Smánin er þín Jóhanna.

 

Orð þín um markleysu þjóðaratkvæðagreiðslunnar hitta þig sjálfa fyrir eins og flottasta búmerang.

Það ert þú sem ert marklaus að standa ekki með þjóð þinni.

Manstu eftir hótunarbréfi þínu sem þú sendir Ólafi Ragnari þegar þú varst farinn að óttast að hann stæði með þjóð sinni???   Það var líka búmerang, fyrir synjun sína var Ólafur í hópi mest fyrirlitnu manna landsins, í dag nýtur hann aftur virðingar sem kjarkmaður og Íslendingur, þú Jóhanna mín tókst aftur á móti sæti hans á bekki hinna útskúfuðu.

Manstu hvað þú skrifaðir í þessu hótunarbréfi???  Þú sagðir Ólafi að ef hann skrifaði ekki undir, þá  gæti krafa breta farið úr 650 milljörðum í 1.400 milljarða með þeim rökum að þeir myndu þá rukka fyrir öll innlán Landsbankans, og lagarök þín voru af ætt bábiljunnar og blekkinga, ætluð þinni hjörð til huggunar.

En bretar eru ekki með sama vitsmunastig og hjörðin þín, þeir sendu ekki reikning upp á 1.400 milljarða, þeir lækkuðu strax kröfur sínar, þó samningurinn þinn sem þjóðin mun fella á laugardaginn hafi verið endanlegur.  En sá sem er ekki með hálfu viti, og veit að hann hefur ekkert í höndunum til að fara með til dómstóla, hann lækkar kröfur sínar, á meðan minnsta von er að viðsemjandinn séu nógu vitlaus til að trúa honum en ekki skýrum lagabókstaf.

Það er aðeins ein forenda fyrir kröfum breta, aðeins ein ástæða að þeir halda áfram fjárkúgun sinni, og allt hugsandi fólk veit hvaða forsenda það er.

Hún er vit þitt og þekking, og sú ógæfa að íslenska þjóðin kaus þig til æðstu forystu.

Allt skynsamt fólk væri fyrir löngu búið að vísa fjárkúgun breta til dómstóla og fá dóm á þá.  

Við semjum ekki við flugræningja sagði Margrét Thatcher í upphafi níunda áratugarins, og þar með gaf hún þann tón, að flugrán og gíslataka, þessi mikla plága, lagðist af.  Vegna þess að öll kúgun, hvort sem það er gíslataka eða fjárkúgun, byggist á ístöðuleysi þeirra sem reynt er að kúga.

Þú kúgar aðeins þann sem lætur kúga sig.  Og þú lést kúga þig Jóhanna.

Svo þegar Ólafur Ragnar skar þig niður úr snörunni með því að senda föntunum fingurinn, þá vælir þú bara og ferð í fýlu.  Ert bara fýlupúki.

Sem vær alltí lagi ef við værum ekki að ræða um 507 milljarða hið minnsta.  Lækkun upp á 70 milljarða er aðeins dropi í hafi þeirrar fjárkúgunar.  Þú átt eftir að verða búinn að valda ótímabærum dauða margra samlanda þinna með því að nota skattfé almennings til að greiða skatt til fjárkúgara í stað þess að nota þá peninga til að verja velferðarkerfið.  

Þess vegna er smánin þín Jóhanna, og hún er algjör.

Fáviska er ekki afsökun þegar mannslíf eru annars vegar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Jóhanna ætlar ekki á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi viðbrögð Jóhönnu lýsa miklum vanþroska en mér kæmi ekkert sérlega á óvart ef að Össur leysti hana af fljótlega í næstu viku.

Sigurjón Þórðarson, 5.3.2010 kl. 09:36

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég hefði viljað skrifa þetta. Hafðu þökk. Allir á kjörstað.

Sigurjón Benediktsson, 5.3.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Flott skrifað Ómar :)

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 11:30

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Ég vona að Íslendingar skilji að það er aldrei lausn á vanda að láta undan grímulausri fjárkúgun, það eykur hann aðeins.

Ef eignir Landsbankans duga ekki fyrir lágmarkstryggingu þá er það sameiginlegt verkefni allra ríkja á EES að leysa það mál.  

Og ég vona Sigurjón að við losnum við alla stjórnina eins og leggur sig eftir þessar kosningar. Að mínum dómi hefur hún fyrirgert rétti sínum að stjórna þessu landi.  Og ekki er ég neinn flokkshestur þannig að ekki eru það flokkshagsmunir sem stýra orðum mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2010 kl. 13:07

5 identicon

Amen.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 249
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 414
  • Frá upphafi: 1320257

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 372
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 223

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband