Var sá sem ekki má nefna, uppi á vitlausum tíma??

 

Hefði hann fengið alla þá athygli sem Trump fær í dag??

Með alla sína klikkun, geðveiki og mikilmennskubrjálæði??

 

Eða hefði hann verið settur í spennitreyju og lokaður inni með Napóleon fimmtugasta og þriðja??

Eða hefði Napóleon fimmtugasti og þriðji orðið sá fyrstasti, ef hann hefði fyrst náð að nýta auð sinn til að láta veröld á hverfandi hveli kjósa sig sem forseta USA??

 

Er aðeins blæbrigði á milli klikkunar og mikilfengleika??

Að spennitreyjan sé ekki sjálfgefin??

Að klikkhaus eigi sviðsljósið, ef hann aðeins nái völdum??

 

Hitler hefði allavega átt breik eins og fjölmiðlar eru í dag.

Ekkert er nógu vitlaust, eða nógu heimskt, ef það kemur úr munni þess sem auðurinn kaus að setja í valdastól.

 

Eins og við séum öll fífl.

Og þess vegna sé fífl látið leiða okkur.

 

En er það svo??

 

Það þarf ekki reyndar að efast um fíflið.

Og fjölmiðlar éta allt upp.

Enginn mætir með spennitreyjuna, enginn spyr hví hún er ónotuð.

 

En er þetta ekki bara martröð??

Eins og við höfum öll vaknað upp við vondan draum, og erum föst í antiheimi antikristninnar.

Heimi Mammons og þjóna hans.

 

Að gráminn, að skugginn, að forheimskan sé ekki þessa heims.

Heldur þess sem í myrkrinu býr og auðinum þjónar,.

Þar sem klikkhausar stjórna og spennitreyjur eru stöðutákn.

 

Martröð eður ei.

En hentar sumum betur en öðrum.

 

En það var allavega lán lífsins að sumir fæddust á vitlausum tíma.

Þeir hefðu notið sín betur í dag.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Trump íhugar hernað í Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 1524
  • Frá upphafi: 1321532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1299
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband