Svik á svik ofan.

 

Sem engin lát eru á.

Svik gagnvart þjóðinni, gagnvart almenningi, gagnvart framtíð þess lífs sem við sórum að verja.

 

Það þarf ekki að rekja þá svikasögu þegar Steingrímur Joð Sigfússon afhenti vogunarsjóðum Nýju bankana okkar og gaf þeim veiðileyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki.

Saga sem sjálfstæðismen hafa rakið ítarlega, þar á meðal ritstjóri Morgunblaðsins, og margir gengið svo langt að ýja að Steingrím hefði átt að draga fyrir Landsdóm fyrir þann gjörning. 

Svik sem útskýrir hina algjöra þögn VG liða í dag, því sem samsekir hafa þeir þó vita á þegja þegar ljóst er að núverandi ríkisstjórn ætlar að festa eignarhald vogunarsjóða á bönkunum til langs tíma.

 

En í dag eiga sömu svik ekki að líðast.

Hvaða stjórnmálaflokkur hafði það á stefnuskrá sinni að hrægammar ættu að eiga íslensku bankana??

Hvaða stjórnmálaflokkur sagðist myndi fagna því ef hrægammar myndu fjárfesta í hinu nýja bankakerfi??

 

Svarið er enginn

Þeir sögðu allt annað, til dæmis ætluðu þeir allir sem einn að endurreisa innviði þjóðarinnar eftir niðurníðslu eftirhrunáranna.

Þeir lugu sig til valda, skiptu með sér verkum, annar hópurinn fór í ríkisstjórn, meðan hinn þylur texta hins tilbúna andófs stjórnarandstöðunnar.

Og festa síðan í sessi blóðmjólkun fjármagns á almenningi og fyrirtækjum.

Ræða ekkert, spyrja engan, fara sínu fram.

 

Síðan má spyrja hver er æra þess fólks sem hlaut kosningu vegna þess að það lofaði að breyta, að bæta, að bjarga þjóðinni úr klónum á fjárplógskerfinu.  Og vílaði sér ekki að berstrípa sig fyrir framan alþjóð til að fá samúð, og atkvæði.

Og styður síðan ósómann.

Er hluti af glæpaklíkunni sem laug sig til valda.

Það er ekki nóg að segja; "ég er ekki stolt af þessu", það var lofað að berjast gegn þessu.

 

Síðan má ræða um hina aumkunarverðu, sem gagnrýndu þá, en þegja í dag.

Bera fyrir sig minnisleysi eða elliglöpum.

Skyldu þeir þó hafa þann manndóm að senda Steingrími Joð fjölpóst þar sem þeir biðja hann afsökunar á öllum gífuryrðum sínum.  Núna svona þegar formaður þeirra bendir landsmönnum á að hinir meintu hrægammar eru bara "öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum".

Var það ekki einmitt þetta sem Steingrímur sagði allan tímann, og hlaut brigsl um landráð fyrir?

Vissulega er aumt að geta ekki staðið við stóru orðin, og labba jarmandi í halarófu á eftir formanni sínum, en aumast af öllu er að hafa ekki manndóm að biðjast ekki afsökunar á fyrri orðum um þessa "öflugu erlenda aðila", sem formaðurinn fagnar svo mjög að skulu vilja setjast hér að til frambúðar.

Næstu dagar munu skera úr um þeirra lægsta punkt, hve langt þeir komast í lágkúrunni og fylgispektinni.  Hversu hlægilegir þeir verða næst þegar þeir nota digurbarkann.

 

En þjóðin stendur á krossgötum.

Það er morgunljóst að hið skítuga fjármagn hefur endurfjármagnað nýja atlögu að henni.

Hagur morgundagsins á að renna í vasa þess, og hinir löglegu fjárflutningar eiga að tryggja skjólið í leyniskúffum aflanda.

 

Spurningin er bara hvort hún ætlar að láta þetta yfir sig ganga enn einu sinni.

Eða snúast til varnar.

 

Þar er efinn.

Sem aðeins morgundagurinn getur svarað.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is „Ég er ekki stolt af þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálst flæði fjármagns þjónar tvennum tilgangi.

 

Það gerir mattador peningum, það er fjármunum sem búnir erum til með einni Enter færslu í fjármálakerfinu, kleyft að fara um heimsbyggðina eins og engisprettufaraldur og sjúga til sín raunverðmæti með ýmsum fjármálasjónhverfingum sem kallaðar eru stöðutökur, vaxtamunaviðskipti, kaupa skuldir á hrakvirðir, eða hvað þetta heitir allt saman.

Litla birtingarmynd þess sjáum við á Íslandi í dag þegar litla ljóta glæpaklíkan okkar leyfði hrægömmum að eignast Arion banka.

 

Síðan þjónar hið frjálsa flæði glæpamönnum af ýmsum tagi, bæði gamladags sem græða á hefðbundinni mafíustarfsemi, eins og vændi, mannsali, eiturlyfjasölu, fjárkúgun eða vörusvindli, sem og fjárglæpamönnum sem nýta sér hið frjálsa flæði til fjárflutninga af ýmsu tagi.

Á Íslandi þekkjum við gaurana, séníin sem komu  eigna- og hlutbréfaverðum uppúr öllu valdi með innbyrðisviðskiptum, fluttu svo gróðann úr landi, en skildu skuldir sínar eftir á eignalausum kennistölum.

Hvert var til dæmis gjaldþrot eignarhaldsfélags Engeyjarættarinnar sem átti bensínsölukeðjuna kennda við N4??  Nokkur hundruð milljónir, nokkrir milljarðar, nokkrir tugir milljarðar?

 

Það þarf engan að undra, að nokkrir virðulegir bankar, sem nota bene eru ekki í eigu virðulegra manna, sjái hag sinn í að þjónusta peningaþvætti glæpamanna, eigendur þeirra borguðu jú ekstra fyrir hinn meinta virðuleika, og hann er hugsaður til að kerfið spyrji ekki óþægilegra spurninga.

Það þarf engan að undra því það er sama fólkið beggja vegna borðsins.

Með stjórnmálastéttina í vasanum, ef hún er þá hreinlega ekki hluti af glæpaklíkunni.

 

Þannig er heimurinn í dag.

Þannig er Íslandi í dag.

 

Það þarf ekki forskeytið "rússneskir" til að aðgreina glæpamenn, slíkt er einfaldlega rasismi. 

En kannski er það nauðsyn fyrir blaðamenn hinna "frjálsu" fjölmiðla í eigu auðsins, svo þeir fái að birta svona frétt. 

Svo almenningur fái það á tilfinninguna að þetta sé að gerast einhvers staðar nógu langt í burtu, jafnvel í galaxy far far away svo ég vitni í myndina einu.

 

En við þurfum ekki að fara svo langt.

Okkur dugar að opna gluggann og kíkja út.

 

Jafnvel með lokuðu augun komust við ekki hjá því að sjá.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýttu alþjóðlega banka í peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 76
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 1635
  • Frá upphafi: 1321527

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 57

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband