Morð í nafni laga.

 

Er ekkert annað en dulbúið stéttarstríð milli hinna ofurríku og hins sauðsvarta almennings.

Í Bandaríkjunum er reyndar hinn bláfátæki fjöldi svartur að uppistöðu, og býr við rótgróna fordóma.

Fólk sem er neitað um menntun, sem er neitað um heilsugæslu, sem er neitað um mannsæmandi laun, það býr í slömmum, og er ofurselt einum armi hins svarta fjármagns, dópsölum.

 

Og í hinu algjöra vonleysi vítahringsins, þá gerir það ýmis axarsköft sem beintengja má dópi og dópneyslu.

Og þau axarsköft eru notuð sem réttlæting á örlögum þess.

Jafnvel þegar ófrísk kona er skotin frá börnum sínum.

 

Í Helförinni var réttlætingin sú að þetta var júði.

Í dag er hún sú að hún var svört, og hún var í dópi.

 

Hefði blaðamaður Mbl.is geta haldið hlutleysi sínu ef hann hefði þurft að þylja upp réttlætingu böðla gasklefanna.

Það var ekki þannig að þeir réttlættu ekki gjörðir sínar, og þeir trúðu því sem þeir sögðu.

Það þurfti sið og mennsku til að skilja að gjörðir þeirra voru rangar.

Illar.

Eitthvað sem frásagnar virðast ekki ráða yfir í dag.

 

Því þú gefur ekki illmönnum tækifæri til að réttlæta gjörðir sínar.

Þú fordæmir alltaf gjörðir þeirra.

Og þú fordæmir þá hugmyndafræði sem að baki býr.

 

Þess vegna var nasismanum útskúfað úr mannlegu samfélagi.

Og þess vegna á að útskúfa þeirri hagtrú sem dýrkar Mammon, ekki bara vegna þess að þú átt ekki hjáguði hafa, í eðli sínu er þessi hagtrú ill, byggir á mannvonsku og mannhatri, og hún ræðst að sjálfri tilveru mannsins, mennskunni og sið.

Það er rangt að hefja hana til valda, að láta hana ráða yfir samfélagi okkar.

 

Og við eigum aldrei að kóa með henni.

Kveðja að austan.


mbl.is „Segið nafn hennar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanhald samkvæmt áætlun.

 

Svo ég vitni í frægt kvæði Steins Steinars.

Spurningin bara hvort Benni frændi flýi svo hratt að hann nái að bíta í skottið á sjálfum sér.

Leggi eitthvað raunhæft til, þó það sé ekki í þágu vildarvina.

 

Það er eiginlega hans eina flóttaleið.

Kveðja að austan.


mbl.is Tíu þúsund kallinn ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra segir Exelinn.

 

Hjá innheimtustofnun hins alþjóðlega fjármagns sem engin landamæri virðir, og hefur hvergi skyldur, og greiðir hvergi sanngjarnan skatt.

Húrra segir fólkið sem heldur að velmegun þjóða byggist á aurnum, vexti hans og varðveislu.

Að ef varðveislumenn aursins, og eigendur hans hafi það gott, þá hafi allir það gott.

Og ef aur er safnað í hirslur, og sé látinn vaxa þar og dafna, aðgerðarlaus, fyrir blóðpeninga almennings og fyrirtækja hans, að þá hafi hagkerfið það gott.

Sé í sterkri stöðu.

 

Samkvæmt þessari hagspeki þá er það nirfillinn sem er bústólpi.

Á hrörlegri jörð hans, þar sem viðhaldi húsa og tækja hefur ekki verið sinnt, kannski ekki vandamál með tækin því þau voru ekki endurnýjuð og eru minningin ein, þar sem afrakstur bústofnsins er enginn því hey eru rýr, bæði að magni og gæðum, og ekki er eytt í þann óþarfa sem heitir kjarnfóður, að þá er hans staða sterkust í sveitinni.

Því þegar hann tók við blómlegu búi af föður sínum, þá gaf búið vel af sér, enda vel húsað og búið góðum tækjum. Og þó allur afrakstur væri tekinn og falinn í kistum og öðrum læstum hirslum, þá er það eðli hrörnunarinnar að hún þarf tíma til að leggja allt í rúst.

Nirfillinn var því ríkur af fé, þó allt væri að hruni komið, og síðustu skepnurnar í andaslitrunum, börnin löngu flúin að heiman því þar var ekki vært.

Samkvæmt exelnum var því staða hans sterk.

En framtíðin engin.

 

Exelinn hugsar ekki og niðurstaða hans er niðurstaða þess gáfumennis sem fóðrar hann á forsendum.

Gáfumennis sem sér styrk í fjársveltu menntakerfi sem er forsenda hagvaxtar morgundagsins.

Sem sér styrk í vegakerfi sem er að hruni komið vegna áratugar vanrækslu auk þess að nýframkvæmdir eru aðeins brot af því sem þarf að tryggja eðlilega endurnýjun.

Sem  sér styrk í heilbrigðiskerfi þar sem flaggskipið, þjóðarspítalinn er orðinn af mygluspítala auk annarra bygginga sem halda brátt hvorki vatni eða vindi.

Í þjóðfélagi þar sem unga fólkið getur ekki lengur eignast sitt eigið húsnæði og er ofurselt leigumarkaði fjárbraskara.

 

Þetta gáfumenni hefði ekki þótt gáfulegt hér á árum áður þegar fólk vissi að lífið var saltfiskur, það eitt er víst.

Og jafnvel í dag ættum við ekki að vera það miklir einfeldningar að vita ekki að auðsöfnun nirfilsins, er skammtímaauðsöfnun.

Það er engin framtíð í henni fólgin, og þú étur ekki aurinn, sérstaklega þegar hann er geymdur í hirslum hinna Örfáu sem engar skyldur hafa, og enga ábyrgð bera á gagnvart því samfélagi sem gerði auðsöfnun þeirra kleyft.

Jafnvel það sem eitt sinn var kallað heimskra manna ráð ná ekki yfir slíka einfeldni.

 

En hún hefur samt einn kost.

Hún sigtar út.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Telur hagkerfið í sterkri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 1319881

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband