"Sá sem ekki má teikna, er mikill".

 

Er hrópað, svo labba menn út úr bíl sínum og stinga gangandi vegfarendur, líka konur og börn.

Samt tengjast þessi voðaverk ekki trú, eða svo segir hinn pólitíski rétttrúnaður.

Heldur er þetta bara svona slagorð, voðmennirnir, sem alveg óvart eru ættaðir úr löndum hins múslímska heims, hefðu alveg eins getað hrópað, "Elvis lifir".

Eða "mér finnst rigningin góð".

Svo eru menn hissa á að þetta magnist upp, að voðaverkunum fari sífjölgandi.

 

Ef ungir hvítir strákar tækju allt í einu uppá því að brenna læknastofur þar sem þeir gruna að framkvæmdar séu fóstureyðingar, færu svo í kjölfarið að veitast að læknum sem þeir gruna um framkvæmdina, og jafnvel að hoppa úr út bílum og stinga konur á hol vegna þess að þær eru líklegri en karlar til að fara í slíkar aðgerðir, og við alla þessa iðju sína, væru þeir síhrópandi; "Sá sem má teikna á krossinum, er mikill".

Þá væri ekki til sá hálfviti sem myndi segja, "þetta hefur ekkert með trú að gera".

Því þetta hefði jú allt með trú að gera.

Einhver trúarinnræting fengi þessa ungu drengi til að fremja þessi voðaverk.

 

Vissulega myndu einhverjir grípa tækifærið og fordæma allt kristið fólk, jafnvel krefjast þess að kirkjum væri lokað, og menn afneituðu ekki trú sinni, yrði þá vísað úr landi.

Ekki að þeir vissu ekki betur, heldur væru þeir annað að tvennu, að næra fordóma sína og annarra, eða þeir sæju hag í ofsóknum á hendur friðsömum fjölda sem hefði ekkert með voðaverkin að gera, eina tengingin væri að játa trú á sama guð.

 

En fjöldinn sæi hvað þetta væri heimskt, bæði að afneita trúartengslunum, sem og að alhæfa um sekt fjöldans út frá gjörðum örfárra.

Langlíklegast væri að almenningur krefðist þess að stjórnvöld gripu inní, og gripu til ráðstafana til að stöðva þá preláta og trúarhópa sem ástunduðu hatursorðræðuna, þar væri rótin, þar væri ástæðan fyrir voðaverkum ungmennanna.  Sem og að stöðva fjárstreymi erlendis frá, ef um slíkt væri að ræða.

Og ef stjórnvöld gerðu ekkert, þá myndi almenningur spyrja; "hverja er verið að vernda?", "hvaða annarlegu hagsmunir liggja að baki að ekkert sér gert?".

 

Sem betur fer hefur ekkert svona komið uppá Íslandi.

Samt er vísir af þessum hrylling innan kristinna safnaða í Bandaríkjunum, og það er ekki bara tónlist Elvis sem breiðst þaðan út. 

Og sannarlega hafa múslímskir söfnuðir skotið hér rótum þar sem miðaldamenn sjá um boðun og innrætingu,.

Og hvað svo, hvenær fáum við kostaðan Imma sem ekki bara neitar að taka í höndina á konum, heldur líka innrætir það hatur og heift að ungmenni gerast voðamenni??

Varla trúum við að við séum eitthvað eyland þar sem önnur lögmál gilda en annars staðar þar sem hið kostaða hatur fær að dafna óáreitt.

 

Hatursorðræða tengd trú er staðreynd.

Hún er kostuð, og hún er látin óáreitt.

Í nafni umburðalyndis og pólitísks rétttrúnaðar, fá miðaldamenn að halda heilum samfélögum innflytjenda í heljargreipum haturs og ofstækis.

Og núna þegar við tökumst á við afleiðingarnar, voðaverkin, hvort sem það eru hryðjuverk eða sá viðbjóður sem kenndur er við heiðursglæpi, þá má ekkert segja.

Því það er rasismi, það eru fordómar.

Og þannig tekst litlum hópi ofstækismanna að fela sig innan um stærri hóp friðsamra borgara sem þrá það eitt að fá að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt.

 

Þetta er svo stórskrýtið, svo öfugsnúið að það hálfa væri nóg.

Við erum ekki svona heimsk, við hljótum að geta spurt okkur "Af hverju?".

Hvað býr að baki?

Hverjir eru leyndarþræðir hagsmunanna??

 

Það erum við sem erum fórnarlömbin.

Það erum við sem sitjum uppi með lögregluríkið.

Uppi með hryðjuverkin, voðaverkin.

Og það erum ekki við sem hirðum gróðann af upplausninni og ólgunni.

 

Hættum að kóa með.

Tölum um hlutina eins og þeir eru.

 

Og stöðvum ósómann.

Kveðja að austan.


mbl.is Var „venjulegur verksmiðjustarfsmaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband