The Final Countdown

 

Þetta frábæra lag með Europa hljómar úr víðáttunni þegar maður les að Trump sé orðinn forseti.

Ekki að það komi svo sem á óvart, hann var jú kosinn forseti, en innst inni er ég hissa á að bandaríska stjórnkerfið hafi aðeins látið dugað að lýsa því opinberlega yfir að maðurinn væri fáviti. 

Svona miðað við þær kröfur sem gerðar eru til manna í þessu embætti.

 

Svona  þung orð voru ekki látin falla þegar Reagan hálf elliær var endurkjörin út á gamlan sjarma.  Hann gat þó allavega lesið upp brandara af lesskilti.

Og það var ekki mjög leynilegt leyndarmál að vitið í Bush fjölskyldunni erfðist ekki mjög vel á milli kynslóða.

 

En Trump kallinn, hann kann allavega að vekja viðbrögð.

Og svona í ljósi þess að menn hafa verið skotnir af minna tilefni þar vestra, þá er valdataka hans með miklum ólíkindum.

Minnir dálítið á krísuna sem hrjáði Bretaveldi þegar einhver Georginn var geðveikur, að ekki sé minnst á hinn geðveika konung Danaveldis sem Struensee notaði sem skálkaskjól til að koma á lýðræðisumbótum sínum.

Hvað gera menn þegar algjörlega óhæfur maður erfir alltí einu æðsta embættið??  Eða misnotar auð sinn til að nauðga lýðræðinu??

 

Jú, menn gera eitthvað.

Rússar lokuðu einhvern geðveikan Pétur inná hæli, aðrir hafa bara horfið.  Eða ráðgjafar hinna snarbrjáluðu hafa horfið þegar þeir hafa misnotað vald sitt gegn ríkjandi hagsmunum.

Allavega, menn gera eitthvað.

 

Þess vegna er fyrirsögn þessa pistils tvíræð.

Það þarf ekki að vera að hún sé að telja niður siðmenninguna.

Vald Trump nær ekki lengra en þanmörk þess valds sem embætti hans hvílir á.

 

Eina spurningin er hvað gerir Trump í því??

Þar sem er spurning, þar er efinn.

 

Og svarmöguleikar eru ekki margir.

Hvorki fyrir Trump, eða valdið sjálft.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Trump orðinn forseti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgar, sem hata líf og sið.

 

Drepa fólk og fénað, og brjóta niður styttur og steinhallir í hinum forna heimi siðmenningarinnar.

Í Nýja heiminum brenna þeir bækur og ofsækja vísindin.

Sama ofstækið, sami meiður.

 

Og sama skítuga fjármagnið sem knýr áfram.

Kveðja að austan.


mbl.is Stríðsglæpir í Palmyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árið 2017

 

Fáum við ennþá svona fávitafrétt af munni lítilla barna í illa sniðnum jakkafötum.

Þetta var kannski fyndið þegar eina lausn kratismans á óskilvirkni atvinnulífsins, var að hækka skatta og hækka þá síðan ennþá meir. 

Þetta var kannski svarið við frægri ábendingu Astrid Lindgren þegar hún benti samlöndum sínum á að fyrir hverjar 100 krónur sem hún inni sér inn, þá borgaði hún af þeim 110 í skatta. 

Og þess vegna ætlaði hún að hætta að skrifa, það borgaði sig verr en þegar enginn vildi borga henni krónu fyrir sögur hennar.

 

Það er enginn í vinnu hjá ríkissjóð, þetta eru sameiginleg útgjöld okkar allra.

Nauðsynleg útgjöld, sem eru forsenda velmegunar okkar og velferðar.

 

Efist einhver um gildi hins sameiginlega, og vilji hverfa til þess tíma áður en menn snéru bökum saman og stofnuðu miðstýrð samfélög, þá getur sá hinn sami flutt til þeirra landsvæða þar sem fólk hefur þraukað í þúsundir ára, án þess að vinna í eina mínútu fyrir ríkissjóð.

Þessi svæði má ennþá finna djúpt í afskekktasta hluta Amasón, á 3 eyjum í Indlandshafi, og í kjarna frumskógar Nýju Gíneu. 

Gott er að hafa mikið með sér að steinum, koma sér oft vel í steinaldarþjóðfélögum.

 

Ef fávitahátturinn er ekki algjör, og menn segja, ja það er sko nauðsynlegt að vinna eitthvað fyrir ríki, það þarf jú að reka stjórnsýsluna og öryggiskerfið, þá geta þeir drullað sér úr landi og flutt til dæmi til fyrirmyndarríkja Mið Ameríku þar sem þeir sem eitthvað eiga, víggirða hverfi og lifa í stöðugum ótta um að allt sem þeir eiga, verði hrifsað af þeim. 

Þar á meðal líf og limir.

Farið hefur fé betra, það er þá allavega hægt að lesa Moggann í friði fyrir fullorðnum leikskólabörnum.

 

Samtök atvinnulífsins ættu hins vegar að spyrja sig einfaldar spurningar.

Hver væri styrkur íslenskra fyrirtækja ef innviðirnir væru innviðir lágskattalanda??

Svara því og segja síðan hlutina hreint út.

 

Og ekki láta fósturvísa í jakkafötum sjá um þá orðræðu.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vinna fyrir ríkissjóð til klukkan 10.17
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2017

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 1319899

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband