Lögsækjum manninn fyrir lygi og rætni.

Það eru misvitrir embættismenn Evrópusambandsins sem þverbrjóta lög og reglur hins Evrópska efnahagssvæðis.  Það eru þeir sem vanvirða EES samninginn með því að virkja ekki réttarfarslegar leiðir þess samnings, það eru þeir sem brjóta sín eigin lög með því að taka orðið Ekki, út úr skýrum lagatexta, eftirá, svo lögin um innlánstryggingar breytist úr innlánstryggingum, fjármagnaða af fjármálafyrirtækjum, í ríkisábyrgðarkerfi, fjármagnað af einstökum aðildarríkjum.

En þú breytir ekki lagatexta eftir á.  Þess vegna hafa reglumeistarar Evrópusambandsins samið nýja tilskipun, þar sem þetta ekki var kippt út úr lagatextanum, og þau lög gilda fram í tímann, ekki aftur á bak eins og bretar og Hollendingar halda fram.

En það er ekki tilefni þessa pistils.  

Tilefnið er þessi beina lygi,

 

"skoðuð ofan í kjölin í ljósi þess hvernig Ísland uppfyllir skuldbindingar sínar á Evrópska efnahagssvæðinu"

 

Undir svona lygi er ekki hægt að sitja þegjandi og hljóðalaust.  Og þar sem málið varðar íslensku þjóðina, og er örugglega mælt á enska tungu, þá legg ég til að einhver kvótagreifinn með slæma samvisku, búandi út i London, að hann lögsæki manninn hið fyrsta.  Og sæki málið í London, því ensk meiðyrðalöggjöf bannar fólki að ljúga á enskri tungu, ekki nema þeir láti fyrst kjósa sig í ríkisstjórn Bretlands.

Það liggur skýrt fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum að þau munu standa við allar skuldbindingar landsins, en þau vilji ekki ótilneydd borga það sem þau hafa ekki samþykkt.  Og ESB, sem þessi lygari talar fyrir, er ekki með nein lög í hendinni sem það getur vitnað í máli sínu til stuðnings um að Ísland sé að afneita sínum skuldbindingum.   Hvað þá dóm réttbæra dómsstóla.

Og núna, þegar landinu er stjórnað af ríkisstjórn sem hefur sagt sig úr lögum við forseta sinn, og lýtur bretadrottningu þess í stað, þá reynir á hinn almenna mann að verja þjóð sína.  Og þar sem allar kvótavillurnar í London eru keyptar fyrir sameign þjóðarinnar, þá stendur heiðursvörnin upp á kvótakónga.

Því það er löngu orðið tímabært að vopn breta séu virkjuð, á  þá sjálfa.

Látum ekki Evrópusambandið komast upp með að ljúga sínu eigin klúðri upp á þjóð okkar.

Núna reynir á manndóm og samstöðu þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is ESB metur Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Icelanders are quite funny at times

Fair Play (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 14:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Feri.

Langt síðan við höfum heyrst.  Það er mér heiður að þú skulir ávarpa mig á útlensku.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2010 kl. 15:33

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Fair Play, I strongly suggest that you read the following and actually object to her what she says there if you can, until then I strongly suggest that you hold your horses:

http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/1001480/?fb=1

Margrét Elín Arnarsdóttir, 6.1.2010 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 355
  • Sl. sólarhring: 464
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 1320363

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 313
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband