Gíslataka á Alþingi.

 

Gíslinn er sameign okkar allra, og áar okkur tóku hann uppá sína arma á Þingvöllum fyrir um 70 árum síðan.

Gíslinn heitir lýðræði.

 

Þrátt fyrir allt þraslyndi þjóðarinnar þá hefur ríkt sátt um lýðræðið, en þó ekki algjör, lítill félagsskapur hægriöfgafólks hefur hatast við það eins og pestina því lýðræði fjöldans skerðir frelsi auðmanna við að fara sínu fram óháð lögum og reglum samfélagsins.

Hluti þessa hægriöfgafólks á sér skjól í Sjálfstæðisflokknum, og það á einn fulltrúa á þingi.

Fyrir gráglettni örlaganna þá var þessi eini fulltrúi gerður að dómsmálaráðherra, og sjálfum sér samkvæmur, þá fór hann að vega að lýðræðinu og stofnunum þess.

 

Með einni leiftursókn tókst honum þrennt.

Eyðileggja trúverðugleika hins nýja dómsstigs, Landsréttar, svo um það mun aldrei ríkja sátt á meðan dómarar sitja í skjóli geðþótta.

Eyðileggja það litla sem eftir var af virðingu Alþingis með því að láta ráðherra ríkisstjórnarinnar neyða þingmenn flokka sinna til að samþykkja geðþóttann.

Afhjúpa vitsmunastig þeirra þingmanna sem fóru í pontu og reyndu á einhvern hátt að réttlæta rökstuðning sem stóðst enga röklega hugsun.  Því eitt er að vera neyddur til að samþykkja, annað er að taka undir órök eins og um rök sé að ræða.  Það gera aðeins fíflin ein.

 

Það blasir við að það lágu engin fagleg rök að baki um að vega og meta hæfni umsækjenda.  Val ráðherra byggðist auðvitað á þeirri forsendu að þeir sem sóttu um embætti dómarar við Landsrétt, hefðu til þess menntun og reynslu, annars hefðu þeir ekki sótt um.

Síðan var lagt kalt mat á stjórnmálaskoðanir fólks, bæði til samþykkis og synjunar og tengsl þess við flokkinn og mikilvæga flokksmenn könnuð.  Loks voru einhverjir meinleysingjar teknir með, svo spillingartengslin væru ekki eins augljós.

Flóknara var matið ekki, og engin ástæða til að halda öðru fram, hvað þá að reyna finna heila brú í brúarlausri rökfærslu. 

 

Réttlæting sem er álíka gáfuleg eins og að segja að ráherra sem ræður í starf þar sem auglýst er eftir menntun og reynslu, en ræður svo bílstjóra sinn með þeim rökum að hann hafi bílpróf, að hann hafi staðið faglega að málum því í auglýsingunni hafi verið tekið fram að umsækjendur ættu að hafa menntun á sínu sviði, helst doktorspróf, og viðtæka starfsreynslu í faginu. Og ráðherra segðist síðan hafa lagt faglegt mat á menntun og reynslu og þetta hafi verið hin faglega niðurstaða hans. 

Allt faglegt nema niðurstaðan, hún stangaðist á við allar forsendur, en þá dugar bara að segja að hún sé vel rökstudd, málið þar með afgreitt.

Staðreyndir, þær skipta engu máli, og nóg er af flokksmönnum þarna úti sem réttlæta allt.  Verja allt.

 

Og þetta er það versta við þann gjörning hægriöfganna að taka Sjálfstæðisflokkinn í óæðri endann.

Það er lítilsvirðingin sem þingmenn sýna þjóðinni, sýna kjósendum sínum, með því að reyna finna einhver rök í rökleysunni.

Ef þeir treystu sér ekki til að segja að þeir hefðu verið neyddir til, og ef þeir treystu sér ekki til að segja satt um forsendur ráðherra, og bent á að þrátt fyrir þær, þá væri þetta allt ágætis fólk, og alveg hæft til verka, þá gátu þeir að minnsta kosti sleppt því að gera sig að fífli.

Því sá sem trúir því að fólk sé fífl, og talar við það eins og það sé fífl, hann afhjúpar aðeins sjálfan sig.

 

Það eina sem er öruggt í máli þessu öllu, er að þegar látið er undan fyrstu gíslatökunni, þá fylgir sú næsta í kjölfarið.

Hvað ráðherra lætur sér detta næst í hug til að fífla flokk sinn og Alþingi, má guð vita.

Það eina örugga er að það muna grafa frekar undan lýðræði landsins.

Veikja stofnanir þess, valda deilum og sundrungu.

 

Því ráðherra er engin veimiltíta, hún er alvöru manneskja sem veit sínu viti.

Eitthvað sem gerir hvíta hrafna algenga í samanburði það er þegar litið er yfir sali Alþingis í dag.

 

Ráðherra mun örugglega finna uppá einhverju.

Og hann mun örugglega komast upp með það.

 

Það er of góður bissness í Engey ehf til að félaginu sé svo glatt slitið.

Því þegar upp er staðið snýst þetta allt um aurinn sem völdin skapa.

 

Þjóðin??

Hvað með hana?

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Alþingi samþykkti tillögur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarbælið Alþingi.

 

Er í okkar boði.

 

Það erum við sem kjósum aftur og aftur síbrotafólk, sem lofar bót og betrun, fyrir hverjar kosningar, og svíkur ítrekað þess á milli.

Þetta er fólkið sem stjórna okkur sér og sínum til hagsbóta.

Þetta er eins og kommúnistar fortíðar sem rændu og rupluðu eigum fólks, og komu á alræði Örfárra, neyddu fólk til að vinna hjá Örfáum stórfyrirtækjum, og réttlættu völd sín með einhverju orðagjálfri um frelsi og jafnræði.

 

Hve lengi ætlum við að líða þetta spillingarbæli?

Að 30% fólkið sem með lygum og blekkingum, laug sig til valda, að það ráðskist með allt og alla.

Þetta er fólkið sem á ekki krónu í neitt, á mestu velmegunardögum þjóðarinnar, en margar krónur í vasa sína og sinna.

 

Hvenær ætlum við að andæfa, að rísa upp í eitt skipti fyrir öll og losa okkur við þessa kommúnista nútímans?

Sjáum við ekki hvað er að gerast?, að það er æ minna af þjóðarkökunni til skiptanna, til okkar, en æ stærri hluti hennar fer í vasa hinna Örfáu og vinnumanna þeirra.

Að fjárskorturinn er tilbúið vandamál, að hann er mannanna verk, vegna afráns hagkerfis sem byggt er á hagbábiljum frjálshyggjunnar.

 

Hvenær ætlum við að upplifa okkur sem fólk?, sem manneskjur, en ekki sem sinnulaus neysludýr, sem sýna þau einu viðbrögð við spillingunni að vona að Costco opni aðra búð.

Hvenær ætlum við að skilja að það er engin framtíð án innviða, án menntunar, án manngæsku?

Og þegar spillingarbælið grefur undan þeim hornsteinum, þá grefur það undan því sem okkur er kærast, sjálfu lífinu sem við ólum og sórum að vernda.

 

Það er eitthvað mikið að þegar fólk ver sig ekki.

Ver ekki framtíð barna sinna.

Lætur spila með sig óendanlega út í eitt.

 

Þetta á ekki að vera svona.

Þetta þarf ekki að vera svona.

 

En völin og kvölin er okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is „Alveg augljós flokkstengsl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að spila sig fífl til að verja hið óverjanlega?

 

Hvernig getur Birgir Ármannsson látið þetta út úr sér; "„Það er al­gjör­lega ótví­rætt að ráðherra hef­ur rök­stutt til­lögu sína á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða.“"

Heldur hann virkilega að þjóðin sé fífl, eða er hann að tala til kjósenda Sjálfstæðisflokksins?

Er þetta álitið sem hann hefur á þeim??

"Þið eruð heimsk og ég tala við ykkur heimskra manna mál svo þið getið farið róleg í háttinn."!!??!

 

Af hverju segir þingmaðurinn ekki eins og er að ríkisstjórnin er í gíslingu eins manns meirihlutans, að ef hún vill lifa af, þá verður hún að lúffa fyrir geðþótta hægriöfganna, sem finnst fátt skemmtilegra en að veikja almannavaldið, enda stendur slíkt skýrt í stefnuskrá þeirra.

Af hverju biðlar hann ekki til kjósenda sinna og biður þá um skilning, mörg önnur þörf mál séu í farveginum, og þrátt fyrir allt þá horfi til framfara, ekki afturfara??

Eða finnst honum það kannski full mikil lygi, það sé þó betra að hanga á hundsroðinu um málefnalegan rökstuðning ráðherra um að sá sem sé síðastur, sé sá fyrsti, að sá sem er skyldur, sé betri en óskyldur, og sá sem er tengdur sé betri en ótengdur.

Og svo skipar maður ekki bölvaða komma í dómarasæti, allavega myndi Trump aldrei gera slíkt.

 

Það er mikið að í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana.

Mikið.

Flokkurinn er í gíslingu öfganna, og þetta er aðeins upphafið.

Þeir eru rétt komnir á bragðið, búnir með sitt fyrsta test.

 

Kannski hefði átt að velja hinn hæfasta í embætti dómsmála.

Jafnvel þó hann væri mannkostamaður með þann persónuleik að geta orðið formaður flokksins í fyllingu tímans.

Það má jú alltaf slíta einkahlutafélögum, og kjósa uppá nýtt.

 

Allavega er bullið flokknum til vansa.

Og það sem verra er, bullið setur Alþingi niður.

 

Og það eru ekki rök í málinu að vandséð er hvernig það kemst neðar.

Gjörðin er sú sama fyrir það.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákvörðun ráðherra verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju talar maðurinn ekki mannamáli??

 

"Langt frá því að vera sannfærður"!!!, segir formaður Samfylkingarinnar um geðþótta ákvörðun spillingarinnar.

Um frændhygli, flokkshygli að ekki sé minnst á að fólk sé látið gjalda stjórnmálaskoðana sinna.

Geðþóttaákvörðun sem vegur að hinum nýja dómsstól, Landsrétti, vængstífir hann strax áður en hann hefur starfsemi sína.

 

Er formaður Samfylkingarinnar svo samdauna svona óhæfuvinnubrögðum að hann á ekki til sterkari orð í farateski sínu til að lýsa viðbrögðum sínum??

Eða heldur hann að þegar hægriöfgar vega að trúverðugleika stjórnsýslunnar, og skerða um leið traust almennings á dómskerfinu, sem nota bene er yfirlýst markmið hægriöfga, að þá eigi hann að mjálma, því mannamál sé ekki viðeigandi í þingsölum.

Hvað er það??, hvað skýrir svona veimiltítu?

Er það sá nagandi grunur að hans flokkur hefði gert það sama, hefði hann til þess fylgi og tækifæri, eða hafi gert eitthvað svipað á liðnum árum og áratugum?

 

Eitthvað er það, eitthvað hlýtur að skýra mjálm fjórflokksins, að aðeins Píratar hafa þann manndóm að rísa upp, allir sem einn, og segja;

"Vér mótmælum öll".

 

Orð sem áður hafa verið sögð.

Gegn geðþótta valdmisbeytingarinnar.

Orð sem þarf að segja þar til síðasti spillingarpúkinn hefur verið hrakinn af fjósabitum Alþingis.

 

 

Annað er aðeins samtrygging.

Samspilling.

Kveðja að austan.


mbl.is Langt frá því að vera sannfærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engey ehf.

 

Er fjölskyldufyrirtæki sem er í ýmsum rekstri, aðallega að kaupa og selja ýmis peningaleg verðmæti.

Eins rekur fjölskyldan ríkisstjórn Íslands og hefur falið þeim ættarlauk sem illa gekk í viðskiptum, líklegast vegna tíðs minnisleysis, að sjá um þann rekstur.

Rekstur ríkisstjórnarinnar er ábatasamur og hefur skilað fjölskyldunni milljarða í eigin vasa, beint en ekki hvað síst óbeint.

 

Rekstur snýst um gróða, ekki prinsipp, og forsenda rekstrar er að fyrirtækið haldist starfhæft, jafnvel þó að því sé sótt.

Þegar geðþótti hægriöfga slátrar trúverðugleika Landsréttar, þannig að rétturinn er andvana fæddur, þá segir Engeyingurinn, þessi sem gekk ekki of vel í viðskiptum, að eigin sögn vegna þess að hann vissi ekki hvað hann var að gera, eitthvað.

Hann segir eitthvað.

Og veit eins og er að flokkurinn hlýðir, hann á hann jú.

 

Skoðum hvað hann segir um þessa gagnrýni Jóhannesar Karls Sveinssonar hæstaréttarlögmanns;

 

Jóhannes Karl segir í umsögninni að það sé „alþekkt að sumir ráða ekki við freistinguna að skipa vini sína, skoðanabræður og systur eða jafnvel ættingja í embætti. Þeir ganga framhjá þeim sem þeir telja með óheilbrigðar skoðanir á þjóðmálum eða þeir telja sig eiga eftir að jafna einhverjar sakir við. Síðustu 10 árin hefur réttarkerfið glímt við afleiðingar af skipunum af þessum toga í embætti dómara. Vantraust og tortryggni gripu um sig eftir skipanir í lok árs 2007 með dapurlegum afleiðingum fyrir alla sem í hlut áttu“.

... Hann segir það ekki algjörlega bannað að víkja í verulegum mæli frá niðurstöðum dómnefndar, líkt og Sigríður Á. Andersen ákvað að gera. Það sé þó lágmarkskrafa að fyrir því séu færð frambærileg rök sem dugi til að sannfæra Alþingi og aðra um að nefndin hafi komist að rangri niðurstöðu. „Með þetta í huga las ég rökstuðning ráðherra fyrir breyttri röðun. Eins og fleiri fékk ég áfall við að lesa þau skrif. Þau uppfylla engar lágmarkskröfur stjórnsýslu um rökstuðning og standast auk þess enga efnislega skoðun. Ráðherra virðist bara segja að hún telji að dómarareynsla eigi að hafa meira vægi en nefndin ákvað og að því sögðu eru einhverjir 24 ónefndir umsækjendur á sama báti. Engin rök eru færð fram fyrir því að velja þá 15 sem hún leggur nú til við Alþingi.“

Jóhannes Karl segir að vandamálið við röksemdir Sigríðar séu að hrókeringar ráðherrans geti alls ekki byggt á þessum forsendum. Þannig hafi umsækjanda sem metinn var númer sjö í mati hæfinefndar, Eiríki Jónssyni, til dæmis verið hent út úr hópi kandídata en aðrir með minni dómarareynslu látnir í friði. Dómnefndin sé því virt að vettugi og allar almennar stjórnsýslureglur látnar lönd og leið.

 

"Sigríður rökstuddi mál sitt vel".

Þarf eitthvað að hafa fleiri orð um málið?

 

Ekki hjá Engey ehf.

Kveðja að austan.


mbl.is Bjarni styður tillögur Sigríðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 457
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 1320465

Annað

  • Innlit í dag: 402
  • Innlit sl. viku: 544
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 377

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband