Við þurfum ekki lánin ykkar.

 

Þið veittuð þjóðinni aðstoð á ögurstundu með því að halda gjaldeyrislínum opnum í miðri hryðjuverkaárás breta á landið, og fyrir þann stuðning munum við ætið meta ykkur.

En okkur þætti vænt um að þið hættuð að níða niður landið og þjóðina.

Bankamenn okkar störfuðu eftir hinu evrópska regluverki, og aðeins úrsögn úr EES hefði getað hindrað brölt þeirra á erlendri grundu.

Hvaða stjórnmálaafl á Íslandi eða Noregi berst fyrir úrsögn landa sinna úr EES???

Kynntu þér málið aðeins áður en þú styður misheppnaða ránstilraun bretanna.

Það er ljótt að ljúga.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekki frekari lán til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alveg augljóst að það þarf að endurskoða efnahagsstjórnun landsins og peningastefnuna. Ef það er hægt að kúga okkur í krafti lánveitinga er augljólega eitthvað að.

Ég held að afnám gjaldeyrishafta sé ekki að fara að gerast í náinni framtíð og óþarfi að harma það nokkuð. En lækkun stýrivaxta í eitthvað nálægt 0,1% myndi strax gera heilmikið gagn ásamt því að afnema verðtryggingu. Skattleggja útstreymi gjaldeyris 55-60%, leggja niður seðlabankann o.sv.fr. Það er margt sem við getum gert í staðinn fyrir endalausar lántökur hjá ófúsum lánveitendum.

Annað hvort erum við á valdi erlendra lánamöguleika, eða með náttúruauðlindir í hafi og á landi sem færa okkur þann gjaldeyri sem við þurfum til að vera frjáls og sjálfstæð þjóð.

Hvort er það?

Baráttu kveðjur, Toni

Toni (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:49

2 Smámynd: Elle_

Gott ef þessi utanríkisráðherra hætti að ljúga og kynnti sér málin fyrst, Ómar.  Og lífsnauðsynlegt að við losnum við okkar biluðu stjórn. 

Elle_, 7.3.2010 kl. 19:59

3 identicon

Støre er þungaviktamaður í norskri pólitík.  Hann var utan flokka.  Hans staða er gríðarlega sterk og auk þess styrkti Verkamannaflokkurinn sem er í raun miðflokkur og í raun er Støre i høgri armi flokksins og væri þess vegna í miðjum Sjálfstæðisflokki ef við myndum skoða hið furðulega íslenska litróf.  Hann er einlægur ESB sinni.  Hann er afburða maður og utanríkisráðherraembættið í Noregi er bara stökkpallur áfram í framabrautinni. Talar ensku, frönsku og þýsku reiprennandi. 

Maðurinn er bara að benda á þá einföldu staðreynd að þjóðin hefur kosið yfir sig lið sem hefur á undanförnum 2 áratugum komið þjóðinni í þetta klandur og þetta fær þjóðin að svíða fyrir og ætlar nú eflaust að velja þessa sömu til að mýga aftur yfir sig.

Staða Verkamannaflokksins í norskum stjórnmálum  styrktist eftir kosningarnar í vor og áhrif þeirra en að sama skapi á kostnað bæði systurflokks VG (sem heitir SV og er með 6% fylgi) og systurflokks norska Framsóknarflokksins (Senterpartiet sem einnig er með 6% fylgi).

Gunnr (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 21:33

4 identicon

Ef eitthvað er marka lýsingu gunnr á manninum þá eru dagar okkar taldir. Hann er afburðamaður og talar allavega þrjú tungumál fyrir utan norskuna, og öll reiprennandi:)

Toni (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þú segir það Gunnr.

Og féll breska og bandaríska bankakerfið  líka þess  vegna???

Og er Evrópska fjármálregluverkið á ábyrgð þessa íslensku skaðræðis kjósenda???

Ekki telur Financial Times það.

"The focus on Iceland’s responsibility deflects attention from the fact that European cross-border banking rules are powerless to deal with any large-scale bank collapse. The priority is to fix the system so that we can let banks fail without having to bail them out again."

Það er mjög skrítið Gunnr að maður, sem talar ensku reiprennandi, að hann skulir ekki skilja svona einfaldan texta, og finna sökudólga á gölluðu regluverki á eyju út í ballarhafi, á mörkum hins byggilega heims.  Já, mikill er máttur afdalabúa.  

En samt, þó við skrifuðum norska sögu, vegna þess að Norðmenn kunnu ekki að skrifa þá er samt ofrausn að ætla að okkur hafa líka í hjáverkum skrifað evrópskt regluverk.  En mikill er máttur trúarinnar.

En verst er að Norðmenn skuli hafa mann sem er ekki lesandi á norska tungu, fjármálaráðherra.  Líklegast hefur hann gleymt þeim hæfileika að lesa sitt eigið móðurmál þegar hann lærði hin reiprennandi, og skilur því ekki hvað Arne Hyttnes sagði í viðtali við ABC fréttaveituna, "Det er ikke krav i noe EU-direktiv om at det skal være en statsgaranti, svarer Hyttnes."

Spurning Gunnr hvort þú gætir ekki þýtt þetta fyrir kallinn á frönsku (þar sem hann er líka svona lélegur í enskunni) eða þýsku svo hann hætti að gera sig að fífli heima hjá sér.  Leitt er hann er svona góður og gegn og vel menntaður að hann skuli ekki skilja sín eigin lög og reglur.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2010 kl. 22:52

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er bara einn Støre og það er Gillz ! annars gott og hnitmiðað svar í athugasemd 5 :)

Sævar Einarsson, 7.3.2010 kl. 23:19

7 identicon

Sæll Ómar

Þú meinar þá að það sem gerðist hjá okkur hrunið, þar sem fjárglæframönnum með rétt flokksskýrteini, voru fengnir ríkisbankar í hendur og á tæpum 6 árum raunar fyrr var þetta allt að hruni komið og nánast dauðadæmt. Þar sem heilu þjóðfélagi er stýrt ofan í skítinn.  Þar sem ríkisumsvif sem hlutfall af þjóðarframleiðslu jókst á tæpum 20 árum í sjórn Sjálfstæðisflokksins úr 34 ít 45%. Þar sem fjöldi ríkisstarfsmanna fjölgaði um 27% á 8 árum og ríkisútgjöldin á sama tíma jukust um 43%. Þar sem skattheimta á venjulegt launafólk jóst meðan búið var til bómullarumhverfi fyrir fjárglæframenn sem fengu að leika lausum hala og í raun gortaði Viðskiptaráð (með annan Existaforstjóran í leiðtogasætinu) yfir því að við værum öllum öðrum fremri sérstaklega norrænu þjóðunum.  Viðskiptaráð gortaði sig af því að 95% af tillögum þess voru samþykkt sem lög enda voru flestir þingmenn á spenananum flestallir stjórnarþingmenn og seinna margir Samfylkingarfólk.

Þessi Icesave harmleikur sem er í raun bara lítið lítð brot af þessu heildardæmi en sem margir hafa hreinlega fests í. 
Á Íslandi er hreinlega venja hefð að viðurkenna nein mistök og þeir sem viðurkenna ekki mistökin geta augljóslega ekki lært af þeim.  Við kjósum þá sem leiða okkur og við berum ábyrð á þeim sem við kjósum, það er augljóst mál.

Gunnr (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 00:03

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnr.

Já Gunnr, ekki er þetta félegt sem þú ert að lýsa, og allt mikið satt.  Og gæfa okkar var sú að bankarnir urðu það stórir að stjórnvöld gátu ekki komið þeim til bjargar með skattfé almennings, eins og reyndin er í öðrum vestrænum löndum.

En það sem þér virðist vera fyrirmunað að skilja, er að þú ert að lýsa beinum afleiðingum kerfis, sem féll um allan hinn vestræna heim.  Vissulega tókum við það upp af meiri atorku en margur annar, en stóra skýring þess er að við byrjuðum seinna en aðrir að aðlaga okkur evrópska regluverkinu, og hér heima var mórallinn þannig að við værum afdalamenn.  Sem þyrftum að forframast hið fyrsta.

En það voru allir að gera það sama, en mishratt.  Ef þú hefðir fylgst með fréttum, þá vissir þú að í Frakklandi þá var verið að skipta út hefðbundnum bankamönnum fyrir fjárfestingarsinnuðum í anda Wall Street.  Og í Þýskalandi var sama krafa mjög hávær, en ekki komin eins mikið til framkvæmda.  Um þetta allt getur þú gúglað ef þú vilt.

Ástæða þess að Finnar og Svíar fóru ekki eins illa út úr þessu æði er mjög einföld, þeir höfðu þegar fallið, og því hafði ríkisvaldð ennþá ítök í þeim.  Eitthvað svipað var í Noregi, einhver tengsl við ríkið að mig minnir, en get þó haft rangt fyrir mér.  

En annars féllu öll bankakerfi álfunnar, ríkisvaldið þurfti alls staðar að grípa inní, annars uppfylltu bankarnir ekki lágmarkskröfu um eigið fé, sem er fínt orð yfir gjaldþrot.  Meira að segja svissneska ríkið þurfti að koma UBS bankanum til bjargar, og hann er stærsti banki Evrópu, og Svisslendingarnir með aldagamla reynslu í bankaviðskiptum.

Að kenna því íslenskum kjósendum um þetta hrunferli græðginnar, nær ekki einu sinni að vera hámark heimskunnar, það er það vitlaust að það sprengir hana.  Enda er þessu aðeins slegið fram til að blekkja fólk, blekkja ágætis fólk sem ekki setur sig inn í málið.

Það sem þess vel menntaði Norðmaður þinn sleppti að minnast á, er að íslenskir kjósendur áttu ekkert val eftir að þeir tóku upp hið evrópska regluverk.  Það var ekkert annað kerfi í boði, þess vegna hrundi hið vestræna fjármálakerfi, þó ennþá ímyndi menn sér að skattgreiðendur hafi mátt og vilja til að gera skuldir þess að sínum.

Það var kerfið sem brást Gunnr, og þú ert stuðningsmaður þess að sömu mennirnir sem byggðu það upp, að þeir séu hinir sterku aðilar í mótun hins nýja, sem á að vera léleg stæling þess sem var.  Til hvers ert þú að hneykslast á þessum hörmungum, ef þú ert svona ákafur í að endurtaka þær???  Heldur þú að AGS sé komið til landsins til að byggja sósíalískt sjálfsþurftarkerfi í anda Che Guvera eða eitthvað svoleiðis????

Þú og þínir, sem eru svo æstir að afhenda AGS hér öll völd, þið notð það sem réttlætingu á þeim hörmungum sem þið ætlið samborgurum ykkar í framtíðinni, að íslenska hrunið hafi verð sértækt, og orsökin sé einkavinavæðingin.  En þessi kenning ykkar stenst engin rök. 

Einkavinavæðingin er spilling, fordæmalaus spilling, en þið hafið ekki hugmynd um atferli annarra hugsanlegra kaupanda af bönkunum, og bankana átti að einkavæða samkvæmt kröfum evrópska regluverksins, sem vann markvist gegn ríkisafskiptum á hinum evrópska markaði. 

Hver segir að þeir hafi ekki orðið jafn áhættusæknir??? Þetta var jú kall tímans, og sá banki sem reið á vaðið við að uppfylla það kall, hann var einkabanki, ekki einkavinabanki.  Af hverju hefði átt að finnast skynsamir menn, sem voru deyjandi tegund annars staðar í hinu vestræna bankakerfi?????

Hvað varðar stærð bankakerfisins, en það var megin skýring þess að við féllum, þá var ekkert í regluverkinu sem bannaði bönkum að vaxa heimahagkerfi yfir höfuð, enda gerði regluverkið ráð fyrir einum markaði þar sem heimilisfesti átti ekki að ráða velgengni fyrirtækja, heldur skilvirkni þeirra og stjórnun.  Hvert það stjórnvald sem hefði beitt sér gegn útþenslu þeirra, var að vinna gegn evrópsku reglunum, og því skaðbótaskylt fyrir meintu tjóni auk þess að regluverkið sektaði slíka hegðun.

Gunnr, kerfið brást, það er staðreynd sem öllum hugsandi fólki er ljóst.  Og aðeins skaðræðiskvikyndi beita sér fyrir endurreisn þess.  Og ICEsave er einn liður í þeirri endurreisn.  Þess vegna, miðað við þá rökfærslu sem þú komst með til að réttlæta bullið í Norðmanninum, þá er ótrúlegt að  þú skulir styðja hina fyrirhuguðu endurreisn græðgi og siðblindu, mætti halda að þú værir á móti henni á sömu forsendum og ég.  

Og það skrítna er að margt ágætis íhald sér að eitthvað mikið var að og þetta kerfi var ekki kapítalismi frekar en Stalín var sósíalisti.  Og þetta íhald vill ekki aftur þessa spillingu og græðgi og auðmannsdekur sem hér ríkti fyrir Hrun.  

Og þá komið þið kratarnir og viljið ólmir endurreisa það sem íhaldið er búið að gefast upp á.

Þetta er svo fáránlegt, þetta er ekki einu sinni fyndið.

En ICEsave deilan snýst ekki um hvað og hverja Íslendingar kusu, í reglum ESB er ekkert sérákvæði um að ef þjóð kýs Sjálfstæðisflokkinn (hann hefði getað farið í útrás og látið kjósa sig í fleiri löndum) 7 sinnum í röð, að þá skuli setningin, "ekki ríkisábyrgð", breytast í "ríkisábyrgð".  Þó Norðmaðurinn sé ólæs á sín eigin lög og reglur, vegna þess að hann les ekki Norsku, þá ætti hann miðað við menntun hans og atgervi, að skilja að lög eru sett almennt, ekki sértækt.  

Ef reglugerð ESB bannar ríkisábyrgð, þá bannar hún ríkisábyrgð, óháð því hvaða flokka þjóðir kjósa.

Og reyndu nú að skilja þetta Gunnr minn, tómur maður getur ekki sett saman það innslag sem þú sendir mér hér að ofan.

Lögin eru skýr, og mat mitt eða þitt, eða norskra ESB trúboða kemur innihaldi þeirra ekkert við.  Íslendingar máttu kjósa þá flokka sem þeim sýndist, án þess að það leiddi til ríkisábyrgðar á ICEsave innlánum Landsbankans.  Það er ekkert ákvæði í regluverki ESB sem bannar almenningi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og ef það er ástæða til að banna það, þá gildir bannið ekki aftur á bak.

Þetta er ekki flókið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 00:59

9 identicon

Heill og sæll Ómar

Þú ferð alveg á kostum núna.  Rökheldur og skotheldur, enda með 100% heilbrigða dómgreind.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 01:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pétur.

Mátti líka vera það því þetta tók klukkutíma af svefni mínum.

Og ég vildi setja þetta upp í eina heildstæða rökhugsun, svarið við því rugli, að við værum sértækir vitleysingar, og bærum því siðferðislega ábyrgð á ICEsave.

Almenningur hér, eins og almenningur annars staðar var fórnarlamb heimspekistefnu Nýfrjálshyggjunnar sem gekk ekki upp, gat ekki gengið upp, því hún þurrkaði út marga alda ávinning siðmenningarinnar um samkennd og réttlæti.

Og þá tekur villimennskan við.

Það er ljótt að hengja fólk, en ekki ljótt að jarða kerfi, glötuð mannfjandsamleg kerfi.

Vona að Gunnr hafi náð hugsun minni, þegar hann fór yfir svarið mitt til að leita að veikleikum sem hann gæti sent til föðurhúsanna.  Til þess var leikurinn gerður, að virkja réttlætiskennd hans í þágu almennigs, hún þjónar öðrum núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2010 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1318295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband