Nú reynir á Alþingi.

Mun það banna landsölu eða mun stinga höfðinu í sandinn, segja ekki benda á mig, ekki benda á mig.

 

Lilja Mósesdóttir er lesinn þingmaður og veit hvað hefur gerst hjá öðrum þjóðum.

 

"Orkuverð mun því hækka verulega á Reykjanesi á svæði þar sem atvinnuleysi er mikið.  Nákvæmlega þetta gerðist í skuldakreppunni í Suður Ameríku.  Orkufyrirtæki voru einkavædd vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem hefur óbilandi trú á einkavæðingu.  Hér á landi bannar AGS ríkisvaldinu að fjárfesta í innviðum samfélagsins nema sú fjárfesting fari fram í formi einkaframtaks. "

 

Þetta sem Lilja er að benda á eru staðreyndir sem ekki er hægt að neyta.  

 

Lítum á hvað vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins segir á móti rökum Lilju.  Ragnheiði Elín Árnadóttir finnst þetta holur málflutningur, Lilja hefði átt að bregðast við fyrr.  Og lögin tryggi að orkuauðlindirnar verði ávallt í almannaeigu.   En hennar rúsína er þessi.

 

"Nú kemur næsta  hræðslutaktík, sú að orkuverð hækki vegna þess að þetta sé kanadískur auðhringur.  Forstjóri Magma hefði talað um að orkuverð til stóriðju væri of lágtog undir það hlytu þingmenn VG að geta tekið.  Jafnframt hefði forstjórinn sagt að ekki stæði til að hækka orkuverð hjá heimilum á Reykjanesi."

 

Manni setur hljóðan að einhver skuli tala svona eftir Hrunið 2008.  Okkur er sagt, það eru rök þingmanns Sjálfstæðisflokksins.  Hvað ef ekki????

Hún er sjálfsagt það ung að hún man ekki eftir hinni frægu setningu, að Guggan verði ávalt gul.  Orðagjálfur sem var sagt til að róa liðið á meðan kaupin voru geirnegld.  En hún er ekki það ung að hún muni ekki umræðuna sem var í aðdraganda bankahrunsins.  Þá höfðu menn miklar áhyggjur af hvað myndi gerast ef bankakerfi margfalt þjóðarframleiðslu, færi á hausinn.  Þá voru samskonar blekkingar notaðar til að róa liðið, Sigurður Einarsson sagðist aldrei ætla að fara á hausinn, þetta væri allt svo traust.  

En hann fór á hausinn og tók þjóð sína með.

 

Og á því eiga menn að læra að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga ekki að taka þá áhættu að þeir geti ekki svarað spurningunni, "já en hvað ef" á annan hátt en með bulli eins og Ragnheiður Elín gerir.  Svona orðagjálfur, að við erum englar í manns mynd hefur heyrst milljón sinnum áður. Og hefur milljón sinnum verið svikið.

Og þá situr almenningur í skítnum, ófær um að breyta orðnum hlut.  

Og það er aum blekking að vitna í að orkuverð til stóriðju sé of lágt.  Gerðir samningar verða ekki teknir upp, aðeins verð til almennings er hægt að hækka á stundinni.  Og að vitna í að raforkumarkaðurinn á Suðurnesjum sé aðeins 10% og það sé hægt að fá nýjan seljanda með einu símtali, það er lýðskrum og bull af verstu gerð.  Hvaða birgir reddar því í einum grænum????

Og ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn knýr á eina einkavæðingu, hvað þá með hin orkufyrirtækin.  

Nei, aðeins fávís maður byrgir ekki brunninn áður en barn hans dettur ofan í.  Það er of seint að byrgja hann eftir á.  

 

Harmasaga annarra fórnarlamba AGS á að vera Alþingi Íslendinga full ástæða til að taka sig taki og bæta fyrir afglöp íhaldsins í aðdraganda Hrunsins.  Það voru stór mistök að leyfa einkaaðilum að ná tangarhaldi á orkufyrirtækjum landsins.  Menn segja að í dag sé annað íkortunum, en fyrir því er engin vissa.  

Og það er það sem skiptir öllu máli.  

Það er þegar búið að gambla með þjóðina, og það gambl mistókst. 

Hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert lært af Hruninu, þá á hann ekkert erindi í íslensk þjóðmál meir.  Það er ekki nóg að skipta út nokkrum einstaklingum, ef stefnan er sú sama.  

Þjóðin þolir ekki aftur stefnu Hrunsins.

 

Og þjóðin þolir ekki aftur ríkisstjórn sem er áhorfandi af öllu því sem fram fer í þjóðfélaginu.  Sá kvóti var tæmdur með ríkisstjórn Geirs Harde.  

Þjóðin þolir ekki stjórnmálastétt sem lætur hagsmuni greiðanda prófkjörsbaráttu ganga fyrir almannahag.  Blekkingarbull Skúla Helgasonar verður að skoðast í því samhengi.  Vissulega var erlendum kröfuhöfum afhent eignir Nýju bankanna, og það eru hrein landráð, sem munu verða dæmt fyrir í fyllingu tímans.  En afglöp á leiðrétta, ekki að festa þau í sessi.  Geysir Green átti að taka upp í skuld, ekki láta fyrirtækið ráðskast með eitthvað sem það borgaði aldrei krónu fyrir nema í pappírsbréfum.

Alþingi á að yfirtaka eignarhlut fyrirtækisins, ekki leyfa erlendum gömblurum að yfirtaka hann.

Í dag er 18. maí 2010, ekki 18. maí 2007.

Stjórnmálstétt sem áttar sig ekki á því, hún á að víkja.

Þurrkum landsöluflokkana út í næstu kosningum.

Annars var þetta allt til einskis.  Annars höfum við gefið út opinbert leyfi til auðræningja að rupla okkur.  

Annars höfum við ekkert við sjálfstæði að gera.

Annars erum við ekki menn.

Enginn maður lætur ræna sig ótilneyddur tvisvar.

Verum ekki fyrst til þess.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Vill banna fjárfestingar erlendra aðila í orkufyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Forstjóri Magma sagði, já, sterk eru rökin.  Já, Magma blekkti.  Magma sagði líka í júlí sl. að þeir ætluðu ekki að eignast ráðandi hlut í HS Orku: 
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/08/magma_aetlar_ser_ekki_ad_verda_radandi_i_hs_orku/Jandi_i_hs_orku/
Laug Magma fyrir tæpu ári, í júlí, 09?   Núverandi stjórnarflokkar vissu líka nóg til að gera e-ð í málinu og fyrirbyggja landsölu.  Ótrúlega vitlaust.  

Elle_, 18.5.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Rökhyggja fólks virðist alveg hverfa þegar hagsmunir eiga í hlut.

Sagði eru aldrei rök í máli sem varðar grundvallarhluti.

Og núverandi stjórn gerir ekkert sem hugnast ekki AGS.  Og á það benti Lilja, skil annars ekki hvað hún er að gera þarna, eins ágæt og hún er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 19:39

3 identicon

Ég er Sár

ég er reiður

en ég er ekki vonlaus

Ég er ennþá maður

ég mun reyna nota atkvæði mitt rétt

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 19:52

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Mæltu manna heilastur Æsir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 20:08

5 Smámynd: Elle_

Ómar, ég vildi bara svara að ég skil ekki heldur hvað Lilja Mósesd. og Ögmundur eru að gera styðjandi stjórnina, stjórn sem vinnur samkvæmt AGS.  Suður-kveðja. 

Elle_, 19.5.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband