Á bak við lukta múra er gamblað með fjöregg þjóðarinnar.

Frá Brussel berast skýr skilaboð. 

Ef þið látið undan kúgun og ofríki breta, þá megið þið ganga á okkar fund með betlarastaf í hönd.

Með slíkan staf í hendi hélt Jóhanna upp í þotu Íslandsflugs og flaug til Brussel.  En hún sýndi þann sóma að frábiðja myndatökur af þeim atburði.  Vildi að þjóð sín sæi hana ekki þar sem hún skreið innum hlið hinna luktu múra.

Það er þó ennþá ærleg taug til í henni.

En það er ekkert ærlegt við það að bjóða líf og limi íslenskra öryrkja og sjúklinga svo hægt sé að ganga að kúgun bretanna.

Hún býður eitthvað sem hún hefur engan rétt að bjóða. 

Því við eigum okkar rétt.  Annan rétt en þann að lifa lífi okkar sem skuldaþrælar erlendra fésýslumanna.  Við eigum rétt til að lifa sjálfstæðu lífi sem manneskjur. 

En þann rétt þarf að verja.  Og þjóðin er ekki tilbúin til þess. 

Hún leyfir að æra hennar er troðinn í svaðið og svívirt af siðblindum fjárkúgurum.  Hún leyfir Leppum þessara manna að skríða með betlistaf upp í flugvél til að kyssa skósóla þeirra.

Hún leyfir að þessi sömu Leppar segist ekki eiga pening til að hjálpa þúsundum fjölskyldna í fjárhagserfiðleikum þeirra, en þeir eigi 507 milljarða í blóðskatt til breta.   Hún leyfir þeim að afhenda þjóðarauðinn verstu illþýðum  og hrægömmum hins vestræna heims án þess að æmta eða skræmta. 

Og hún treður tappa í eyrun þegar neyðaróp þúsunda barna, sem sjá fram á upplausn heimila sinna, gerast of hávær. 

Og hún lokar augunum þegar Öryrkjar mæta á Austurvöll og leggja þar blómsveig á leiði félagshyggju og mannúðar.

Þjóðin vill hvorki heyra eða sjá því það gæti neytt til að gera eitthvað sjálfa í sínum málum, sína samstöðu og jafnvel hugsa, sjálfstætt.  Slíkan hrylling getur hún ekki afborið.

Þá er betra að mæta niður á höfn með fána í hönd þegar fulltrúar hinna nýju eiganda landsins mæta á svæðið með tæki sín og tól til að ræna landið.  Slíkt er svo miklu þægilegra því það má skuldaþrællinn eiga, að hann ber ekki ábyrgð á lífi sínum og þarf ekki að hafa nokkrar áhyggjur af framtíð sinni. 

Því hann á ekki framtíð.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afar athyglisverð grein, halda mætti að hún væri tekin að láni úr safni þjóðarbókhlöðunnar frá árum sjálfstæðisbaráttunnar.

En sem betur fer er svona hugsunarháttur ekki hátt skrifaður í frjálsri Evrópu, þar sem fólk kýs frelsi fram yfir einangrun og höft.

Kveðja frá frjálsri Evrópu

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ragnar.

Já, þú hefur eitthvað til þín máls að ég þekki gamla sögu.  Og svona hroki hefur verið skrifaður áður, þá í sendibréfum íslenskra manna sem undu sælir við sitt í "frjálsri Evrópu".  Skildu ekkert þetta kvart og kvein í gamla manninum í Bretlandi sem var að tala um kúgun og ofríki stórþjóða gagnvart veikburða nágrönnum sínum.  

Þeir bjuggu sko í "frjálsri Evrópu".

En gamli maðurinn hafði rétt fyrir sér, það er ekkert frelsi sem byggist á kúgun og ofríki, og það leiðir alltaf til uppgjörs siðmenningarinnar við villimennskuna.

Vissulega hefur þetta frelsi yfirgangsseminnar þróast í takt við siðmenninguna núna á síðustu 70 árum.  En ósköpin fyrir 70 árum áttu alltaf sitt upphaf.

Upphaf sem prófessor Sören Wibe, fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu,  lýsir svo vel í Morgunblaðinu i dag:

" En siðferðilega og lagalega er þetta spurning um hreina valdastefnu, þegar ESB sem stórveldi þvingar lítið og efnahagslega þjakað ríki til óréttlætanlegra eftirgjafa. Slíkur verknaður kallast fjárkúgun og er vanvirðing í samskiptum lýðræðisríkja. "

En það er rétt hjá þér að margir hafa ekki þann hugsunarhátt að sjá hvað er athugavert við þvinganir og kúgun gagnvart smáríki í neyð.  En að kenna aðför að siðmenningunni við frelsi, það er önnur ella, og ég leyfi mér að vera ósammála þér í þeim efnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2010 kl. 21:59

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskiptagengið sem AGS var fengið til að koma á mun hækka innflutning um 50% í evrum og pundum næstu öldina er útflutningur til EU gulltryggður.

EU getur afskrifað skuldir eða veit lánafyrirgreiðslur næstu öldina.

Við verðum bara að læra að lifa á helmingi lægri tekjum en Danir svipuðum og öðrum eyjum einhæfra atvinnuvega þar sem allir kunna að lesa í dag: kallast Mannauður í Aljóðasamfélaginu: Afríku búi sem er læs getur keypt bók eða tekið lán bæði eykur hagsvöxt umfram verðbólgu hagvöxt ríkja sem löngu eru orðin almennt læs og fullnægjandi fjöldi hæfra tekjusérfræðinga er látin nægja.  

Bananar vaxa í Hveragerði.

Júlíus Björnsson, 5.2.2010 kl. 03:47

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

kallast Mannauður í Alþjóðasamfélaginu

Júlíus Björnsson, 5.2.2010 kl. 03:48

5 Smámynd: Elle_

Flottur og sorglegur pistill, Ómar.  Og miklu merkilegri en maðurinn í hinni ´frjálsu Evrópu´vill meina.  Get ég kannski bent honum á alla lærðu mennina úr hinni ´frjálsu Evrópu´sem hafa haldið fram opinberlega, að þessir ´frjálsu´ Evrópu-andskotar, stjórnir Breta og Hollendinga, séu að beita okkur valdi og kúgunum???  Og fyrir utan alla okkar lagaprófessora og lögmenn?  Get ég kannski náð í linka fyrir hann úr Alþingi Íslendinga, þar sem hin dygga og ´frjálsa´ Icesave-stjórn vinnur, af hverjum Alþingismanninum á fætur öðrum halda því fram að hinir ´frjálsu Evrópumenn´séu að KÚGA OKKUR???

Elle_, 7.2.2010 kl. 17:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Já þetta er sorglegur pistill.  Og kannski er það sorglegast að fólk skuli kenna það við þjóðrembu og einangrun að maður skuli vilja verja börnin sín og krefjast réttlætis.  

Og satt að segja finnst mér þetta vera miklu flottari pistill en pistill minn um merði og önnur villidýr.  Og ég dreg fram kjarna þess af hverju fólk hefur engan rétt að semja um þann skattpening sem það á ekki.  Og tekur þar með þann pening frá þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.

Og ég tel mig nokkurn veginn koma með skýringu þess af hverju bretarnir hafa komist svona langt með kúgun sína, og það er ekki vegna réttmæti hennar og styrks hótana þeirra um hina alþjóðlegu frystingu Íslands "i einangrun og höftum".

Skýringanna er að leita hjá okkur sjálfum sem þjóð.

Og við neitum að horfast í augun á þeim.

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 7.2.2010 kl. 18:22

7 Smámynd: Elle_

Já, það er sorglegt og ömurlegt að allir landsmenn, í það minnsta allir foreldrar, skuli ekki geta, vilja, þora að standa fast á jörðinni gegn ofbeldi.  Og ég gleymdi að nefna fyrir mannin úr hinni ´frjálsu Evrópu,´að það eru ekki bara evrópskir og innlendir lærðir menn sem kalla Icesave kúgun og nauðung, heldur líka lærðir menn viðs vegar að úr hinum stærri heimi eins og bandarískir menn.  Það er jú þannig að Evrópa er nú bara pínulítill hluti heimsins.  92% heimsins stendur sko fyrir utan himnaríkið. 

Elle_, 7.2.2010 kl. 19:00

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Elle, það hefur eitthvað mikið brugðist á lífsleið okkar.  Einhvers staðar í lífsgæðakapphlaupinu þá hvarf reisnin og manndómurinn.  Og þegar það gerist, þá er öld kúgaranna runnin upp.

Ef ICEsave, þá á mikið meir, slæmt, eftir að ske (gerast).  

Stóri sökudólgurinn í ICEsave málinu erum við sjálf sem þjóð.

Og það er sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 1320017

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband