Er Már of greindur til að átta sig á einföldustu staðreynd efnahagsmála???

 

Efnahagskerfi þjóða þrífst ekki án fólks.

Þess vegna átti fyrsta aðgerð þeirrar þjóðstjórnar sem þurfti að mynda eftir Hrunið, að vera sú einfalda gjörð að leiðrétta skuldastöðu heimila og fyrirtækja.

 

Hin sjálfvirku mælitæki, hvort sem þau heita verðtrygging eða gengistrygging, voru ekki hönnuð til takast á við allsherjar hrun fjármálakerfisins.  Verðmæti tapast í fjármálakreppum, og það er því til einskis að verðtryggja það sem ekki er til nema að hluta.  Þetta vissu lánardrottnar bankanna og þeir sömdu við hina nýju banka um afskriftir á lánum, og með þeirri gjörð voru þeir að tryggja að þau verðmæti sem eftir voru í lánasafni bankanna, að þau myndu skila sér sem endurgreiðsla til þeirra. 

Ef ekki væri hér verð eða gengistrygging, þá myndi hagkerfið fljótlega leita í jafnvægi, og uppbygging myndi síðan hefjast.  En verð og gengistrygging á bólulánum, sem eru að hluta gufuð upp, þau viðhalda ójafnvægi, og eru til þess eins fallin að blóðmjólka þá sem ennþá eiga eitthvað.  

Er virkilega til svo heimskur maður að hann haldi að innbyggt ójafnvægi og blóðmjólkun skilvís almennings, sé sú leið til að byggja upp hagkerfið á ný????

Engin venjulegur maður er svona vitlaus, en venjulegt fólk stjórnar ekki Íslandi.  Og Már er það greindur að hann heldur að öflugt bankakerfi sé fyrsta forsenda þess að byggja upp öflugt hagkerfi.  Og það skipti engu þó það sé gert á kostnað þess að ólíft verði í landinu.

Hann virðist vera búinn að gleyma því að þó gott sé fyrir hlaupara að hafa velþjálfaða vöðva í fótum, þá hleypur enginn fótur án líkama.  Margsönnuð speki af blóðvelli vígvallanna.  Eins mun ekkert bankakerfi þrífast án heilbrigðs þjóðarlíkama.  

Blóðmjólkun almennings er ekki leiðin til að byggja upp heilbrigt efnahagslíf.

 

Það verður að sjá hlutina í samhengi og takast á við vanda allra í hagkerfinu, jafnt almennings, fyrirtækja og fjármálakerfis.  

Það er hin fullkomna heimska að ætla að bjarga einum á kostnað annars.  

 

Það er staðreynd að gamla fjármálakerfið hrundi.  

Það er ekkert sem segir að hið nýja sem endurreist er úr rústum hins gamla, að það eigi að byggjast á þrælkun heimila og blóðmjólkun fyrirtækja.  

Þvert á móti, vilji menn að hið nýja kerfi dafni, þá á einmitt að koma skuldum fyrirtækja og almennings á raunhæfan grunn, og reyna síðan að skapa þá velmegun og hagsæld að þær greiðist til baka.  Og um leið þrífist hér blómlegt mannlíf þar sem allir hafi í sig og á.  

Í raun er það fáránlegt að núverandi stjórnvöld skuli geta byggt hér upp þjóðfélag arðráns og óréttlætis án þess að nota til þess skriðdreka eða erlenda málaliða.  Það vill enginn það samfélag sem ríkisstjórnin stendur fyrir, það vill enginn sjá nágranna sinn og samborgara í skuldafjötrum gengis og verðtryggingar.  

Það vill enginn að amerískir vogunarsjóðir eigi bankanna, það vill enginn yfirskuldsettan ríkissjóðs vegna gallaðra Evrópureglna eða vegna þess að AGS heimtar að krónubréfaeigendur geti tekið bólupeninga sína út úr hagkerfinu með því að skipta honum í erlendan gjaldeyri á yfirverði.

 

Það vill enginn neitt af því sem þessi stjórn er að gera.

Samt keyra ekki skriðdrekar um götur.

Hvað veldur???????

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Hefðu lækkað vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Már gengur erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Afstaða manna til dómsins afhjúpar hvort þeir eru á mála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.6.2010 kl. 15:44

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það getur verið óþægilegt að heyra sannleikann

Finnur Bárðarson, 23.6.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammála  Finnur, og því fara orð Jakobínu ekki nógu víða um víðann völl.

Þú ættir kannski að bæta úr því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 17:38

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur.  Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði.  Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda.  Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara.  Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði.  Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er.  Þetta er rotið samfélag.

Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:07

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert hrifinn af undanhaldi samkvæmt áætlun Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.6.2010 kl. 07:39

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Már of greindur til að átta sig á einföldustu staðreyndum?

Hann er hagfræðingur með mikla reynslu af því að starfa í seðlabönkum. Það svarar vonandi spurningunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2010 kl. 22:25

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir það Guðmundur.,

Ég er engu nær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.6.2010 kl. 00:48

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Seðlabankahagfræðingar tala alltaf í þokukenndum öfugmælum, vegna þess að ef þeir myndu einhverntímann segja sannleikann þá myndi skömmu síðar birtast múgur fyrir utan dyrnar hjá þeim með úldin matvæli og heykvíslar. Til þess að koma í veg fyrir þetta er almenningi haldið í þokunni.

Með öðrum orðum: ef þér finnst það sem hann segir vera óskiljanlegt rugl, þá er það einmitt svo. Á meðan þú reynir að botna í því hvað hann er að pæla þá snýrðu þér ekki annað í leit sannleikanum, og tilganginum er náð.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2010 kl. 14:31

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú skil ég þig betur Guðmundur.

Sár sannleikur í þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.6.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 529
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 1320569

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 631
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband