Er maðurinn trítilóður??

 

Vitfirringur eða vitleysingur??

 

Eiginlega eru valkostirnir ekki fleiri þegar þessar Tvitterfærslur hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna eru skoðaðar.

Hann ræðst á stjórnskipan síns eigin lands, því hún veitir honum ekki alræðisvald geðþóttans.

Með fúkyrðum, staðleysum, ekki rökum.

 

Þeir sem hafa séð kvikmyndina um síðustu daga þess sem má ekki nefna, þar sem hann ráfaði líkt og vitfirrtur um neðanjarðarbyrgi sitt og sítalaði um svik þjóðarinnar við hann, hinn mikla leiðtoga, geta alveg ímyndað sér hvernig tíst hans hefðu hljóðað, hefði Tvitter þá verið komið til.

Jafnvel hans nánustu stuðningsmenn sáu að eitthvað mikið var að.

 

Hvað skyldu þeir sem ennþá bendla æru sína við stuðning við Trump, hugsa þegar þeir lesa færslur eins og þessa; "„Þar sem bann­inu var aflétt af dóm­ara gæti margt mjög slæmt og hættu­legt fólk streymt inn í landið okk­ar. Hræðileg ákvörðun.“".

Ef einhver fótur væri fyrir að meint hryðjuverkafólk frá þessum löndum hefði streymt til Bandaríkjanna og framið þar hryðjuverk, þá væri hægt að skilja þess orð, en ef svo væri þá hefði stjórnkerfið, það er þingið og forseti sett lög sem heimiluðu hömlur á aðgengi með tilvísun í rök, ekki fordóma.

En Trump getur ekki nefnt eitt dæmi þar um, hvorki um hina meinta hryðjuverkamenn eða hryðjuverk sem þeir hafa framið á bandarískri grund.

Fullyrðing hans er upphrópun, rökleysa og þegar í kjölfarið fylgja beinar árásir á hornstein stjórnaskipunar landsins, að honum skuli ekki leyfast að stjórna landinu eins og hann væri alráður einræðisherra líkt og Stalín var  á sínum tíma, að þá má stórlega efast um veruleikaskyn mannsins.

Hann hljómar eins og vitfirringur, ekki eins og venjulegur vitleysingur.

 

En jafnvel vitfirringar geta ratast satt orð á munn, og má skilja þessi orð Trumps sem ákveðinn vilja til góðra verka?

Ætlar hann að segja af sér embættinu og flytja úr landi?

"We must keep "evil" out of our country!"

Það er spurning, en hann er vissulega í aðstöðu til að standa við þetta markmið sitt.

Og mjög ólíklegt að dómskerfið hindri hann í því.

Menn setja sig sjaldnast upp á móti landhreinsun.

 

En aumingja þeir sem reyna að verja manninn, jafnvel þó hann hafi fóðrað vel þeirra ótta og fordóma.

Jafnvel skynsemisskortur hlýtur að eiga sér sín takmörk.

 

Eða það skyldi maður halda.

Kveðja að austan.


mbl.is Trump trítilóður á Twitter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband