Pétur út í mýri í þjónkun sinni við fjármálamafíuna.

 

Látum ómerkilegt lýðskrum hans um að tala um alla þá sem tóku gengistryggð lán sem bruðlara, slíkt tal dæmir manninn sem ómerking þó vissulega séu til smásálir sem taka undir þessi sjónarmið.

Spáum frekar í rök mannsins og varnarræðu hans fyrir verðtrygginguna.

 

Vissulega eru orð hans um gildi sparnaðar almenn sannindi, og ekki þarf mikla visku til að slá fram þeirri fullyrðingu að atvinnulífið þurfi aðgang að lánsfé.  En hvað kemur það umræðunni um verðtrygginguna við?????

Er þá ekki almennur sparnaður hjá þeim hundrað áttatíu og eitthvað þjóðum sem nota ekki verðtryggingu á lán, eða hefur atvinnulífið í þeim löndum ekki aðgang að lánsfé???????

Er sem sagt allt í rjúkandi rúst hjá þeim þjóðum, almenningur og fyrirtæki á gjörgæslu, og langvarandi stöðnun ríkt líkt og verður á Íslandi ef verðtryggingin verður afnumin líkt og Pétur heldur fram????

Hver trúir eiginlega svona málflutningi????

 

Málið er mjög einfalt.  Það lágu ákveðnar forsendur að baki verðtryggingarinnar, forsendur sem þáverandi stjórnvöld mátu nauðsynlegar til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi þjóðarinnar.  

Og vissulega var verðtryggingin þægileg leið fyrir máttlitla stjórnmálamenn sem treystu sér ekki til að takast á við efnahagsmál þjóðarinnar, hún var einhverskonar sjálfstýring sem átti að leiða þjóðarskútuna áfram.  

Og þjóðarskútan strandaði, forsendur verðtryggingarinnar brustu.  

Sjálfstýringin brást, verðtryggingin tryggði ekki efnahagslegan stöðugleika.

 

Þess vegna þarf að hugsa dæmið upp á nýtt. 

Þjóðin þarfnast stjórnenda sem horfast í augun á vanda dagsins í dag en eru ekki sífellt að röfla eitthvað um hvað var skynsamlegt, eða hvað var gert fyrir einhverjum áratugum síðan.  Það eru ekki rök gegn vanda dagsins, að áður fyrr á árum hafi ríkt óðaverðbólga sem brenndi upp sparifé. 

Þetta er svipuð rökleysa eins og halda því fram að ekki eigi að reisa borgir úr rústum stríðsátaka því alltaf sé hætta á nýju stríði og nýrri eyðileggingu.   Vissulega þarf að þekkja til fortíðarinnar, en það er vandi dagsins í dag sem þarfnast úrlausnar, og sú úrlausn mótar framtíð okkar.

 

Það er ekki flókið að stýra hér málum að hér verði gott að búa og verðlag haldist tiltölulega stöðugt.  Það þarf bara að viðurkenna þær staðreyndir sem að baki búa, það er ekki hægt að reka ríkissjóð til langframa með halla, þjóðarbúið getur ekki eytt meira en það aflar.

Til að jafnvægi náist þá þarf einfaldlega að klippa á þau öfl sem hafa hag sinn að gegndarlausum lántökum og senda þá í fjallgöngu sem ætla að byggja upp nýtt þjóðfélag á forsendum innflutnings og eyðslu án þess að verðmætasköpun standi þar að baki.

 

En jafnvægi næst aldrei ef verðtrygging lána fær að lifa lífi afturgöngunnar.  Verðtryggingin dó 2004 þegar vanhæf stjórnvöld keyrðu á risaframkvæmdir Kárahnjúkahörmunganna þegar hagkerfið var þegar of þanið.  Eftir það gat hagkerfið ekki endað nema á einn veg líkt og ketill sem yfirhitnar, með sprengingu.  

Í dag viðheldur afturgönguverðtryggingin ójafnvægi milli skulda og eigna, milli skulda og tekna.  Þeir sem skulda eru þeir sem halda uppi atvinnulífinu með vinnuframlagi sínu.  Þeirra eina von um að bæta hag sinn er hækkun launa, sem aftur vegna verðtryggingarinnar, leitar beint út í verðlagið.  

Afturgönguverðtryggingin er bein ávísun á vítahring launa og verðlagshækkana.  Þó einhver bönd náist á formlega kjarasamninga, þá mun einstaklingurinn alltaf leitast við að gera sína stöðu lífvænlega, að hann hafi tekjur til annars en að greiða lífeyrir Péturs Blöndal.  

Þessi tilhneiging kallast launaskrið, og verður aldrei stöðvað nema jafnvægi komist á milli tekna og skulda. 

 

Hinn möguleikinn er náttúrlega landflótti, að fólk flýi hinn kalda andgust afturgöngunnar. Og þá eru pappírar Péturs verðlausir.

Vegna þess að lífeyrissjóðirnir eiga ekki neitt annað til að greiða út framtíðarlífeyri nema pappíra sem eru ávísun á vinnuframlag fólks í framtíðinni. 

Þess vegna er það brýnasta hagsmunamál eldra fólks að losna við vanhæfa stjórnmálamenn eins og Pétur  Blöndal og hans líka, að losna við verðtryggingartröll atvinnulífsins og þursa verkalýðshreyfingarinnar, að losna við alla þá sem nota hagsmuni þess til að tryggja völd fjármálamafíunnar og sjálftöku hennar.

Hagsmunir lífeyrisþega og vinnandi fólks eru nefnilega þeir sömu.

Að það sé lífvænlegt í landinu og fólk komist af.

 

Fyrsta skrefið í þá átt er að viðurkenna tap fjármálahamfaranna og afnema verðtrygginguna.

Annað skrefið er að ná jafnvægi í hagkerfinu.

Þriðja skrefið er að viðhalda því jafnvægi.

 

En það byrjar engin á skrefi númer tvö.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætlaði að lesa þessa færslu, en nánast í upphafi kom setning sem gerði það að verkum að ég hætti, sá sem segir:  "Vissulega eru orð hans um gildi sparnaðar almenn sannindi, og ekki þarf mikla visku til að slá fram þeirri fullyrðingu að atvinnulífið þurfi aðgang að lánsfé.  En hvað kemur það umræðunni um verðtrygginguna við?????"  Hefur ekki grundvallarskilning á hagfræði, sparnaður verður að vera verðtryggður, enda er hann það allstaðar, þó svo það gangi illa að koma Íslendingum í skilning um það.

Verðtrygging td í evrópu er að vísu allt öðruvísi útfærð, en verðtryggt er spariféið vissulega, og spariféið er það sem bankar hafa til að lána, bankar búa ekki til peninga.

Það er einnig rétt hjá Pétri, að með þessu er verið að verðlauna spjátrunga og snobbhænsn.

Kveðja...

Íslendingur (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Íslendingur.

Hvernig er það með ykkur spunakerlingarnar, hafið þið ekkert annað að gera en að böggast í fákænum útnárabúum, er til dæmis ekkert HM heima hjá ykkur, sem þið getið skotist í þegar það er leiðinlegt í vinnunni????

En ég sé á þessu stutta innslagi þínu að þú átt margt ólært í spunafaginu, þú ættir að kynna þér Nova auglýsinguna betur.

Hvar færð þú það út að sparnaður sé allstaðar verðtryggður?????

Og hvernig er hin "öðruvísi" verðtrygging í Evrópu.  Þó ég hafi ekki vott af neinum grundvallarskilning, þá er ég læs.  Áttu eitthvað lesefni sem skýrir þitt mál?????

Og ég veit að fleiri yrðu mjög fegnir að frétta af "öðruvísi" verðtryggingu, myndi auðvelda til dæmis verðtryggingarþursum ASÍ starf sitt við að verja drauginn.

Gæti það samt hugsað að þú sért að rugla saman verðtryggingu og vísitölum?????

Eða þú áttir þig ekki á muninum á verðtryggingu og jákvæðum raunvöxtum?????

En ég býð spenntur, skal lofa þér að fræðast um "öðruvísi" verðtryggingu.

En Íslendingur góður og mýrarbúi mikill, veist þú um mörg þróuð lönd þar sem sparnaður er almennari en í Japan???  Ef svo er, gætir þú upplýst mig um þau????

Veistu hver er raunávöxtun sparifjár í Japan??????

Fundu þeir kannski upp á neikvæðri verðtryggingu??????

Það er nefnilega þannig með þessar fullyrðingar þínar úr mýrarkeldunni og kallið um að stöðva framhjáhaldið, að frasar duga skammt til að greina flókinn vanda.  Forsendur sparnaðar eru mjög mismunandi, fer eftir viðhorfum fólks i hinum mismunandi samfélagum sem og uppbyggingu þeirra.  Til dæmis er fátt við peninga að gera í kommúnistaríkjum en að geyma þá undir koddanum, það vantar, og vantaði vörur til að kaupa fyrir þá.  Í löndum þar sem velferðarkerfi er vanþróað, þar hefur fólk tilhneigingu til að spara meira.  Í Sviss eru til tugir banka sem eru kjaftfullir af peningum án þess að nokkrir vextir séu greiddir af þeim, í sumum þeirra borga menn fyrir að fá að geyma þá í traustustu geymslunum.

Einnig finnast lönd þar sem fólk sparar lítið þó vaxtamunur sé jákvæður.  Og fólk sparaði í Evrópu eftir stríð, þó raunvextir væru neikvæðir.  

En fáum þjóðum hefur dottið í hug að nota sjálfkrafa verndartryggingu og það eitt ætti að segja mönnum að íslenska leiðin sé ekki algild.   En ég játa að ég þekki ekki til "öðruvísi" verðtryggingar. 

En ég veit að þeir sem nota sjálfstýringar enda yfirleitt að lokum upp á skerum eða út í skurði.  Vitið er til að nota og það bregst mismunandi við mismunandi aðstæðum.  Íslenska þjóðarbúið varð fyrir mikilli kjaraskerðingu við Hrun bankanna því lífskjörin voru byggð á sandi, þar á meðal sandi verðtryggingarinnar.  Það er mikill misskilningur að einhverjir hópar, jafnvel þó það sé hinn göfugi hópur sparifjáreiganda, geti losnað við þessa kjaraskerðingu með einhverjum sjálfvirkum mælitækjum.  

Vegna þess að peningarnir sem er verið að verðtryggja voru að hluta til bólupeningar sem engin innistæða var fyrir.  

Hagur sparifjáreiganda er að jafnvægi náist sem fyrst og aftur komi raunveruleg ávöxtun inn á reikninga þeirra, ekki verðbólgnir peningar á anda Mugabe.  Og það er líka þeirra hagur að sem flestir sjái tilganginn í að borga skuldir sínar, og um leið verði afgangur til að eðlileg neysla og velta myndist á ný í þjóðfélaginu

Þetta sér allt skynsamt fólk.

En lokaorð þín Íslendingur góður benda sterklega til að þú sért ekki skynsamur maður.  Annars létir þú ekki svona bull út úr þér.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 13:37

3 identicon

Fjórflokkurinn þjónar þessari peningamafíu allur sem einn. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru tvær hliðar á sama Mammons peningnum, og þjóna Mammon einum, og eru tilbúnir að fórna fólkinu í landinu fyrir hann. Helsti munurinn hefur verið að xD, sem núna horfir reyndar til Evrópusambandsins þegar gömlu meistarar þeirra eru í andarslitunum, þjónaði lengst af innlendum fjármagnseigendum, meðan Samfylkingin hefur mest verið að vinna fyrir erlend peningaöfl, gegn hagsmunum Íslendinga, hvað sem er til í því sem sagt er um mútur þessa dagana.....Vinstri grænir eru sama undirlægjan og framsókn var, ekkert annað útskírir að loksins þegar þeir ráða einhverju nota þeir tækifærið og nýðast á fátækum og sjúkum, skera niður til skólamála svo fjöldi ungmenna má ekki stunda framhaldsnám, og er þar með rænt framtíðarmöguleikum sínum, og stundum geðheilsu, en ungir drengir á menntaskólaaldri eru með hærri sjálfsmorðstíðni en nokkur annar þjóðfélagshópur, sér í lagi atvinnulausir ungir menn. Svo eru þeir svo grænir að í þeirra tíð er byrjað að selja vatnið, og þeir þykjast ekkert vita fyrr en korter fyrir kosningar!!! Og þeir sjálfir byrjaðir að selja útlendingum orkuna okkar! Svikarar! Þeir voru kannski ekki meira vinstri en svo að ferðast á "the left hand path" siðferðilega séð, og voru ekki grænni en svo að vera bara grænir af öfund út í Sjálfstæðisflokkinn, en breytast svo í tvífara þeirra siðferðilega um leið og þeir komust til valda. Svik! Svik! Svik! Niður með svikara! Burt með gömlu flokkana!

Baldur (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 14:49

4 identicon

EINA ástæðan fyrir því að það er farið að setja ofríki fjármálabrannsans og hvernig hann nýðist á fólki stólinn fyrir dyrnar, eða koma á mót við fólk er að eftir úrslitin í Reykjavík gerir fjórflokkurinn sér grein fyrir að hann er að deyja. Meira að segja Jóhanna og Össur hafa viðurkennt það opinberlega. Þau gera sér grein fyrir að það vill enginn sjá svona svikara og tækifærissinna meir, að framtíðin er óráðin, að Íslendingar munu þora að sparka þeim og fá fólk til að vinna fyrir okkur sem á það skilið. Nú er eina spurningin hverjir það verða. Þess vegna hefur Fjórflokkurinn tekið höndum saman til að blekkja og heilaþvo Íslendinga til að halda eigin völdum, sama hvað, og þau eru sum tilbúin að selja allar auðlindir þjóðarinnar, sál sína, ömmu sína og börnin sín ef svo ber undir, þau eru bara það ómerkilegur pappír. Ef við látum blekkja okkur og föllum fyrir bellibrögðum sem þessari skyndilegu "góðmennsku" ríkisstjórnarinnar sem bannar börnunum okkar að mennta sig, er þetta tapað spil. Látum það ekki gerast. Rísum upp!

Baldur (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 14:54

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldur. 

Takk fyrir innlitið, góður þessi með græna lit VG liða. 

En þetta með af hverju við látum bjóða okkur þetta ofríki og þessi svik, ég spyr einmitt þessara spurninga í síðasta pistli mínum.

Hvar eru skriðdrekarnir????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 15:08

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

bankar búa ekki til peninga.

Víst gera þeir það.

Ef það er lagður inn 1000 kall á sparireikning þá er bankanum skylt að halda eftir ákveðnu hlutfalli (segjum 10%) og getur svo lánað út aftur restina af peningnum eða 900 kall,  ef þessi 900 kall sem var lánaður út er svo aftur lagður inná banka þá heldur bankinn eftir 90kr og getur lánað út restina eða 810kr og svo koll af kolli og þar með margfaldast magn peninga í kerfinu og þar af leiðir er bankinn að búa til pening.

Vísindavefurinn er með góða grein um þetta þar sem meðal annars kemur fram "Nú setur Seðlabankinn seðla að andvirði 100 milljónir króna í umferð... Hægt er að sýna fram á að á endanum hefur peningamagn aukist um einn milljarð."

Jóhannes H. Laxdal, 23.6.2010 kl. 19:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, þeir búa ekki til verðmæti þá.

Og ég get  líka reyndar búið til peninga með bleki og blaði.  Það er ef einhver vill taka þá gilda.

Það er kominn tími til að fólk átti sig á að velmegun okkar byggist á verðmætasköpun, ekki handfjöllun á peningum. það er svipuð lógík og að ná sér í hita með því að pissa í skóinn sinn.

Eða byggja pýramída á hvolfi.

Að lokum hrinur vitleysan, svona um leið og einhver fer að rukka skuldirnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2010 kl. 19:46

8 identicon

Sæll Ómar, ég nenni ekki að svara langhundi þeim er þú skrifar mér hér ofar í þessu bloggi, nema að því leiti að það var alltof mikið af fólki sem keypti sér bæði hús og bíla langt umfram efni, allt á lánum, þannig fólk kalla ég "spjátrunga og snobbhænsn" En Pétur notað víst ekki þau orð.

En mig langar að taka undir með þér í síðustu færslu þinni þar sem þú segir svo réttilega: "Það er kominn tími til að fólk átti sig á að velmegun okkar byggist á verðmætasköpun, ekki handfjöllun á peningum"  Þetta er grundvallar atriði!!

Þetta blessaða HM fár fer sérlega í taugarnar á mér, ég legg til að sjónvarpstöðin ÓMEGA kaupi sýningarréttinn á þessu næst !!

Kveðja.

Íslendingur (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 11:30

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Íslendingur, núna ert þú flottari.

En ekki líst mér á Omega.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.6.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 114
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 1320006

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband