"Al­menn­ing­ur nái sín­um eign­um til baka"

 

Sem er ekki líklegt meðan fólk lætur handbendi auðmanns glepja umræðuna.

Og ef útí það er farið, er það líklegt að vanda þjóðarinnar megi rekja til þess að atvinnurekendur komi að stjórn lífeyrissjóða??

Skýrir það síránið eða að auðklíkan sem Gunnar Smári hefur þjónað svo dyggilega frá Hruni ráði öllu hér á landi?

Og hvað skyldi tryggja betur völd hennar, að fólk sameinist ekki gegn henni, en Ruglandi umræðunnar??

 

En samt á Gunnar Smári mikla þökk fyrir eitt.

Og það er að þetta síðasta flipp hans afhjúpar ansi marga.

Annað hvort sem erkisauði eða það sem verra er, fólk sem hefur selt auðnum sálu sina, eða þráir að komast í þá stöðu.

 

Hvort sem er, þá er gott að vita hverjum það þjónar.

Kveðja að austan.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru maður mælir á mannamáli.

 

Ekki á stofnanísku, ekki á kerfisísku, ekki á skriffinnaísku.

Þess vegna skilja allir orð hans, þess vegna er þöggun beitt svo orð hans fái ekki vængi.

Það er einkahlutafélagið ASÍ í eigu helstu skrifborðsstarfsmanna sambandsins sem gerði slíkt svo klappa á axlir væri tryggt á næsta fundi með höfðingjunum.

 

En ef byssum er ekki beitt, eða dýflissur ekki nýttar, þá þagga vinnumenn auðsins ekki í manninum sem mannamál mælir.

Og á meðan er til frjáls fjölmiðill, þá fá orð hans vængi.

Í þessari frétt Morgunblaðsins má margt lesa, ræðu Ragnars í heild má lesa á netinu  til dæmis í vefritinu Kvennablaðið (linkur í fyrstu athugasemd).

 

Margt af þessu hefur verið sagt áður, til dæmis þegar forysta ASÍ fer í larfana, rifjar upp rótækni æskunnar með því að syngja nallann, og fer með frasa á tyllidögum. 

Og margur gasprarinn mun nýta þessi orð til að kasta umræðunni á dreif í þágu húsbænda sinna.  Meðal annars nýfæddir sósíalistar, gamlir sósíalistar í regnhlífasamtökunum kennd við VG, sjóræningjar og fleiri.

Það er liðið sem sér til þess að ekkert breytist, að völd auðsins verði ekki skert, heldur bætt í þar til alræði hans verður algjört.

 

En þetta fólk er allt falskt, rammfalskt, löngu berstrípað í augum hins venjulega manns.

Sem hefur búið við það ömurlega hlutskipti að hafa aldrei haft valkost gegn auðnum, sem hefur séð á eftir lýðveldinu í vasa Örfárra auðmanna.

Séð vinnumenn þeirra nauðga lýðræðinu aftur og aftur.

 

Þetta fólk skilur mannamál þegar er mælt.

Og það hefur tóneyra til að þekkja fagran söng frá rammfölsku ýlfri.

 

Það er ekki lengur vopnlaust.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Berjast vopnlausir gegn leigurisum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðnandi átök.

 

Er spádómur formanns BSRB.

Þar sem jafnvel hinir gleggstu hafa ekki numið merki þessara átaka þrátt fyrir sírán hinna Örfáu, þá hlýtur að vakna sú spurning hvort formaður BSRB sé að vísa í þróun öreindatækja, að þar sé að vænta mælitækja sem geta numið eitthvað þar sem ekkert er að nema.

Því það vita allir að núverandi verklýðsforysta ógnar ekki auðræðinu, í besta falli er hún samdauna, í versta falli meðreiðarsveinn.

 

Nema, nema að formaður BSRB nemi veðrabrigði, að kjör alvöru manns í formannsstól VR sé forboði umbyltingar í verkalýðshreyfingunni, og síðan þjóðfélaginu öllu.

Að hún sé spámaður þeirra byltingar fólksins sem í vændum er.

 

Því líf leitar alltaf leiða til að lifa af.

Því maðurinn er í eðli sínu frjálsborinn og leitast alltaf við að losna við hlekki kúgunar og arðráns hinna Örfáu.

 

Það skyldi þó ekki vera.

Kveðja að austan.


mbl.is Misskipting leiðir til harðnandi átaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 809
  • Frá upphafi: 1320656

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 698
  • Gestir í dag: 79
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband