Stjórnarliðar tala tungum tveim.

 

Í Evrópumálum neyðist utanríkisráðherra að senda erlendum fjölmiðlum opinbera leiðréttingu vegna ummæla formanns utanríkismálanefndar um að EES samningurinn sé ónýtur og að hagsmunum Íslands sé best borgið innan Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra bendir réttilega á að þessi ummæli formanns utanríkismálanefndar sé ekki opinber stefna íslenskra stjórnvalda.

Og trúnaðarmaður ríkisstjórnarinnar bregst við með þeirri barnalegri yfirlýsingu að hún hafi málfrelsi, eins og að málfundafélag stjórni landinu en ekki alvöru stjórnmálaflokkar.

 

Látum svo vera, barnaskapur er alltaf barnaskapur.

Hins vegar er öllu alvarlegra sá opinberi ágreiningur sem kominn er upp milli samgönguráðherra og formanns fárlaganefndar.

Og þar er munurinn að formaðurinn heldur fram opinberi stefnu ríkisstjórnarinnar um "sókn í samgöngumálum" á meðan samgönguráðherra sagði uppí opið geð á þjóð sinni að ríkisstjórnin meinti ekkert með yfirlýsingu sínum um uppbyggingu samgöngukerfisins. 

Það hefði bara verið kosningadjók, og síðan aftur djók þegar forsætisráðherra ítrekaði stórsóknina.

Svona gert til að fífla fólk, til að draga dár á því.

 

Svarthvítari getur einn málflutningur ekki orðið.

Annar hvor fer rangt með, svo við tölum ómengað mannamál, annar hvor lýgur eins og best hann getur. 

Því svart getur aldrei verið hvítt, og hvítt getur aldrei verið svart.

Spurningin er hvor það er.

 

Túlkar borgaralegi íhaldsmaðurinn stefnu ríkisstjórnarinnar.

Eða túlkar sá sem er í vasanum þá stefnu.

Hvorum hryggjar skyldi stuðningur Bjarna falla??

 

Þar er efinn.

Þar er efinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Hafa málfrelsi í Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur rís upp gegn síljúgandi stjórnmálamönnum.

 

Allavega hinir meintu niðursetningar á landsbyggðinni sem endalaust var talið að væri hægt að svíkja og blekkja.

Þeir kysu sinn Sjálfstæðisflokk fyrir því og tryggðu honum heljartök á íslenskum almenningi.

 

En jafnvel þó mælirinn sé stór, þá kom loksins sá dropi sem dugði til að fólk segði hingað og ekki lengra.

Nútíma samgöngur eru forsendur nútímasamfélags.

Og það er engin velmegun og velferð ef innviðir eru látnir grotna niður.

 

Og það eru ekki rök í málinu að slá því fram að auðstéttin hafi aldrei haft það betur.

Og núna eigi hún að fá að braska með Arion banka, flytja auð sinn úr landi eftir losun gjaldeyrishaftanna og annað það sem núverandi ríkisstjórn ætlar að gera í hennar þágu.

 

Fólkið í landinu er búið að fá nóg.

Það er búið að átta sig á að það er enginn munur á síljúgandi stjórnmálamanni og sístelandi búðarþjófi.

Nema að þegar stjórnmálamaðurinn lýgur sig til valda, í þágu auðs og auðmanna, að þá er hann hættulegur, gjörspilltur, tilheyrir í raun glæpaklíku.

 

Og fólk er hætt að tjá sig í hljóði, sín á milli heyrir maður æ fleiri nota orðið glæpaklíka.

Hógværu fólki er ofboðið og það er stutt í að það notar þessa skilgreiningu opinberlega.

Líkt og gerðist í Perú á sínum tíma þegar almenningur áttaði sig loks á að gjörspilltir stjórnmálamenn voru búnir að glæpavæða landið.  Og líkt og er að gerast í Suður Kóreu í dag.

Fólk rís upp, fólk mótmælir.  Það nennir ekki endalaust að hlusta á afsakanir fyrir öllum svikunum og blekkingunum.

 

Íslensk þjóð hefur aldrei staðið betur en í dag.

Innviðir hennar hafa aldrei verið eins hrörlegir og í dag.

Og eina sem Alþingi talar um er brennivín.

 

Það er eitthvað mikið að.

Eitthvað rosalega mikið að.

Og þetta á ekki að vera svona.

 

Vér mótmælum öll.

Ekki bara Jón Sigurðsson.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Mótmæla við Hornafjarðarfljót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær hætti slysaaldan á Reykjanesbrautinni??

 

Það var þegar hún var tvöfölduð.

Það er á þeim hluta hennar sem var tvöfaldaður.

 

Hvar er ennþá slys??

Jú, þar sem kerfið stöðvaði verktakann þó hann hefði getað klárað verkið á nokkrum mánuðum.

 

Og er ekki kominn tími til að tala mannamál, og spyrja, hvort er vísvitandi verið að drepa fólk, eða er má kenna heimsku um og tala um manndráp af gáleysi.

Hverjir svo sem ábyrgðina bera, þeir eru allavega margir, þá getum við ekki lengur látið staðreyndir málsins ráfa um svæðið eins og beiningarkerlingu í leit að líkn.

Það var glæpur að stöðva framkvæmdirnar 2008, og þáverandi ráðamenn eiga sér enga afsökun.

Menn gambla ekki með mannslíf í þágu Mammons.

 

Fátæk þjóð lagði vegi um allt landið.

Rík þjóð þykist ekki geta haldið þeim við.

Það er einhver þversögn í þessu sem gengur ekki upp.

 

Hættum þessari vitleysu.

Hættum að þiggja svæfingadóp kerfisins að kynna endalausar skýrslur og greiningar.

Skýrslur bjarga ekki mannslífum, framkvæmdir gera það.

 

Látum ekki segja okkur annað.

Sættum okkur ekki við annað.

 

Annað gerir okkur samsek.

Kveðja að austan.


mbl.is Alvarleg slys á vegum á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumurinn eini.

 

Draumur okkar allra sem Mammon blóta og frjálshyggjuna styðja.

Er að hafa almenning að féþúfu.

 

En að þjóðin skuli gefa þessu fólki tækifæri á að láta drauma sína rætast, það er hins vegar illskiljanlegt.

Að fámenn auðklíka skuli hafa öll tögl og haldir í samfélaginu í dag.

Farandi ránshendi um borgir og byggðir líkt og lénsaðallinn gerði á öldum áður.

 

Er svona gaman að vera barinn þræll og arðrændur almúgi??

Að taka ofan og horfa biðjandi á auðinn um örfáa brauðmola??

 

Eitthvað er það.

Eitthvað skýrir þetta glott.

 

Kannski er þrælslundin meðfædd eftir allt saman.

Kveðja að austan.


mbl.is Vegtollar geti flýtt framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 1525
  • Frá upphafi: 1321533

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1300
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband