Ef það er ekki fellibylur sem leggur í rúst.

 

Þá leggjum við til jarðskjálfta, flóð eða jafnvel engisprettufaraldur.

Svo það sé öruggt að rústin ein og sviðin jörð verði hlutskipti þess fólks og þeirra byggðarlaga sem afkomu hafa af þessum forna atvinnuvegi þjóðarinnar.

 

Píratar benda vissulega réttilega á að aukin gjaldtaka magni upp vandann, og það er vegna þess að bæði ýtir hún á stórfyrirtæki til að afleggja minni starfsstöðvar, sem og sem er mesti kommúnisminn að hún hrekur smærri aðila úr greininni.  Sem eins og hjá Stalín, að fólk er neytt til að vinna hjá örfáum stórfyrirtækjum.

En væntumþykja Pírata og samúð með því fólki sem missir vinnu sína, fellur um sjálft sig þegar þeir leggja til leið hinnar grímulausu frjálshyggju, uppboðsleiðina.

Uppboðsleiðin er því marki brennd að hún mergsýgur það sem boðið er upp, því þannig ná menn hagnaðinum, og um það eru ótal mörg dæmi, bæði gömul og ný í gegnum söguna.  Menn ættu að spyrja niðursetninga fyrri tíma um ágæti hennar, eða þá sem dúsuðu í enskum fangelsum á þeim tímum þegar rekstur þeirra var boðinn út gegn gjaldi, eða kynna sér kjör og aðbúnað landbúnaðarverkafólks og leiguliða á stórjörðum Norður Ítalíu á síðmiðöldum og byrjun Nýaldar.  Nú eða aðbúnað þræla í Nýja heiminum, afdrif skattlanda Rómverja sem boðin voru hæstbjóðenda og svo koll af kolli.

Hvatinn sem leitar að hámarkshagnaði og er festur í sessi með uppboðskerfi, hann hefur aldrei skilað neinu góðu til fólks, en sem slíkur ágæt leið til að hámarka arðinn í vasa þess sem leigir út gæðin.

 

Frjálshyggja snýst um aur, ekki fólk.

Kerfi sem hugsar um velferð fólks og samfélaga, krefst annarra leiða.

 

Og þetta skilur fólk.

En ekki frjálshyggjufólk.

 

Það er augljóst í hvorum flokknum Píratar eru.

Kveðja að austan.


mbl.is Gjaldtaka aðeins áhugamál Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur rafeindanna.

 

Sem hefur yfirtekið allt mannlegt samfélag, og hótar jafnvel að gera manneskjuna óþarfa, er óöruggari en íbúð gamallar konu sem læsir aldrei á kvöldin og er full af verðmætum málverkum.

Sem að sjálfsögðu er fyrr eða síðar rænd.

 

Þetta er tæknin sem við treystum á.

Og þetta er tæknin sem á að útrýma hinni vinnandi hönd.

 

Við erum algjörlega háð henni, og það er ekkert mál að skrúfa fyrir hana.

Og koma mannkyni því sem næst aftur á steinöld.

 

Er ekki tími til kominn að staldra við.

Segja að þetta á ekki að vera svona.

 

Það þarf ekki annað en að gera markaðinn ábyrgan fyrir tjóninu, og þá mun hver sú ný tækni sem tekin er í notkun vera örugg í þeirri merkingu að þriðji aðili getur ekki tekið yfir hana.

Greiðslukerfi þannig útbúin að það sé tvöfalt öruggi þannig að viðskiptavinur þarf ekki að glápa á kassann á meðan posinn er úti og svo framvegis.

Því það er þannig, að er hægt er að koma kostnaðinum á viðskiptavininn, þá er öryggi alltaf á hakanum.

 

En á meðan markaðsöflin eiga stjórnmálamenn okkar þá mun ekkert breytast, ekki frekar en með ræningjakapítalistann sem hefur tapið alltaf á sér kennitölu.

En það er ekkert lögmál að stjórnmálamenn lúti auðnum.

Við getum alveg átt þá líka.

 

Þetta er bara spurning um viljann.

Og heilbrigða skynsemi.

Kveðja að austan.


mbl.is Hugbúnaðinum stolið frá NSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 60
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 1619
  • Frá upphafi: 1321511

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 1379
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband