Það er ljótt að gera grín að Trump.

 

Alveg eins og það er ljótt að gera grín að fjölfötluðum, eða fólki sem fékk ekki sama atgervi og við hin í vöggugjöf, og getur því ekki svarað fyrir sig.

Maður ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, nema kannski Jón Gnarr, en hans fyndni var einhvern veginn þannig að hún var eðlileg, ef svo má að orði komast.

Líkt og að Jón hafi í raun verið að gera grín af sjálfum sér.

 

Svo kannski má Jón Gnarr gera grín að Trump.

En hvort hann verði rannsakaður og sektaður, það er önnur ella.

Því sumir eru alveg húmorslausir, og ef þeir hafa völd til að stöðva húmor, þá gera þeir það.

 

Hver man ekki eftir fúla kennaranum sem mátti ekki brandara heyra?

Eða Liverpool aðdáenda á sorgartímum liðs þeirra??

 

Svo bara, hvernig er yfir höfuð hægt að gera grín að Trump??

Maðurinn einokar það svið, þó vart sé það viljandi.

Nei menn hafa verið teknir og hýddir af minna tilefni.

 

Sniðug þessi stofnun sem telur sig hafa hæfni til að meta grín.

Megi hún vernda hinn lægsta garð.

Vernda þá sem ekki hafa vitið til að svara fyrir sig.

 

Vernda frelsið, vernda lýðræðið.

Vernda Trump.

Kveðja að austan.


mbl.is Colbert til rannsóknar vegna Trump brandara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Felst lærdómur hinna gjörspiltu

 

Ekki í því hvað þeir komast upp með, og hvað ekki?

Skipta þeir bara ekki um aðferð næst??

 

Munum samt að spillingarferlið í kringum Vaðlaheiðargöng á sér engin fordæmi á Íslandi.

Alþingi hafði komið sér saman um ákveðna reglur um hvernig meta skyldi forgang jarðgangna.  Svona svipað eins og virkjunarkostir eru metnir.

Samkvæmt því mati þá voru nokkur jarðgöng á undan Vaðlaheiðargöngunum á forgangslistanum, og ljóst að þau yrðu ekki grafin næstu áratugina eða svo.  Nema náttúrulega stórauknir fjármunir yrðu settir í jarðgangnagerð, eitthvað sem er bæði hagkvæmt og skynsamlegt, í raun nútímavæðir landið.

 

En það er of flókið fyrir stjórnmálamenn okkar að fjárfesta í framtíðinni, þeim er eðlislægara að svindla á sínum eigin reglum.

Og þær voru sniðgengnar með gervieinkaframkvæmd sem er alfarið á ábyrgð og kostnað skattgreiðanda.

Þá Barbabrellu verður kannski ekki hægt að nota aftur, en á meðan þess menn eru kosnir, aftur og aftur, og þeir geta endalaust komist upp með að afneita raunveruleikanum með orðhengilshætti, þá verður þeirra eini lærdómur að þeir þurfi að finna uppá einhverju nýju næst.

Nýjum sjónhverfingum, nýjum blekkingum.

 

En vinnubrögð hins gjörspillta breytast aldrei.

Þess vegna er hann jú gjörspilltur.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Enn á móti gangagerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband