Það er manndómur að biðjast afsökunar.

 

Og fyrir hann ber að þakka, burtséð frá því hvaða hug menn bera til gjörða viðkomandi einstaklings.

Ég las núna rétt áðan mjög góðan pistil eftir Sigurjón Sveinsson,  "Samþykkjum þessa afsökunarbeiðni! Lærum af Mandela", hana má finna í blogglistanum sem fylgir þessari frétt.  Þar er eiginlega allt sagt sem ég vildi sagt hafa.

Ég vil þó hnykkja á að þjóðin verður að átta sig á einu, Hrunið var nógu slæmt þó það eyðileggi ekki sjálfstæði okkar, eins og stefna núverandi stjórnvalda er með samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og að það eyðileggi ekki mennsku okkar.

Að viðurkenna iðrun og yfirbót er forsenda siðaðs þjóðfélags.

Það er til lítils að fordæma siðlausa græðgi, og siðblindu þeirra sem létu gróðavon draga sig út í forað heimskunnar, ef við sjálf föllum á því prófi sem að okkur er rétt.  Það er nefnilega þannig, að betra þjóðfélag verður ekki reist úr efniviði haturs og refsinga, heldur sáttar og fyrirgefningar.

Við skulum líka átta okkur á því að þau ógnaröfl sem núna ráða landinu, að þau nota vitgranna fréttamenn Ruv til að gera út á réttláta reiði okkar.  Það er engin tilviljun að umræðan snýst um Landsdóm og 2 ára refsirammann.  

Á meðan snýst umræðan ekki um mikilvægustu upplýsingar skýrslunnar og það sem varðar þjóðina mestu, það er ef hún vill búa áfram þokkalega sæl í þessu landi.  Þessa umræðu þolir ekki kerfið, og því eru vitleysingarnir á Ruv látnir spilla henni með öllum þeim ráðum sem heimska þeirra ræður yfir.  Og þar sem þetta fólk er vinnumenn andskotans, þá hefur það pantað annað eldgos til að hjálpa þeim að afvegleiða umræðuna upp á jökul.

 

Það er ótrúlegt að enginn fjölmiðill skuli hafa fjallað mikilvægasta mál samtímans, skuldaleiðréttingu heimilanna.  Skýrslan sannar, svo ekki er hægt að deilu um, að krónan, og þar með hagkerfið var, var myrt af siðblindum banka og fjármálamönnum.  

Fyrst var hún keyrð upp úr öllu valdi með ódýru lánsfé, síðan mættu dílarar, vopnaðir stöðutökum og felldu hana, króna átti aldrei von, ekki vegna þess að hún var smámynt, heldur vegna þess að meðvirk stjórnvöld leyfðu þessum mönnum að haga sér eins og svín.

Og þeirra svínslega hegðun fór beint inn í verð og gengistrygginguna.

Og heimili landsins eru fórnarlömb.

 

Skýrsla Rannsóknarnefnda Alþingis sannar þessa árás, og hún sannar meðvirkni stjórnvalda, sem töldu að ránið myndu hugsanlega bjarga fjármálamógúlunum.  

En rán er rán og þegar upp um það kemst, þá eru það leikreglur réttarríkisins að fórnarlömb þess fái bætur.  Að hengja Geir og Sollu, Björgvin og Árna, Jón og Ólaf, Björgólf og Björgólf, það eru ekki bætur. 

Og það er ekki einu sinni friðþæging, því þeir sem fyrir hengingunum standa, halda eftir ránsfeng auðmanna, og afhenda hann nýjum fjármógúlum, flestum ættuðum frá útrýmingarbúðum  vogunarjóðanna, nærðir á illsku og flærð frá unga aldri.

Það er búið að sanna ránið, og nú þarf stjórnvöld sem skila ránsfengnum.  Sé það ekki gert, þá eru það ekki stjórnvöld, og ekki einu sinni skrílvöld eins og Eiríkur Bergmann kaus að kalla stjórnvöld Hrunsins, nei það eru ránsvöld.

Og engin siðuð þjóð sættir sig við ránsvöld.  

Ekki einu sinni þó þau hafi þau ítök í neðra að geta kallað á gos svo fólk fái leika í stað brauðs.

Verðtrygginguna á að frysta miðað við 1/1 2008 og gengistryggð lán eiga að uppfærast á þann eina hátt sem lög leyfa, á forsendum verðtryggingarinnar.

Látum ekki vitgranna fjölmiðlamenn og eitt stykki eldgos villa okkur sýn.

Okkar Sýn er réttlátt þjóðfélag þar sem auðmenn borga sínar skuldir og þjóðin sínar.

Og erlend illmenni eru send úr landi.

Við segjum Nei við ICEsave, við segjum Nei við AGS.

Við segjum Já við réttláta framtíð.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Björgólfur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var afar ánægð þegar ég sá þessa afsökunarbeiðni Björgúlfs Thors og finnst að það verði að virða það við hann - þetta er eini maðurinn sem hefur haft manndóm í sér til þess að biðjast afsökunnar!

Guðrún (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:04

2 identicon

Góð byrjun! Nú er bara að fylgja henni eftir með aðgerðum, þá styttist í fyrirgegninguna. Hann komst fram hjá stjórnvöldum þá. Vonandi kann hann að komast fram hjá núverandi stjórnvöldum, sem allt vilja stöðva til að tryggja að við komumst alveg niður á botn tilverunnar. Vonandi hefur hann enn burði til að byggja hér eitthvað upp og sýna iðrun í verki. Þegar/ef sannast svo að hann skuldi okkur meira, gæti hann þá afhent það upp í skuld og fengið endanlega fyrirgefningu. Vonandi að fleiri fylgi á eftir.

Erlingur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Guðrún.

Vil reyndar minna á viðtal við Bjarna Ármannsson, hann baðst afsökunar og hafði manndóm til að endurgreiða starfslokasamning sinn.

Þá hélt ég á lofti svipuðu rökum og koma fram hjá Sigurjóni í pistli hans.  Hlaut bágt fyrir hjá mörgum, meðal annars fólki sem telur það meira skipta að vega menn fortíðar, en að hindra gerendur núisins í hermdarverkum þeirra.

Hefðu forystumenn þjóðarinnar borið gæfu til að biðjast afsökunar, strax á upphafsdögum Hrunsins, og síðan einhent sér í, sameinaðir, að takast á við vandann, þá hefðu til dæmis bretar fyrir löngu verið hættir við að innheimta sinn ólöglega ICEsave skatt.  Aðeins sundruð þjóð lendir í slíkri kúgun.  

Og það væri búið að takast á við skuldavanda heimilanna, því afsökunarbeiðni er viðurkenning á eigin ábyrgð, og eðlilegt framhald hennar er að bæta úr, að bæta úr því tjóni sem vanhugsuð hegðun, eða afglöp ollu.

Menn eiga samt að vanmeta gildi iðrunar, og það iðrast enginn ef hann fær aðeins skömm í hattinn fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 11:04

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleymdir Nei við Esb.  Það eru neiin þrjú. Svo auðvitað nei við þssari ríkistjórn til viðbótar.  Annars er ekkert afsakanlegt í gjörðum útrásarprinsanna og stjórnmálamanna. Þeir mega skammast sín, sem veitir á gott fyrir þá, en dóma skulu þeir fá eins og við sauðsvaartur, þegar við brjótum af okkur og svíkjum. Það er réttlæti. Ég heimta blóð.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2010 kl. 11:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Erlingur.

Það er lítil iðrun, ef ekki fylgir henni yfirbót.  Og rétt breytni.  

Ef  auðmenn sannarlega iðrast gjörða sinna, þá fá þeir fyrrum leppa sína í fjölmiðlastétt, núna í vinnu hjá bretum, til að tala með þjóðinni gegn ICEsave kúgun breta og til að miðla upplýsingum um raunverulegt eðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem er hjálparstofnun siðspillts auðvalds en níðingsstofnun gegn saklausum almenningi sem lendir í klóm hans.  

Það þarf ekki alltaf að finna upp hjólið, það þarf ekki alltaf að opna nýjar útrýmingarbúðir, til að fólk átti sig á eðli þeirra, og menn þurfa ekki alltaf að vera jafn hissa þegar hin meinta aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rústar, en byggir ekki upp.

Hin sanna iðrun þeirra sem komu okkur í skítinn, er að hjálpa okkar gegn þeim hræætum græðginnar og ómennsku sem fylgdu í kjölfar Hrunsins.

Ég mun fyrirgefa þeim ef þeir breyta rétt í framtíðinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 11:10

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Góð hugvekja. Hver treystir sér til þess að neita iðrandi manni um fyrirgefningu? Hefur sá maður lifað lífi svo vammlausu að hann hafi efni á slíkri dómhörku? Sönn iðrun verður að birtast í verkum manna og Björgólfur hefur ærin tækifæri til þess að bæta fyrir misgjörðir sínar.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 11:24

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Stóru Nei-in tvö kalla á mörg önnur Nei eða Nei við allt það og alla þá sem standa í vegi eðlilegrar framtíðar landsins.  Það þarf til dæmis ekki að eyða orðum á ESB, sambandið stendur þétt að baki hinnar bresku kúgunar.  

Þegar sú framtíð er tryggð, þá mega menn deila um annað mín vegna.  Þá mun ég vonandi hafa aftur efni á að sötra mitt Whiskí og horfa kvöldfegurðina í Víkinni minni.  Og ekki skipta mér af höfðingjanna deilum, ef tryggt er að þeir láti mig og mína í friði.

En ef þú vilt framtíð, þá setur þú blóðþorsta þinn í farveg sannleiksnefndarinnar, það er ekki flóknara en það.  Það er mikilvægara að nota bræði okkar til að tryggja framtíð afkomenda okkar en að fá henni útrás í tilgangslausum hjaðningum, sem gera ekkert annað en að skemmta skrattanum, sem í þessu tilviki er hið siðlausa alþjóðlega auðvald sem mun öllu í Hel koma, ef það er ekki stöðvað af í tíma.

Um þetta hef ég víða skrifað, aðallega á öðrum slóðum en þar sem ég er blóðugur upp fyrir axlir að vega ICEsave sinna.  Þar sem ég er afskaplega gleyminn, þá seifaði ég grunnskrif mín og get alveg birt þau í sér pistli, ef þú vilt kíkja yfir rökin.  Nenni því ekki annars, því það er svo langt síðan ég sá að hógvær skynsamleg umræða nær ekki hlustum fólks.

Þess vegna komast þau Jóhanna og Steingrímur upp með hin sögulegu svik vinstrimanna við stefnu sína og hugsjónir.

En ég reikna með að þú sért fastur fyrir með þína skoðun, og ætla ekki að breyta henni, hef ekki í augnablikinu nennu til að vinna að framgangi Byltingarinnar miklu sem er forsenda lífvænlegrar framtíðar barna okkar.  En þar sem þú þekkir til skrifa minna, þá veistu að það er ekki skortur á hörku sem hrjáir mig.

En ég reyni aðeins að beita henni þar sem við á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 11:27

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Baldur.

Sammála þessu sjónarmiði þínu.

Vil bæta því við að ef þau Steingrímur og Jóhanna hafa slæmar draumfarir í nótt og andi framtíðar barna okkar heimsækir þau og fær þau til að horfast í draumi við hinar hræðilegu afleiðingar gjörða sinna, og þeirra fyrsta verk er að boða til blaðamannafundar, tjá þar iðrun sína vegna ICEsave og AGS, og jafnframt að biðja þau þúsundir barna afsökunar vegna þeirra þjáninga og hörmunga sem þau hafa lagt á fjölskyldur þeirra, þá tek ég þá afsökun gilda.

Og ef þau sýna iðrun og nota krafta sína í framtíðinni til að vinna að uppbyggingu landsins, ekki landsölu og skuldaþrældómi, þá fyrirgef ég þeim.

Ég myndi meira að segja líka hætta að blogga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 11:32

9 identicon

Já, Baldur. Bara Björgólfur byrji sem fyrst. Því fyrr því betra - og meiri líkur til að hann dragi þá aðra með sér. Batnandi mönnum fer best að lifa.

Þess er auðvitað að vænta að við komumst upp úr þessum dal og frá þessu feni. Bara best að það verði sem fyrst.

Erlingur (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 11:32

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ómar þetta er gróft stílbrot hjá þér. Finnst þér þetta í alvöru vera afsökunarbeiðni í anda aðskilnaðarstefnuuppgjörs S-Afriku? Ef svo er skjátlast þér hraplega. Hann segir fyrirgefðu EN... Þetta bréf er samið af eða með aðstoð PR aðstoðarmanns. Allt úthugsað og engin einlægni í þessu. Ég segi að eftir að Bjöggi og aðrir útrásarþjófar hafa endurgreitt þjóðinni sem eigum sínum ÖLLUM þá geta þeir byrjað upp á nýtt eins og flestir Íslendingar. Þangað til geta þeir beðið með afsökunarbeiðnina. Íslensk þjóð er umburðarlynd en ekki heimsk.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2010 kl. 11:52

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Hver tilgangur þessarar afsökunarbeiðni hef ég engar getgátur um.  Veit að raunveruleg, einlæg afsökunarbeiðni byrjar á því að segja, afsakið, mér þykir þetta leitt.

En ég bendi á að iðrun og breytni í kjölfarið sker úr um.  Og ég kom með leiðbeiningar þar um, að mig minnir í svari mínu til Erlings.

En stílbrot er þetta ekki, þú þekkir bara ekki nægilega til skrifa minna og þeirrar hugsunar sem ég hef tjáð í pistlum mínum, og fylgt eftir i innslögum, bæði hjá mér, og öðrum.

Þeir sem þekkja til, vita að ég geri skýran greinarmun á kerfi, sem ég fyrirlít af öllu hjarta, og gerendum sem ég tel leiksoppa þeirra.

Svo vil ég framtíð, ekki vígaferli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 11:58

12 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Takk fyrir vísunina, Ómar.

Guðmundur. Ég var í mínu innleggi ekki að segja að afsökunarbeiðni Björgúlfs væri í anda  aðskilnaðarstefnuuppgjörs S-Afriku. Alls ekki. Aftur á móti eigum VIÐ (þolendur) að læra af aðskilnaðarstefnuuppgjörs S-Afriku, þ.e. að leita ekki hefnda heldur fá upp á borðið sannleikann og iðrun gerenda. Afsökunarbeiðni má fylgja með en iðrun og yfirbót eru auðvitað síamstvíburar, systkini fyrirgefningar og afsökunar.

Nei, vísun í Nelson Mandela er ekki fyrir Björgúlf. Hún er fyrir okkur og hvað VIÐ getum áorkað sem samfélag ef við aðeins lærum að fyrirgefa og láta af hatrinu og heiftinni.

Að þessu sögðu, auðvitað á ekki að gleyma neinu. Við eigum á læra á þessu. En föst í förum heiftar og hefndar förum við ekkert áfram. Slíkur jarðvegur er sandur til að byggja á. 

Sigurjón Sveinsson, 14.4.2010 kl. 12:02

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Grjóni er með þetta. Byggjum ekki nýja framtíð á heift og hefndum.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 12:46

14 identicon

Nei nei... eru gamlir íslendingar að gleypa við aulalegri afsökun og yfirklóri Björgúlfs... ykkur er ekki viðbjargandi krakkar mínir.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 13:28

15 Smámynd: Baldur Hermannsson

DoctorE, ef þú biðst fyrirgefningar á stærilæti þínu verður þér einnig fyrirgefið.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 14:10

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Doktor.

Það er verið að ræða um aðferðafræði siðaðs þjóðfélags til að ná sér út úr krísu.

En Doktor Dauði hefur ekki þær siðrænu forsendur til  að skilja slíkt tal.  Ert þú frændi hans????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 14:19

17 Smámynd: Elle_

Ekki vil ég skjóta neinn niður að ofan, hinsvegar get ég ekki tekið orð Björgólfs Thors alvarlega.  Ekki einu sinni nærri.  Enginn hefur nokkru sinni verið skyldugur að fyrirgefa neitt, nema hann geti og vilji.  Og ætla að vona að fólk, sem ætlar þann veg, hætti við það í hvelli.  Við skulum ekki sætta okkur við neitt ranglæti í honum og öðrum bara af því hann platar okkur og þykist iðrast NÚ ÞEGAR RANNSÓKNARSKÝRSLAN HEFUR OPNAST.  Maðurinn hefur brotið hrikalega og illilega gegn okkur, okkar manndómi, okkar vitund og okkar æru.  Og hann hefur ekki manndóm.  Og ég trúi alls ekki að hann iðrist neitt.  Hann stendur þarna eins og hver annar mafíósi eftir glæpina og fundinn glóðvolgur í bólinu og spilar enn með okkur.  Og það var líka stórt EN ENGINN EINN MAÐUR VAR MEGNUGUR AÐ SNÚA ÞRÓUNINNI VIÐ + + + Hann skal fyrst bæta tjónið.  Við eigum ekkert að fyrirgefa glæpi gegn okkur bara af því hann eða hinir plata okkur. 

Elle_, 14.4.2010 kl. 14:21

18 identicon

Karlinum er skítsama um ykkur.. .þessi "afsökun" er hlægileg alveg....

Ég segi það og skrifa að þeir sem taka svona útspil sem eitthvað vitrænt, þeir hinir sömu eiga skilið að það sé traðkað á þeim.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 14:25

19 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta er víst stílbrot Ómar. Þú ert fullfljótur að dæma mig. Ég þekki vel til þinna skrifa þótt ég hafi ekki skrifað inn á bloggið og er einlægur aðdáandi baráttu þinnar gegn Icesave o.fl. Þú ert beittur penni og maður með hugsjón. Þess vegna er það mér hulin ráðgáta að þú skulir "peppa" upp þessu aumu afsökunarbeiðni Björgólfs. Ég er mjög hlynntur því að fólk biðjist afsökunar og iðrist. Íslendingar eru umburðarlyndir og fljótir að fyrirgefa. En mér finnst of fljótt að fyrirgefa manni sem biðst afsökunar með fyrirvara - daginn eftir að sukkið er gert opinbert. Björgólfur Thor er einn aðalleikarinn í sukkinu sem kom þjóðinni á hausinn. Gefum honum færi á að sýna iðrun í verki, þ.e. að hann endurgreiði þjóðinni og komi hreint fram. GÆTI hugsast að hann hafi skotið undan eignum? Eigum við ekki að taka af vafa með þetta áður en við rjúkum upp til handa og fóta og segjum þér er fyrirgefið væni? +Eg skal svo vera fljótur til að fyrirgefa þegar ég veit með sanni að maðurinn hafi iðrast og reynir að bæta fyrir ljót verk. Kveðja úr Vesturbænum frá Húnvetnskum Skagfirðingi. P.S. Mig hefði aldrei dreymt um að vera sammála DoktorE en hérna er maður.

Guðmundur St Ragnarsson, 14.4.2010 kl. 16:03

20 Smámynd: Heimir Tómasson

DoctorE, í það minnsta rýfur mannfýlan þögnina. Hvort að einhver eðisafstaða er að baki afsökunarbeiðnarinnar koma framkvæmdir til með að dæma um.

JÁJ mun ALDREI leggjast svo lágt að biðjast opinberlega afsökunar, hann mun kenna Davíð um allt, þó svo að það hafi verið lagasetningar Sjálfstæðismanna og Framsóknar sem að gerðu honum kleyft að koma sér - og okkur - í þessa fínu klípu.

Það er nefnilega allt öðrum að kenna, frá hans bæjardyrum séð.

Eins og ég nefndi áður mun ég taka mark á þessari afsökunarbeiðni BTB ef að gjörð fylgir.

Heimir Tómasson, 14.4.2010 kl. 16:12

21 Smámynd: Jeremía

Ég er sammála Doctore í þessu.  Þetta er fráleitt að taka þetta sem afsökunarbeiðni, þótt orðin "ég biðst afsökunar" komi fyrir í texta og yfirskrift bréfsins.  Hverju er hann að biðjast afsökunar á? Að hafa stolið og logið?  Ég sé það ekki.  Lesið textann betur.  Auk þess er ekki nóg að biðjast afsökunar eftir að hafa stolið milljörðum, heldur þarf að skila peningunum aftur og taka út sína refsingu.

Jeremía, 14.4.2010 kl. 16:16

22 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég blæs á þetta afsökunarjarm

Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 16:34

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Finnur vill nú bara handjárnin og hnútasvipuna.

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 16:44

24 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki gleyma stálglófunum Baldur :)

Finnur Bárðarson, 14.4.2010 kl. 17:19

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svo er það Winchesterinn, vel smurður og glampandi í mánaskininu :)

Baldur Hermannsson, 14.4.2010 kl. 17:27

26 identicon

Þegar þjófurinn Björgólfur , hefur skilað þýfinu ,má skoða hvort hægt er að fyrirgefa honum .

Hvað skyldu þessir þjófar hafa orsakað mörg mannslíf ?

Nei , sýna orðin í verki og skila þýfinu !

ALLT pakkið !

Kristín (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:39

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Hef verið upptekinn í barnaláninu, og ekki haft tíma til að koma fyrr.  

Björgólfur Thor ásamt mögum öðrum var í aðalhlutverkum þess harmleiks sem endaði í þjóðarhruni.  Eða því sem gæti orðið að þjóðarhruni.  Í sjálfu sér er ekkert sem hann getur bætt fyrir það.  Nema þá hugsanlega með því að mæta í skotgrafirnar og varist ICEsave og AGS.  Og þá sem hver annar borgari sem vil þó sjá endurreisn þessarar þjóðar.

Það er í eðli þess sem er gert, að það er gert.

Og við hljótum öll að vera sammála að það er engin ástæða til að láta þess menn gera meira af sér.  

Og það er kjarni málsins, það er komið nóg, þeir eiga ekki lengur að stjórna lífi okkar og gjörðum.  Og ef við viljum eitthvað betra þjóðfélag, þá sýnum við meiri þroska en við höfum gert fram af þessu.  Við náum ekki að snúa þróuninni við nema við náum til að gera það sem þarf að gera.  

Sannleiksnefndin er ein sú leið, að við gerum upp þetta skeið, og höldum svo fram á við, reynslunni ríkari.  Sannleikurinn gerir ekki aðeins gerendur frjálsa, hann er eina leiðin til að við fáum að vita allt, og það að vita allt, er mikilvægasta forsenda þess að sama gryfjan verði ekki grafin aftur.  Eða réttara sagt næst mikilvægasta forsendan því viljinn til að vilja eitthvað betra komi út úr hremmingunum, er mikilvægari.  

Mig skiptir engu hvað hug Björgólfur hefur í dag, vona það hans vegna að hann sé góður, en það er hann sem þarf að gera upp við sína samvisku og dóminn, ekki ég.  En ef ég opna ekki leið fyrir gerendur að koma til baka, þá er það ég sem set niður, það er ég sem get ekki rifið mig frá deilum og átökum.

Og deilur og átök eru ekki leiðin til að byggja upp framtíð drengjanna minna.  

Og þetta verða allir þeir sem eiga afkomendur að skilja, vilji þeir tryggja framtíð þeirra.

Um þessi rök hef ég skrifað hér og þar, bæði í upphafi Hruns, og seinna hér og þar.  Ég tók saman þessa rökhugsun í einni atrennu í nokkrum innslögum hjá uppáhalds fórnarlambi mínu þegar ég vill vera extra langorður og ég ætla að skjóta honum inn sem sér pistli, þar sem þetta er eitt af grunnmálum endurreisnarinnar.

Einnig ætla ég að láta fylgja með annan pistil sem er hugleiðingar mínar um Byltingu byltinganna, sem ég setti inn hjá sama fórnarlambi langhunda minna.  Þær hugleiðingar útskýra af hverju ég  tel það skipti svo miklu máli að við gerum einu sinni í lífi okkar það sem þarf að gera, og gerum það rétt.

Þeir sem hafa áhuga að deila við mig áfram er það alveg velkomið, en þeirra vegna myndi ég kynna mér rök mín áður.

Framtíð mín og minna er líka framtíð þeirra og sinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2010 kl. 23:07

28 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ef þú þekktir mjög vel til í mínu húsi, þá hefðir þú séð að ég var að ná athygli fólks á þeirri staðreynd að skýrsla Rannsóknarnefndarinnar sýndi fram á algjöran forsendubrest á lánum fólks, annars vegar vegna gjörða banka og auðmann, en hins vegar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, og hann verður að leiðrétta.  Ég tók kúrsinn svona hægt og rólega frá Björgólfi yfir í þá lesningu, hvort sem mér tókst að fá fólk til að meðtaka hana eður ei.

En umræðuna um Björgólf tók ég í rólegheitum í innslögunum, fólk hafði ekki áhuga á hinum.  Sem segir allt um mikilvægi þess að við dveljum ekki um of í hlutum sem við getum ekki breytt.  

En mér er full alvara með orð mín, og vegna orða þinna og annarra hér að ofan, þá taldi ég mig knúinn til að endurprenta rökhugsanir mínar um þau.  Eða svona hluta af þeim, ég hef nálgast þetta sjónarmið líka út frá rökum mennskunnar.  Skýt þeim kannski að seinna ef umræðan kólnar ekki.

En skrif mín og hugsanir eru um víðan völl, og pistlar mínar segja aðeins hluta þeirra.  Ég hætti eiginlega að blogga síðastliðið vor, og fór í stríð, ICEsave stríð.  Nennti eiginlega ekki að eyða orku í hluti sem fáir lásu.  En ég hef orðað hugsanir um aðferðafræði mannúða og mennsku eins og ég kaus að kalla það, og út frá þeim á ég nokkra grunnpistla.  Fæstir þekkja þá hlið á mér, flestir þekkja þá agressívu.  

En ef þú lest þessa 5 linka sem ég vísa á, ásamt þeim sem koma hér á eftir, bæði í kvöld og næstu 2 daga þar sem ég klára tilvísanir í gömul skrif, þá sérðu að þessi afstaða mín, sem fram kemur hér á þessum þræði er ekki stílbrot.  Og látir þú ekki sannfærast, þá á ég eins og ég sagði, aðra nálgun á gildi mennskunnar i uppgjöri við fortíðina og þetta hér að ofan er allavega í samræmi við hana.

En hér eru linkarnir, sá fyrsti er upphafspistill bloggs míns, sá næsti er næstum því lokapistill minn um Guð Blessi Ísland, sá þriðji er um fyrirlitningu mína á greiðsluaðlöguninni, sá fjórði er um frystingu verðartryggingarinnar og sá fimmti um dýpri rök ICEsave deilunnar.

Í þeim finnur þú samræmið.

Kveðja, Ómar. 

PS. Linkarnir koma í næsta innslagi, þarf að færa mig á milli vafra.

Ómar Geirsson, 15.4.2010 kl. 00:32

30 Smámynd: Dexter Morgan

HAha...Það, að hérna séu fullorðið fólk, og ég gef mér;- með fullu viti, að skrifa upp á þessa "afsökun" er hlálegt.  Segir meira um þessa þjóð en margt annað. Haldið þið virkilega að Björgúlfur og allir hans ráðgjafar og samstarfsmenn hafi ekki "vitað" hvað var í vændum, hafi ekki "áttað" sig hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, hafi "óvart" fengið hundurða milljóna króna lán bæði rétt fyrir fallið og reynar eftir fall líka.

Eina sem gæti fengið mig til að taka svona "afsökunarbeiðni" til greina, er að hann, ásamt öllum hinum glæpamönnunum, skili aftur trilljónunum sem þeir stálu af þjóðinni.

Þessir menn, (bankamenn, stjórnmálamenn, eftirlits-valdhafar), hafa valdið íslensku þjóðinni nánast óbætanlegu tjóni og hörmungum. Ef þessum mönnum er alvara, þá byrja þeir á því að SKILA þýfinu, svo mega þeir senda inn "afsökunarbeiðnir" í kippum og athuga hverjir eru tilbúnir að gefa þeim upp syndir sínar.

Dexter Morgan, 15.4.2010 kl. 21:25

31 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Dexter.

Það fylgir því að vera fullorðinn, að vera læs.

Hafðu samband aftur þegar þú nærð  þeim áfanga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2010 kl. 23:43

32 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það verður langt þangað til það gerist.

Baldur Hermannsson, 15.4.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 544
  • Sl. sólarhring: 549
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1320552

Annað

  • Innlit í dag: 478
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 440
  • IP-tölur í dag: 437

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband