Rændu þjóð!!

 

Og þér er launað með fjárfestingarleið.

Færð verðlaun þegar þú kemur með ránsfeng þinn til baka.

Til að kaupa upp hrakið, tjónið sem þú ollir.

 

Svo eru menn hissa að leitun af heiðvirðu fólki í viðskiptalífi þjóðarinnar er eins og leitin að gullskipinu á Skeiðarársandi, er hugsanlega þarna, en sást síðast fyrir langa löngu.

Því heiðarlegt fólk verður undir með rekstur sinn í svona ræningjakapítalisma.

Það kann ekki að braska, kann ekki að fela fé á Tortilla.

Kann aðeins að reka, að standa við sínar skyldur við guð og menn.

Jafnvel geirfuglinn er nærtækari, síðasta eintakið af honum var þó stoppað upp og er núna geymt á þjóðminjasafninu.

En hvenær síðasti borgaralegi íhaldsmaðurinn dó, má guð vita.

 

Við erum svo langt leidd sem þjóð, að fjölskylda sem gat farið á hausinn með 40 milljarða króna skuld á rekstri örfárra bensínsjoppa, á núna og rekur ríkisstjórn landsins.

Engey ehf.

 

Fjölskylda sem hefur aldrei leynt fjármálabraski sínu, og er stolt af öllum fjárfærslum sínum til útlanda, eða gróða sínum þegar ættarlaukurinn gaf erlendum hrægömmum um 500 milljarða í síðustu ríkisstjórn.

Hefur alltaf komið hreint fram, aldrei dregið fjöður yfir hlutverk stjórnmálaarm flokksins.

Sem er að skapa skilyrði fyrir gróða, og ennþá meiri gróða.

Ofsagróða.

 

Hún ræður, hún stjórnar.

En hún bjó ekki til ræningjaleiðina, það var fólkið sem var á móti.

Fólkið sem er svo mikið til vinstri.

 

Því samsektin knýr íslensk stjórnmál áfram.

Viðheldur spillingunni.

Viðheldur vildarvinarsérkjörunum.

 

Svo fáum við þann dóm að við séum þrælahaldarar.

Að lífskjör okkar og meintur efnahagsstöðugleiki byggist á þrælkun erlends vinnuafls, jafnvel mannsali.

 

Og við ypptum öxlum.

So what?

 

Rænd þjóð.

Stolt þjóð.

Ísland í dag.

 

Eins og við viljum hafa það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is 794 innlendir fjárfestar fóru fjárfestingarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur að utan um íslenskt samfélag.

 

Um stjórnkerfi okkar, um siðferði okkar.

 

Það eina sem má deila um hvort nota eigi orðið;

SMÁN eða HRAKSMÁN.

Samdauna stjórnkerfi í skjóli samdauna almennings.

 

Við getum ekki endalaust kennt 30% fólkinu um allt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Annars flokks í baráttunni gegn mansali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttarkerfið skítur á sig trekk í trekk.

 

Fyrst með því að ákæra krakkann á staðnum en ekki þá sem ábyrgðina báru á hinum hörmulega dauðsfalli við Jökulsárlaun.

Síðan að sleppa foringjanum sem skipulagði aðförina, hvatti handlangara sinn áfram, og gerði í raun allt annað en að veita náðarhöggið.

Svo hann geti haldið áfram að ógna fólki, hræða vitni, halda því hluta samfélagsins sem hin óhreinu börn Evru byggja, í heljargreipum.

 

Og við líðum réttarkerfinu þetta.

Við liðum hinn gjörspilltu yfirstétt þetta.

 

Mjálmum aðeins eins og kötturinn sem vill komast út.

Skiljum svo ekkert í að ekkert breytist.

 

Nema á verri veginn.

Kveðja að austan.


mbl.is Hálstakið leiddi til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 544
  • Sl. sólarhring: 547
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 1320552

Annað

  • Innlit í dag: 478
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 440
  • IP-tölur í dag: 437

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband