Það er rétt, skýrslan kom mér á óvart.

 

Tek reyndar fram að ég hef ekki lesið, en látið starfsmenn Mbl.is um að mata mig.

 

Og það sem kom mér á óvart, var að hún skyldi reyna að segja satt, segja satt um þá gríðarlegu heimsku sem þjóðin lét viðgangast.

Þá heimsku, að örþjóð ætlaði sér hlutverk við háborð græðginnar.  

Og allt ævintýrið var fjármagnað á skammtímavíxlum.  Þekkt aðferð við að fara á hausinn í minnsta mótvindi.  

Og allt var leyfilegt ef orðið gróði fylgdi með.  

 

Í landi þar sem lygin hefur verið stjórntæki, þá er svona skýrsla eins og ferskur andblær,  líkt og sunnanþeyrinn er eftir langan harðindavetur.

Hvenær byrjaði lygin????

Svarið má líklegast rekja til þess þegar krakkarnir komu úr MBA námi frá Bandaríkjunum upp úr 1990.  Þar hafði siðleysi og siðblinda lagt undir sig fjármálalífið, og það siðleysi gerði út háskólann í Chicago, útungastöð þeirrar hugmyndafræði að allt mætti, ef gróði fylgdi.  Og þetta siðleysi og siðblinda tældi til sín hrekklaust trúað fólk, og einlæga föðurlandsvini, og fékk það til fylgis við Ný-hægrimennskuna (new conservative) sem við köllum í dag Nýfrjálshyggju, og þetta rotna hugarfar lagði undir sig Repúblikanaflokkinn, og síðan fylgdu flestir hægri flokkar hins vestræna heims í kjölfarið.  

Allt var leyfilegt ef það voru auðmenn og auðfyrirtæki sem framkvæmdu gjörninginn og sögðu hann vera hagkvæman.  Og um hina siðlausa græðgi var útbúið hugmyndakerfi, sem lagði áherslu á einkavinavæðingu, afnam regluhafta, sem vann gegn samtökum launfólks, og kæfði alla heilbrigða umræðu.  

Hið siðlausa kerfi lagði undir sig heiminn og það rak á fjörur íslensku þjóðarinnar rétt fyrir aldamótin 2000.

Og íslensk stjórnmálaumræði þróaðist þannig, að það var mjög sjaldan sagt satt.  Ekki það að menn væru vísvitandi að ljúga, heldur voru rangfærslur gerðar að staðreyndum, sannleikur afbakaður, lýðskrum heimskunnar uppklappað.

Skipti ekki máli hvort um var að ræða umræðu um kvótakerfið, um uppkaup auðmanna á landinu, um meinta hagkvæmi stórfyrirtækja sem höfðu það eitt sér til ágætis unnið að eigendur þeirra keyptu upp alla samkeppni, eða hvort arðsemi stóriðjuframkvæmda var rædd, rangfærslur, lygar og blekkingar áttu umræðuna.

Og í kjölfarið þá trúði íslenskur almenningur að viðskiptamenn okkar hefðu uppgötvað hin fornu leyndarmál gullgerðarmannanna, nema að þeir gerðu ekki gull úr blýi, heldur bjuggu til eignir úr skuldum.

 

Allt þetta sjónarspil virðist vera afhjúpað í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, og er það vel.  Staðreyndirnar tala þá sínu máli.  Það mun taka leppa auðmanna á fjölmiðlum smá tíma að afvegleiða þær.  

En það verður gert, það eitt er öruggt.  Öll umræða um lykilmál eftir Hrun, hvort sem það er ICEsave, skaðsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, misþyrmingin á skuldugu barnafólki, gjöfin til amerísku vogunarsjóðanna, eða allt annað sem hið sjúka kerfi auðmanna og auðmannsleppa er að endurreisa hér hörðum höndum, öll þessi umræða er á þeim nótum lyga, blekkinga og leyndarhjúps sem auðmenn notuðu til að ræna þjóðina á árunum upp úr 2000.

Það verður reynt að telja okkur trú um að um séríslenska heimsku sé að ræða.  Engin mun minna á að aldagamlar fjármálastofnanir urðu fórnarlömb sömu vinnubragða, sömu heimsku falstrúarbragaða Chicago  skólans, og féllu í sama Hruni.  Enginn mun tala um að vestrænn almenningur er rændur, og situr uppi með gífurlegar skuldir, á sama tíma sem auðmenn undirbúa nýjar sóknir, uppklappaðir af sömu fjölmiðlaháflvitunum og áður.  Enda eiga þeir alla fjölmiðla.  Ráða allri skoðanamyndun.

Og ICEsave skuldinni verður troðið ofan í kok okkar með tilvísan i skýrsluna, eða réttar sagt mun stjórnkerfið reyna það.  

Og hýenur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins munu nota efni hennar til að réttlæta hermdarverk sjóðsins gagnvart íslenskum almenningi og íslenska velferðarkerfinu.  Við vorum svo spillt, við vorum svo heimsk, að við eigum ekki betra skilið munu Þorvaldar þessa lands kyrja og bjóða okkur síðan upp á náðarmeðal Evrópusambandsins.

 

En gleymum því ekki að okkar harmur er aðeins brot af heimsins harmi, og það sem okkur var gert, var og er gert um allan hin vestræna heim, og víðar.  Almenningur var rændur, og situr uppi með skuldir auðbraskara.  Og þeir munu áfram fá að fífla markaði og veðja gegn hinu og þessu, lífi okkar og lífsafkomu, og hirða hvern þann eyri sem þeir ná krumlum í.

Þess vegna er okkar vörn, líka vörn heimsins.

Við segjum Nei við ICEsave, við segjum Nei við auðmenn, við segjum Nei við auðmannsleppa fjölmiðlanna, við segjum Nei við að fórna velferð okkar og lífsamkomu vegna skulda þeirra.  

Við viljum mannsæmandi líf, mannsæmandi framtíð.

Og sú krafa mun heimurinn enduróma.

Það þarf bara einhver að byrja að segja Nei við siðleysinu.

Og framtíðin mun verða okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leikur forvitni á að vita hvað af niðurstöðunum eru háð 80 ára leynd, eins og kom fram fyrir nokkru. Af hverju spyr enginn hvað það varðar? Varðar það einstaklinga, aðgerðir eða eitthvað annað?  Hverjir eru að sleppa?  Af hverju fær Ingibjörg Sólrún ekki á baukinn?  Hvers vegna virðist skýrslan vera hvítþvottur fyrir embættismenn og stofnanir ríkisins. Vanræksla og þekkingarleysi helstu ávirðingarnar.  Þótt margt sé fróðlegt þarna og kannski nóg að melta í bili, þá er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar.

Ég set líka spurningarmerki við það hversvegna Menn frá Morgan Chase stjórnuðu landinu praktískt séð þegar hrunið dundi yfir? Hversvegna voru erlendir banksterar inn um alla stjórnsýsluna hérna og inni á gafli hjá seðlabankanum og eru enn?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 15:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn mæra nú Björgvin fyrir að axla ábyrgð og stíga til hliðar í flokknum en ekki af þingi.  Ég get ekki séð annað en að það sé í hæsta máta óheiðarlegt af honum, því með því er hann að taka skellinn fyrir ISG, sem hélt honum í algeru myrkri á meðan á ósköpunum stóð.  Hún er einnig sek um það að stinga aðvörunarskýrslum undir stól löngu fyrir hrun. Hér eru bakarar að ganga í snörur fyrir smiði hægri vinstri.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Steinar.

Er ekki staðreyndin sú að menn tækluðu ekki ástandið.

Ég held að Ingibjörg sé ekki í neinum silkiklæðum, það er mjög alvarlegt mál að fá allar þessar upplýsingar og ræða þær síðan ekki í flokk sínum.

En það afsakar ekki hina sem þar með töldu sig stikkfrí, hættumerkin blöstu við öllum, en ólíkt okkur hinum, þá hafði þetta fólk völd og áhrif til að gera eitthvað, þó ekki nema eitthvað.

En ekkert, það er eiginlega of grátlegt til að eftir sé hafandi.

Já, ég spyr líka, hvað er með 80 ára ábyrgð???????

Tengslin við rússnesku mafíuna, sem allir voru kannski dauðhræddir við???

Leynd kallar á álfasögur, og ítrekuð leynd fær fólk til  að trúa þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 20:52

4 Smámynd: Hlynur Jörundsson

Tengslin við rússnesku mafíuna, sem allir voru kannski dauðhræddir við??

Eigum við ekki bara að spyrja rússana í St. Pétursburg ?

Hvernig læt ég ??? Það er verið að kanna hvort tengsl séu á milli Bravo, B gæanna og mafíunnar, reyndar ekki að beiðni íslenskra yfirvalda. Og reyndar ekki bara gegnum rússnesku lögregluna

Annars eru tengsl við mafíu í myndinni.

Bara ekki rússnesku. Sú mafía er kölluð Triad, kínversku Triad samtökin, Stanley Ho er tengdur þeim að mati margra, líka leyfisnefndarinnar bandarísku, þessvegna er kanninn að fara frá Macau. En Sjóvá var með Continential Plaza Tower IV í samstarfi við tvo aðila Shun Tak í eigu Stanley Ho og (ding dong eða hvað það nú var) í eigu Stanley Ho. 

Dílinn var svona ; Sjóvá leggur fram 30 m dollara af 100 m dollar og ef þeir leggja ekki fram restina þegar Stanley kallar eftir því þá tapa þeir öllu eða putti ... síðan hendi ... síðan chop chop.

Eitthvað fleira sem ég get frætt ykkur á ?

Ó ... þið getið flett þessu upp 

Shun Tak Holdings

Limited (“Shun Tak”) and Hongkong Land announced today that it had agreed to cancel

a sale and purchase agreement entered into in October 2006 for the sale of Tower Four

of One Central Residences in Macau with Sjóvá-Almennar (the “Purchaser

Hlynur Jörundsson, 12.4.2010 kl. 23:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hlynur, og takk fyrir upplýsingarnar.

Hvað varðar orð mín í innslaginu hér að ofan, þá ætti öllum að vera ljóst út frá framsetningunni, að ég er að gantast, aðeins að benda á upplýsingaskortinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.4.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 1319907

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband