fullyrðingin um klúður er lygi, vegna þess að hún styðst ekki við tilvísun í neinn lagatexta, hún er með öðrum orðum eftirá skýring.  Forsendan um hina meintu mismunun byggir á þeirri lygi að íslensk stjórnvöld hafi ríkistryggt innstæður á Íslandi, og hún gengur líka gegn skýrum rétti þjóða samkvæmt EES samningnum til að grípa til aðgerða sem tryggja fullveldi þeirra, og hindra neyðarástand þegna þess.  

Um þann rétt er ekki hægt að deila.  Hann er grunnréttur alþjóðlegra laga.

 

En lygar ESB/ESA eru ekki kjarni málsins.  Menn mega ljúga því sem þeir vilja.  En réttarríki meinar aðilum að hefja innheimtu á forsendum lyga eða fullyrðinga.  Sé ágreiningur um kröfu, þá á að leysa hann fyrir dómstólum.

Fyrir dómstólum leysa menn ICEsave deiluna.  Þar geta bretarnir reynt að fá réttlætingu sinna krafna, og aðeins þá fyrst geta þeir boðið íslenskum stjórnvöldum til viðræðna um ICEsave.

Að fullorðið fólk skuli ekki átta sig á gangverki réttarríkisins, að fullorðið fólk skuli taka undir fjárkúgun og rán, það er með ólíkindum á 21. öldinni, þó slíkt hafi tíðkast á miðöldum og jafnvel seinna.

 

Og að þetta fullorðna fólk skuli fara með völd í ríkjabandalagi Evrópuþjóða er ótrúlegt.  Það er ekki von að allt sé í hershöndum í Evrópu ef vitið sem drottinn gaf er ekki meira en þetta.  Eða að það sé til staðar, en siðferðið á þeim basa að þekkja ekki muninn á ráni og gripdeilum og gangverki réttarríkisins.  

Kannski skýrir þetta auma siðferði að auðmenn og fjárglæframenn hafa komist upp með að ræna almannasjóði Evrópu og ekki sér fyrir endann á þeim ránskap.

 

En allra skrítnast er að þetta fullorðna fólk skuli hafa verið kosið til að stjórna Íslandi, og það skuli komst upp með að ganga erindi ræningja og ruplara.

Stjórnmál er skrýtin og hinir leyndu þræðir þar ekki augljósir nema innvígðum.

En að þjóð skuli láta stuðningsmenn ræningja stjórna sér, án þess að skriðdrekar komi við sögu, það er ótrúlegt.

Eitthvað hefur misfarist í uppeldi íslensku þjóðarinnar.

Hún þekkir ekki lengur ræningja, jafnvel þó þeir segi það fyrir opnum tjöldum að þeir styðji ránsskap erlendra misyndismanna.

Var siðferði okkar eitt af fórnarlömbum góðærisins??

Hvað veldur??

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ólíkar forsendur fyrir greiðsluskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Siðferðið var einmitt aðal fórnarlamb þess óráðsíutímabils sem kennt er við "góðæri".

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2010 kl. 13:40

2 Smámynd: Elle_

TIF var með nákvæmlega það hlutfall í sjóði sem Evrópulögin skipuðu fyrir og þ.a.l. er fullyrðingin um að við séum ábyrg vegna þess að ísl. ríkið hafi ekki passað að nóg væri í sjóðnum til að standa undir lágmarksinnistæðum allra (kannski endalausra) innlánsreikninga, lygi og þvæla, eins og þú bendir á, Ómar.  Endurtek það sem þú og nokkrir hafið oft sagt að enginn sjóður í heiminum getur tryggt endalausar eða ótakmarkaðar upphæðir, enda ekki ætlat til þess í lögunum.  Nei, þarna handrukkar Evrópubandalagið gjörsamlega ólöglega kröfu, nákvæmlega eins og vant nýlenduríki.  Og með hlaupa galnir Jóhönnustjórnleysingjar og hollustumenn.

Elle_, 16.8.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, ég hélt að ég hefði síðast skrifað um IcEsave á síðustu öld.

En þó það sé ekki mál málanna, þá er það málið sem heldur mér við efnið.  Varðstaða kallar Davíð þessa þrásetu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Elle_

Nú, síðustu öld??  Já, ég kem oft seint eins og þú veist, Ómar.  Les ekki voða, voða hratt.

Elle_, 17.8.2010 kl. 00:28

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Ætli þú lesir ekki frekar of mikið Elle, en of hægt.

En ICEsave þófið hefur staðið svo lengi að mér finnst það vera í öldum.

Og ég hef áhyggjur af að það sé verið að svæfa þjóðina, og svo komi einhver málamiðlun, sem verður svo eftirá samþykkt.

Þess vegna er svo brýnt að kvelja stjórnina eins og hægt er í öllum málum, að hún hrekist frá með skömm.  Hún er dauð, var það strax þegar Jóhanna rak Ögmund í beinni, en nárinn ætlar ekki að víkja og vill eins og draugar fortíðar, taka hina lifendur með sér í gröfina.

Núna vantar Sæmund fróða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2010 kl. 08:26

6 Smámynd: Elle_

Ómar, ég var að vísu löngu búin að lesa pistilinn og fór inn í hann aftur seinna að gá hvort ég hefði nú örugglega ekki misst af neinu!?  Les allt, ja næstum allt, sem þú skrifar, minnst 1 sinni.  Já, ég óttast það sama og þú og megi draugarnir vera dregnir út, ekki víkja þeir óviljugir, það mikið er víst.  Við höldumst vakandi, væri glapræði að hætta í varðstöðunni.   

Elle_, 17.8.2010 kl. 11:41

7 Smámynd: Elle_

Nei, ég meinti ekki víkja þeir viljugir.

Elle_, 17.8.2010 kl. 11:43

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle kjarnakona.

Þú ert hafsjór af fróðleik, og þekkingu um íslenska aumingja skap í ICEsave landráðunum.

Vonandi kemur sá dagur að fólk muni hlusta á ákæru gegn þessum landráðapésum.

Og núna, þegar fólk kemur úr fríi, þá mun þrýstingurinn á ríkisstjórnina aukast.  Sem aftur þýðir slökun fyrir menn eins og mig.

Skæruliðar starfa aðeins þegar enginn annar nennir að gera það.  Þegar fjöldinn mætir á svæðið, þá kallast það her.

Og sá dagur mun koma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 101
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 1319993

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband