Hluti Sjálfstæðisflokksins skammast sín ekkert fyrir ábyrgð sína af Hruninu.

 

Þeir greiða atkvæði manni sem hæðist af fórnarlömbum flokksins.  Kallar þá "Bruðlara".

Og þeir greiða atkvæði manni sem var hugmyndafræðingur ránsins mikla sem kennt er við sparisjóðina.

Flest fórnarlömbin i því ráni voru flokksbundnir sjálfstæðismenn.

 

En svona er þetta.  Solzhenitsyn sagði sögur af fólki sem hann hitti í Gúlaginu og þeirra æðsti draumur var að fá að taka í hendinni á Stalín og þakka honum fyrir hans styrku stjórn.

Ógæfa þeirra var víst einhverjum öðrum að kenna.

 

En ömurleg skilaboð eru þetta til þjóðarinnar.

Flokkur sem kann ekki að skammast sín.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úr því þú talar um Stalín í þessum pistli þinum, þá væri nú ekki úr vegi að þú myndir fjalla um þessa flokksfundi Samfylkingar og VG. Þar höfðu menn nú ekki einu sinni fyrir því að gefa fólki kost á að kjósa um nýja forystu. Dagur B. hlaut útreið fyrir mánuði síðan í borgarstjórnarkosningum. Tapaði þar rúmlega 30% af þeim atkvæðum sem samfylking hlaut í alþingiskosningum ári áður. Hann situr engu að síður sem varaformaður. Sjálfstæðisflokkurinn bauð þó flokksmönnum upp á kosningar.

VG hefðu hugsanlega látið kjósa um þá sem stýra flokknum, og hafa svikið þá sem kusu flokkinn svo heiftarlega varðandi öll þau mál sem flokkurinn lofaði í aðdraganda síðustu kosninga, að allar líkur eru á að til verði eitt vinstra framboðið til viðbótar, sem er reyndar ekkert nýtt. Flokkarnir til vinstri eru nú duglegir að grisja sig reglulega.

Það höfðu allir möguleika á að bjóða sig fram. Sveinn Andri, Davíð Oddsson og aðrir sem höfðu rétt á fundarsetu.

joi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 15:55

2 identicon

Heill og sæll; Ómar Austfirzki, æfinlega !

Þessi niðurstaða; ógæfu fólksins í miðju moðinu vottfestir, að full mörgum samlanda okkar, er ekki sjálfrátt - nema; sjálfspískunar hvötin sé öllu öðru yfirsterkari.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 15:57

3 identicon

ja hérna.hverjum er sjálfrátt og hverjum ekki? er þér óskar frekar sjálfrátt en þeim sem þú er ekki sammála?. sumir ættu nú að hafa rök fyrir bloggi sínu en ekki henda einhverju í fílukasti á blað.

jobbisig (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Óskar, ég er nú að styðja Bjarna eins og best ég má, reyndar óvart en Pétur hefur verið skotspónn minn síðustu daga eftir Bruðlara ummæli hans.

Og þar sem þarf að vera til íhald, þá þarf þjóðin að reyna að gera sem best úr því, Bjarni er á réttri leið.

Joi, lestu maður, lestu, á fjóra pistla í dag um hina flokkana.  Svo talaði ég vel um þá sem kusu Bjarna.

Jobbisig, mikill ert þú að væna Óskar um skort af rökum.  Frá upphafi netnotkunar sinnar þá hefur Óskar einarðlega rökstutt sinar skoðanir, og haldið sig við þær sömu.  Ólíkt því sem stuðningsmenn fjórflokksins hafa gert þar sem þeir blása eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Óskar blæs alltaf.

Og það er ekki honum að kenna að þú þekkir ekki til málflutnings hans.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 16:17

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

jobbisig (ættir; að drattast til, að koma fram undir fullu nafni, ágæti drengur ) !

Vísa þér; hafir þú lesskilning góðan, á síðu mína (svarthamar.blog.is), eða undir fullu nafni mínu - viljir þú kynna þér rök mín, að nokkru.

Síðan sú; var á flot sett, undir Apríl lok, þér; til upplýsingar.

Er; fremur ritlatur, í seinni tíð - og nenni vart, að setja fram langlokur miklar, máli mínu til stuðnings, þér; að segja.

Allra sízt; í seinni tíð !

Með; þeim sömu kveðjum - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:18

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll og blessaður Ómar !

Þetta er víst það sem kallað er lýðræði  og ekki bara kusu "sumir" hann heldur sagði hann að "fleiri manns" hefðu kvatt sig til að bjóða sig fram, en svona er þetta, það er fjölbreyttara og marglitaðra stjórnmálaumhverfið (ef svo skal kallað) en þér, mér og fleirum gott þykir.

Solzhenitsyn ! segirðu, þú þurftir nú ekkert að vera að fara útfyrir landsteinana til að finna ádáendur Stalíns, þeim fer kannski fækkandi aldurs, andláta og heilsu vegna, en fundust í ótrúlegum fjölda á Íslandi áður fyrr, og alveg örugglega nokkrir til enn

Stóra spurningin er samt óspurð, og það er HVERJIR kusu Pétur og hvernig lifðu þeir fyrir hrun og ekki síður hvernig hafa þeir það núna ??

Ég veit fyrir víst að það er "elíta" (hversu stór veit ég ekki) sem enn lifir í "hrunadansi" með tilheyrandi verslunaferðum til útlanda, nýbílakaupum og skifta um allt innanstokks með jöfnu millibili m.m.

MBKV að "Utan" en með hugann "Heima"

KH

Kristján Hilmarsson, 26.6.2010 kl. 16:20

7 identicon

Apríl lok 2007; átti að standa þar. Bið forláts; með gleymsku ártals.

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:30

8 identicon

Snjalli Ómar !

 Gleymdu nú ekki Mark. 14.7 - þessu með "mörgu vistarverurnar "!

 Og - hver stjórnmálaflokkanna hefur kunnað að skammast sín ??

 Jú, líklega vinstri-RAUÐIR., samanber afstöðu þeirra til ESB. !

 Kveðja frá Seltjarnarnesi"

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:55

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kalli.

Vissulega eru mörg herbergi í húsi drottins.

En þau viðhorf sem ég skynja hjá Pétri Blöndal tel ég ættuð úr öðrum húsakynnum, á öðrum stað, og hef ekki farið leynt með þá skoðun mína.

Kannski ekki vinsæl skoðun hjá ykkur dyggum íhaldsmönnum, en ég var ekki heldur mjög vinsæll hjá rótækum félögum mínum á yngri árum þegar allt hugsandi ungt fólk var til vinstri við alþýðubandalagið.

Og ég rólyndamiðjumaður.

Þá vitnaði ég í bókina, "Ég kaus frelsið" sem gáfumenn Þjóðviljans töldu ekki marktæka því CIA styrkti útgáfu bókarinnar.  Það átti að réttlæta frásagnir af manndrápum prestlærlingsins fyrrverandi.

Og ykkur sem finnst Pétur vera húsum hæfur, ykkur vil ég minna á annan áhrifavald, sjálfan Churchil gamla.  Hann taldi að það væri ekki nóg að vera hlynntur atvinnulífinu, og vera á móti kommum, menn yrðu líka að þekkja muninn á réttu og röngu.  Þess vegna talaði hann gegn uppáhaldi stórauðvalds þess tíma, og hlaut tímabundna útskúfun fyrir.  

En síðan vildu margir Lilja kveðið hafa.

En einn þurfti ekki að skammast sín, og hann hét Bjarni Ben, eldri.  Hann lagðist gegn áhrifum þjóðernissinna í Vöku, þannig að þeir hrökkluðust úr félagsskap íhaldsamra stúdenta, og stofnuðu sitt eigið, útskúfaðir og fyrirlitnir, þökk sé skörungum eins og Bjarna eldri.

Röksemdafærsla hans er af sömu rót og minnar gegn Pétri Blöndal. 

Pétur rauf grið við guð og góða menn með ummælum sínum um fólk í neyð.

Vil annars vísa á andsvar mitt við innslagi Umrennings á þessum linki.

http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/1071341/

Sumt má ekki.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 17:51

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Ég var reyndar ekki að vitna í félaga Stalín, ég var að vitna í fólk í fangabúðum sem leið ómældar hörmungar vegna geðveiki hans, en samt sá það ekki sekt bóndans, þetta var allt einhverjum öðrum að kenna.

En hverjir kusu Pétur???

Veit það hreinlega ekki.  

Margir Nýfrjálshyggjumenn sem elska rótæk viðhorf hans til ríkisrekstrar.

Kannski margir sem elska frasa, og ekki vantar frasana í kallinn.  

Sumir sem voru að mótmæla tengslum Bjarna við Hrunvalda.

En þetta vita innvígðir miklu betur en ég. 

Ég er allavega ekki í aðdáendaklúbbi kallsins, þó ég hafi ágætlega kunnað við elju hans gegn ICEsave kúguninni.  En í grunninn finnst mér hann standa fyrir það svarta í mannssálinni, þeirra afla sem hafa alltaf valdið úlfúð og hörmungum.

En ég er svo sem ekki íhaldsmaður, þó íhaldssamur sé.  Er því ekki marktækur á Sjálfstæðisflokkinn.  Glöggir hafa samt tekið eftir því að ég legg yfirleitt gott til Bjarna.

Tel hann efnilegan.  Og það er góð í honum taugin, þó þetta sé annars dæmigert dekurdýr.

En öll eigum við fortíð, það er hvernig við vinnum úr henni sem skiptir máli.

Og Bjarni Ben mun bjarga Sjálfstæðisflokknum.

Sólarkveðjur að austan. (sem sýnir geðveikina að halda þessum skrifum áfram, en eru ekki gengislánin að fella AGS stjórnina???)

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 1319879

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband