Íri kemur með kjarna ICEsave deilunnar.

Hún snýst um það sem er rétt, og það sem er rangt.

Hvað má, og hvað má ekki.  

Hún snýst um lýðræði eða auðræði.

Um grunnréttindi fólks í lýðræðisríkjum að fá að lifa mannsæmandi lífi, óháð gjörðum höfðingjanna og gróðabralli þeirra.

Um þau réttindi að fámenn klíka auðmanna, bökkuð upp af launuðum Leppum úr röðum stjórnmálamanna, og akademíunni, geti ekki lagt hlekki skuldaþrældóms og ánauðar á heilu þjóðirnar.

Hún snýst með öðrum orðum um forsendur sjálfrar siðmenningarinnar.

Og hingað til hafa vinstri og félagshyggjuflokkar heimsbyggðarinnar barist fyrir þessum grunnréttindum manneskjunnar, og Lepparnir verið í röðum viðskiptalífsins og hægri manna.

Eða alveg þar til að Steingrími Joð Sigfússyni langaði í stjórn.  

Þá varð íslenskt félagshyggjufólk hættulegasti óvinur þjóðar sinnar. 

VG breyttist úr félagshyggjuflokki í flokk þjóðníðinga og félagslegra úrhraka.

Flokk auðmannsLeppa.

En barátta mennskunnar heldur áfram, þrátt fyrir þessi svik.

Og íslenska þjóðin er ekki ein í þeirri baráttu.  Því barátta þjóðar okkar er angi af baráttu mannsins um allan heim.  

Baráttan að fá að vera til sem manneskja.  Ekki sem kostnaðartala í bókhaldi alþjóðlegra auðvaldsfyrirtækja.

Þess vegna er það hámark öfugmælanna hjá aumingja, aumingja, aumingja, aumingja, aumingja, aumingja vesalings ungliðunum hjá VG að umheimurinn snúi baki við þjóð okkar ef þeim tekst ekki að gera hana ánauðuga bretum  og því alþjóðlega auðvaldi sem heldur úti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þessu er einmitt þveröfugu farið, tími siðlausrar græðgi er að renna sitt skeið á enda.

Hinn venjulegi maður hefur fengið upp í kok af henni.

Þess vegna segi ég eins og Magnús Skarphéðinsson, "we are not alone".

Og réttlætið sigrar að lokum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband