Er draumurinn að rætast??

 

"„Mér sýn­ist svona miðað við upp­leggið að þá get­um við verið bjart­sýn á að mikið af því sem við höf­um bar­ist fyr­ir og staðið fyr­ir, að það nái fram að ganga,“".

Segir Guðlaugur Þór í viðtali við Mbl.is í gær.

Loksins, eftir öll þessi ár sér þessi þrautreyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mikið af því sem hann hefur barist fyrir nái fram að ganga.

 

Guðlaugur lætur lesandann geta í eyðurnar en það er ekki erfitt að ímynda sér hvað hann á við.

Hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn náði aldrei í gegn í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Framsóknarflokkinn??, hvorki núna síðast eða í öll hin skiptin í lok síðustu aldar eða upphaf þessarar??

 

Skyldi það vera uppbygging heilbrigðiskerfisins, endurnýjun vegakerfisins, aukningu til löggæslu, sögulega sátt við aldraða og öryrkja, og svo framvegis.

Skyldi það vera kerfisbreytingar í anda frjálshyggjunnar, aukin uppboð í landbúnaði og sjávarútvegi, aukinn samruni við hina frjálsu markaði Evrópu, lægri skattheimta á fjármagn og þá sem eiga eitthvað, úthýsun opinberar þjónustu, sala ríkiseigna og svo framvegis.

Eða blanda af þessu tvennu. 

 

Kemur í ljós.

En munum að draumur eins getur verið martröð annars.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Myndun ríkisstjórnar á lokametrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er breska byltingin upphafið??

 

Að varnarbaráttu mannsins gegn ómennsku Svörtu pestarinnar kennda við frjálshyggju.

Bretar gáfu vissulega tóninn þegar þeir losuðu sig úr skrifræðisviðjum Evrópusambandsins en núna berast fréttir af hreinræktuðu byltingartali úr sjálfum innsta kjarna veirunnar sem lagðist á vestræn samfélag uppúr miðri seinustu aldar.

 

„Sam­fé­lags- og menn­ing­ar­leg ein­ing, sem er fyr­ir til­stilli fjöl­skyldna, sam­fé­laga, bæja, borga, héraða og þjóða, er það sem skil­grein­ir okk­ur og ger­ir okk­ur sterk,“ skrif­ar May. „Og það er hlut­verk rík­is­ins að hvetja og hlúa að þess­um sam­bönd­um og stofn­un­um þar sem það get­ur og til að leiðrétta órétt­lætið og ósann­girn­ina sem sundr­ar okk­ur, hvar sem það er að finna.“

 

Hér er ekki verið að tala um niðurskurð, hagræðingu eða uppboðsleið til að rústa atvinnugreinum, hvað þá sölu ríkiseigna eða einkavæðingu grunnþjónustunnar.

Hér er verið að tala um sjálfan kjarnann, hver er besta leiðin til að koma lífi á legg.  UM fjölskylduna og umgjörð hennar.

Og um leið bent á að óréttlæti og misskipting eru eitt af grafartólum andskotans.

 

Lítt lesið fólk í sögu gæti haldið að um netgrín sé að ræða, að svona meintur sósíalismi myndi aldrei koma frá formanni breska íhaldsflokksins, svona í ljósi hins sögulega hlutverks hans í að breiða út veiru Svörtu pestarinnar.

En sagan veit betur, þegar frjálshyggjuveiran var langt komin með að sundra bresku samfélagi innan frá á nítjándu öldinni, þá kom andófið gegn henni ekki síst frá borgarlegum íhaldsmönnum, sem byggðu þá þjóðfélagsgagnrýni sína á kristnum gildum.

Og það voru íhaldsflokkar, eins og sá breski, eða eins og sá íslenski, sem unnu samkeppnina við frjálshyggjuflokkana um fylgi borgaralegs fólks.

 

Vonin lifir.

Vonin er að eflast.

Vonin mun bjarga mennskunni.

 

En hún gerir það ekki hjálparlaust.

Og hjálpin virðist koma úr óvæntustu áttum.

Kveðja að austan.


mbl.is Hlutverk ríkisins að leiðrétta óréttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 1529
  • Frá upphafi: 1321537

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband