Mikil er spekin.

 

Ákveðin mengun er umborin vegna þess að hún er minnst skaðleg.

Það er eins gott að eiturbyrlari lesi ekki þessa snilld eftirlitsiðnaðarins, því hann gæti tekið uppá því að dreifa rottueitri til þeirra sem hann er í nöp við.  Og réttlætt það með þeim rökum að blásýra og arsenik séu miklu hættulegri eiturefni.

 

Hvar endar þessi niðurlæging fólksins sem þiggur laun frá skattgreiðendum fyrir að sjá um að reglur um sóðaskap eða mengun séu haldnar??  Að ekki sé minnst á dýraníð, mannsal, ólaunaða sjálfboðavinnu í ferðaþjónustu, og svo framvegis, og svo framvegis

Af hverju er allt umborið, af hverju eru reglur endalaust togaðar og teygðar, eða hreinlega brotnar án þess að ekkert sé að gert??  Eða það sem gert er, er í flugumynd og hefur lítt eða engin áhrif.

Af hverju þarf alltaf hinn svokallaða þrýsting frá almenningi til að seint sé um rassinn gripið??  Og ætíð er passað uppá að ekkert fréttist svo hinir brotsömu fái óáreittir farið sínu fram.

 

Mengun er ekkert einkamál þeirra sem menga, eða við hana starfa.

Mengun er ógn við tilveru okkar og framtíð, og á hvergi að líðast um fram það sem leyfilegt er.  Og öll leyfi eiga að byggjast á kröfum um bestu mögulegar mengunarvarnir sem í boði eru, og síðan á endalaust að gera kröfur um minni mengun, betri búnað, hreinni framleiðsluhætti.

 

Sem  aftur vekur upp stóru spurninguna???

Hvaða kröfur voru gerðar til þessa bandaríska auðhrings??

Eru þessir svokallaðir byrjunarörðugleikar teknir fram í starfsleyfi verksmiðjunnar???

 

Ef svo er ekki, þá á að loka verksmiðjunni strax á morgun (það er svo áliðið í dag), og ekki hleypa henni í gang fyrr en menn treysta sér til að hefja starfsemina innan skilyrta marka.

Því það er ekkert óvart eða óvænt í svona ferli, eina spurningin er hvað auðhringurinn er tilbúinn að eyða miklum peningi í að hindra mengandi drullustarfsemi.

 

Ef hins vegar að starfsleyfið var gefið út þrátt fyrir að vitað væri um hina svokallað byrjunarörðugleika, og þá mengun sem af þeim gat hlotist, þá er ljóst að eitthvað var rotið við það ákvörðunartökuferli.

Og fjölmiðlar eiga að komast að upptökum þeirrar rotnunar.

Vegna þess að svona á ekki að gerast, og þegar það gerist þá eiga menn að læra, koma í veg fyrir að svona gerist í framtíðinni.

 

Því mengun á ekki að líðast. 

Það er alltaf til fullt að tólum og tækjum til að komast í veg fyrir hana.

Það er aðeins spurning um viljann.

Og tilfærsla fjármuna frá þeim sem vill menga, til þess sem tekur ákvörðunina, á ekki að geta spillt þeim vilja.

 

Það er ekkert vitrænt við að láta út úr sér að einhver tegund sannarlegra mengunar, valdi minnstum skaða.

Og skert vit hjá fullvita fólki, á sér alltaf skýringar.

 

Gleymum því ekki.

Umberum það ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Glerkísilrykið veldur minnstum skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert lát á hlýnun jarðar.

 

Eins og einhverjum hafi í alvöru dottið annað í hug.

Að snjórinn á norðurslóðum hafi bara farið í fríið á sólarströnd, og bráðnun ís og freðmýra gerist af því bara.

Nei, menn þurfa að vera ákaflega heimskir til að sjá ekki hvað er að gerast allt í kringum þá.

 

En á þeirri heimsku er ekkert lát, allavega í hópi bandarískra hægriöfgamanna.

Það fyndna er eins og kom fram núna áðan í sjónvarpinu, í heimildarmyndinni, Fyrir flóðið, að sá hópur sem drífur áfram heimskuna, miðaldra hvítur karlmaður, sem ætlar að eyða ævikvöldinu á ströndum Flórída, að hann þarf að kaupa sér kafarabúning því stór hluti Flórída mun hægt og rólega hverfa í hafið.

 

Er til meira siðleysi en að fórna lífi barna okkar fyrir skammtímagróða? var spurt í myndinni.

Sem út af fyrir sig er röng spurning því þú fórnar ekki lífi barna þinna, sama hvað er í boði, sama hver reynir að plata þig til þess.  Já Abraham hafði rangt fyrir sér, menn gera það ekki einu sinni fyrir guð sinn.

Hvað þá Mammon, hinn lifandi guð frjálshyggjunnar.

 

En við gerum samt.

Hvað veldur?

 

Hvers vegna féll vestræn siðmenning fyrir frjálshyggjunni?

Af hverju náði Svarta pestin að gegnsýra hugmyndaheim okkar svo algjörlega að við erum sem viljalaust verkfæri í höndum hennar.

Af hverju gáfum við eftir lýðræðið fyrir auðræði??

Af hverju látum við fámennar auðklíkur stjórna löndum okkar??

 

Þessara spurninga þurfum við að spyrja, og leita svar við, áður við eigum minnsta möguleika á að endurheimta framtíð barna okkar.

Ef við ætlum ekki að verða fyrsta kynslóðin í sögu mannkyns sem á börn, sem munu ekki eiga framtíð. 

Því siðmenning mun ekki lifa af komandi hörmungar af völdum loftlagsbreytinganna.

 

Og þær eru ekki af manna völdum.

Þær eru afleiðing af siðblindu, sígræðgi og síngirni.

 

Hinna Örfáu.

Og hagkerfis þeirra.

Kveðja að austan.


mbl.is Hnattræn hlýnun tók sér enga pásu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 540
  • Sl. sólarhring: 562
  • Sl. viku: 705
  • Frá upphafi: 1320548

Annað

  • Innlit í dag: 474
  • Innlit sl. viku: 616
  • Gestir í dag: 438
  • IP-tölur í dag: 435

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband