Eindregin sátt um stjórnsýsluspillingu.

 

Á ekki að koma nokkrum manni á óvart.

Þetta er jú fólkið sem laug sig til valda, með innantómum kosningaloforðum sem aldrei stóð til að efna.

 

Og það er ekki hægt að skella skuldinni á kjósendur þessara flokka.

Því í öllum loforðaflauminum, sérstaklega hjá Viðreisn og Bjartri framtíð, var því hvergi haldið fram að flokkarnir myndu endurtaka óhæfu flokkanna sem þeir gagnrýndu svo ákaft í aðdraganda kosninganna.

Auðvitað vissu kjósendur Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn laug þegar hann lofaði bættri stjórnsýslu, eða lofaði hann því ekki auk alls annars?  Harðkjarna stuðningsmenn flokksins vita að slík lygi er nauðsynleg til að plata einhvern auðtrúa til að kjósa, svo flokkurinn geti haldið áhrifum sínum og völdum.

En Viðreisn og Björt framtíð tóku það ekki sérstaklega fram að viljinn til góðra verka og nýrra vinnubragða, giltu því aðeins ef flokkarnir væru í stjórnarandstöðu, eða til vara, færu ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

 

Samt kemur þessi eindræga sátt um spillinguna á óvart.

Hún er svo niðurlægjandi, hún er svo mikil tímaskekkja.

Og þeir sem að henni standa verða svo aumkunarverðir þegar þeir hefja að nýju upp raust sína um góða siði og ærleg vinnubrögð.

 

En völdin bæta það upp.

Er það ekki?

Það er allavega góð lyktin úr kjötkötlunum.

 

Svo góð að þjóðin á örugglega aftur eftir að upplifa slíka eindrægni, slíka sátt.

Sem út af fyrir sig er tilbreyting frá öllu ósættinu á þingi.

 

Það má þó sameiginlega spillingin eiga.

Kveðja að austan.


mbl.is Fer úr nefndinni í klofningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er margt verra en Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Til dæmis skipaði Calikúla gæðing sinn í öldungaráðið.

Gæðingurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum, og síðan hefur myndast það orðatiltæki að skipa gæðing, eða flokksgæðingi í eitthvað embætti.

Algjört aukaatriði að gæðingurinn var hestur, hann var gæðingur fyrir það.

 

Og Rómakeisari hafði þetta frelsi, að geta farið sínu fram, að geðþótti réði för, ekki það sem kalla mátti eðlileg vinnubrögð.

Leikreglur lýðræðisins, og sú áþján að þurfa að virða lög og rétt, skerti mjög þennan geðþótta, enda gerði auðurinn uppreisn gegn slíkri áþján, og til varð frelsiskrafa frjálshyggjunnar.

Og núverandi dómsmálaráðherra er holdgervingur þessarar frelsisþráar.

Að mega allt, að þurfa ekki að virða normið, hvað þá rétt fjöldans til lifa mannsæmandi lífi.

 

Hvað er þá verra en að upplifa vildarvinavæðingu Sjálfstæðisflokksins?

Jú, þrátt fyrir allt, þá er dómsmálaráðherra okkar einstök.

Útópía hinna hægri öfga.

 

Hún þyrfti ekki að vera einstök.

Hún gæti verið margföld.

Og grámi vítis væri hinn dagsdaglegi raunveruleiki okkar hinna.

 

Við skulum þó þakka fyrir að svo sé ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Skapar nýjum dómstóli ekki traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svo erfitt að nota orðið STJÓRNSÝSLUSPILLING??

 

Gagnvart hinu meinta frelsi frjálshyggjukonunnar sem gráglettni örlaganna kom í sæti dómsmálaráðherra þjóðarinnar, að fara sínu fram eftir geðþótta.

Eða lifum við ennþá á hinum fornu tímum þegar vinir og vandamenn voru skipaðir í embætti, algjörlega óháð hæfni þeirra, þeir gátu vissulega verið hæfir, en það var algjört aukaatriði málsins.

Eru þá hin nýju andlit á Alþingi aðeins hin gömlu í grímubúning??

 

Alþingi er aðeins hársbreidd að lenda í ruslflokk hjá þjóðinni.

Það er óþarfi að láta hægriöfga koma því alla leið í þann flokk.

 

Hver mínúta sem líður án þess að ráðherra er settur í skammarkrókinn, er mínúta vansa og vanvirðingar.

Vanvirðingar gagnvart kjósendum þessa lands.

Vansa gagnvart virðingu Alþingis.

 

Alþingi á ekki að láta bjóða sér svona vinnubrögð.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þurfum að klára þetta í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, þetta er mannvonska.

 

Hrein og klár mannvonska.

Okkur öllum til skammar.

 

Það erum við vestrænar þjóðir, í nánu bandalagi við múslímska miðaldamenn Persaflóans, sem stöndum fyrir aðförinni að Sýrlensku þjóðinni.

Það er engin borgarastyrjöld í Sýrlandi þó megi finna einhverja heimamenn á meðal hinna vopnuðu stríðsmanna. 

Ekki frekar en það var borgarstyrjöld í Sovétríkjunum á milli 1941 og 1944, þegar síðasti þýski hermaðurinn var rekinn úr landi.  Vissulega risu margir þarlendir upp, og börðust með innrásarhernum gegn alræðisstjórn bolsévikanna, en rótin að átökunum var aðkoma erlends innrásarhers.

 

Það sama er uppá teningnum í Sýrlandi, uppistaða vígamannanna er erlendur, þar af þúsundir frá Evrópu.  Fjármagnið sem knýr átökin áfram er erlent.

Ef erlenda breytan er tekin út, þá væri engin flóttamaður frá Sýrlandi á flandri um Evrópu, því það væru engin átök í landinu.

 

Það er kjarninn.

Okkar ábyrgð.

Og við göngumst ekki við henni.

 

Slíkt er mannvonska, og ekkert annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Þetta eru bara börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi frjálshyggjunnar.

 

Ég má.

ÉG Mááá.

ÉG MÁÁÁÁÁ.

 

Því ég á.

 

Réttur hinna ríku til að gera það sem þeir vilja.

Án þess að hafa nokkrar samfélagslegar skyldur, án þess að virða reglur samfélagsins um sið og ásættanlega hegðun.

 

Frelsi fjöldans er svo að fá að fara rændur og hýddur í Costco og gera góð kaup.

Rændur lýðræðinu, rændur sameiginlegum eigum, rændur auðlegðinni sem máttur þekkingar hans og vinnu hefur skapað.

 

Eiginlega á dómsmálaráðherra þökk skilda fyrir að vekja athygli á þessum einföldum sannindum.

Henni er ekki alls varnað.

Kveðja að austan.


mbl.is Jón Finnbjörns í 30. sæti hjá hæfisnefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægriöfgar og frelsi.

 

Það er aðeins ein ástæða fyrir því að Sigríður Á Andersen er dómsmálaráðherra, og það er vegna þess að forsætisráðherra áleit hæfasta einstaklinginn vera ógn við framtíðarsetu sína í formannsstól.  Sbr. hina fornu ráðleggingu harðstjórans í Sýrakúsa að höggva þau akörn á kornakrinum sem stóðu uppúr.

Hvort það sé skýring þess að Sigríður vilji gera sig gildandi í embætti, vitandi það að hún er ekki álitin nein ógn, skal ósagt látið.

Nærtækara er að skoða ástarsamband hægriöfga og frelsis.

 

Þegar nýfrjálshyggjan kom fyrst fram á sjónarsviðið í upphafi áttunda áratugarins, þá var henni tíðrætt um frelsi, í velferðarsamfélögum Vesturlanda, þar sem almenningur naut frelsis sem áður var óþekkt í mannkynssögunni.

En það upplifðu sig ekki allir frjálsa, auðmenn töldu það mikla frelsisskerðingu að greiða skatta og þurfa að undirgangast lög og reglur eins og annað fólk.

Liðinn var sá gósentími  þegar þeir voru skattfrjálsir, voru ríki í ríkinu og gátu umgengist almúgann eins og þeim sýndist, og þá oftast eins og um skepnur væru.

 

Frelsiskrafa auðmanna var kjörorð nýfrjálshyggjunnar, og fjármagn þeirra og keyptir stjórnmálamenn tryggðu henni öll völd.

Með tilheyrandi skattafríðindum, skattasmugum aflandseyjanna, sem og öll hin risastóru gráu svæði viðskiptanna.

Kannski ekki alveg eins og í gamla daga, enda breyttir tímar þar sem vissa mannlega ásýnd þurfti að sýna til að fá endurkjör. 

 

En fyrir suma er það ekki nóg.

Frelsið skal vera algjört, og lög og reglu skal brjóta að geðþótta.

Við sjáum dæmin í Bandaríkjunum í dag, þar er mikil yfirtíð hjá dómsstólum við að halda í skefjum geðþótta hægriöfganna sem fara með völdin í Washington þessa dagana.

Og svipuð tíð virðist vera í vændum á Íslandi í dag.

 

Mitt er valdið er sagt.

Mitt er valdið.

Ég þarf ekkert að virða.

 

Og þegar meirihlutinn er aðeins eitt þingsæti, þá geta öfgarnir, þó ekki séu þeir taldir í fleirtölu, farið sínu fram.

Því ekki fórna menn kjötkötlunum fyrir fagleg og rétt vinnubrögð?

 

Er það nokkuð.

Kveðja að austan.


mbl.is 15 hæfir í 15 embætti „ótrúleg tilviljun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Costco æðið sannar eitt.

 

Að blýmengun í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu er mun alvarlegri en áður var talið.

Og hún leggst á heilafrumur á fólki, og snarfækkar þeim.

Annað getur ekki útskýrt Costco æðið.

 

Hvernig heldur fólk að heimurinn væri að allt hið smáa, einstaklingurinn og rekstur hans, sé drepinn af risakeðjum sem veita enga þjónustu?

Risakeðjur sem æpa á risaverksmiðjur sem lágmarka allan tilkostnað.

 

Lifum við á því að vera skynlausir neytendur??

Fáum við borgað kaup við að vera neytendur??

Eða þurfum við fyrirtæki sem borga okkur laun??

 

Og hvaða líf er það að það sé bara eitt fyrirtæki, ein bensíndæla, eitt apótek??

Að allt sé rekið í stórum einingum án nokkurrar þjónustu.

Og að það sé næstum óendanlega langt á milli þessara stóru eininga, og aðeins auðnin ein þar á milli.

Og ekkert í hinum dreifðu byggðum landsins.

 

Við ættum aðeins að íhuga þessa framtíðarsýn.

Í samfélagi Homo sapiens, hins vitiborna manns, er hún aðeins hryllingsmynd sem sýnd er seint á kvöldin, á eftir myndinni með uppvakningunum

Í samfélagi mannapa þekktist hún ekki, því mannapar ráða ekki yfir tæknikunnáttu til að gera hryllingsmyndir.

En í samfélagi þar sem blýmengun hefur lagst á heilafrumur, líkt og gerðist í Róm forðum daga og útskýrir allt svallið, bæði kyn og drykkju, er þessi sýn útópía sem allir láta sig dreyma um.

 

Stanslaust níð gagnvart fyrirtækjum okkar, þeim sem borga allavega náunga okkar launin, og Þórðargleði mikil þegar menn bera saman verð án nokkurrar þjónustu, og verð þar sem hún er til staðar.

Kaupum í Costko, setjum hin helvítin á hausinn.  Djöfull er það gott að þessi missti vinnuna eða þessi þurfti að sæta stórlegri kjaraskerðingu til að halda henni.

Og djöfull er gott að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af frítíma sínum, núna getur maður eytt helgum í að ferðast til Costco, og standa í biðröð í Costko, og njóta alls þess ódýra sem maður keypti í Costkó, borðað meira og borðað ennþá meira.  Og svo verður jafnvel frí alla vikuna þegar enga vinnu er að fá.  Þá fær maður bara borgaralaun og verslar ennþá meira.

Meira, meira, meira.

 

Já, Mengunarvarnir ríkisins hafa verið ræsta út af minna tilefni.

En verða ekki því það þarf víst skatttekjur til að halda þeim úti.

Og forsenda skatttekna er víst innlend fyrirtæki og innlend framleiðsla.

Svo geta menn líka hætt að rífast um hið opinbera heilbrigðiskerfi, hvað þá að skammast í menntakerfinu.

 

Því það er eins og enginn geri sér grein fyrir hvernig ástandið er í draumalandi Wall Mart og Costco, þar sem allt er svo ódýrt.

Raunlaun verkafólks hafa ekki hækkað frá því á áttundaáratug síðustu aldar.

Um 20% af vinnandi fólki þarf mataraðstoð.

Venjulegt fólk hefur ekki efni á að senda börnin sín í framhaldsnám, þau verða alfarið að treysta á styrkjarkerfið.

Og heilbrigðisþjónustan er þannig að lýðheilsa fátækustu 20% er eins og hjá þokkalega stæðu þriðjaheims ríki.

Og svo má lengi telja.

 

Því leitnin að hinu lægsta, er leitnin að algjörri örbirgð.

Lága verðið í Costco er eins og að hundur tæki uppá því að elta skottið á sér til að afla sér auðveldar matar þann daginn.

En það hefur bara ekki ennþá frést af slíkum hundi.

En við höfum Costco.

 

Svo segja menn að blý sé ekki skaðlegt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Telur Costco leggja 15 kr. á lítrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hægt að keyra niður vöruverð?

 

Án þess að keyra niður laun?

Hvað gerir birgi sem stendur frammi fyrir sífelldri kröfu um lægra verð??

Endar hann ekki með framleiðslu sína í lokaðri skemmu í Bangladesh án nokkurra eldvarna, án nokkurra öryggistækja?

 

Ódýrt verð roðað blóði nútíma þræla er dýrt verð.

Því undir er sjálfur siðurinn.

 

Mennskan og mannúðin.

Lífið sjálft.

 

Við sjálf, því ómennskan finnur alltaf skottið á eiganda sínum.

Kveðja að austan.


mbl.is Costco-samstaða um laun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Benedikt að lýsa sjálfum sér.

 

Þegar hann segir að freki karlinn ræður.

Eða er hægt að vera frekari en það að ráðast á mjólkurkú landsmanna, ferðaþjónustuna, þegar gengið er í sögulegu hámari, og augljóst skipbrot framundan?

Gera þúsundir gjaldþrota, svipta þúsundir lífsframfærslu sína.

 

Eða hvað er hægt að kalla eintóna umræðu hans um upptöku evrunnar, gjaldmiðils sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð í stórum hluta álfunnar.

Engin hagvöxtur, gífurlegt atvinnuleysi þar sem eina ljósið er að hin tölfræðilega lækkun því svo margir hafa fullnýtt bótarétt sinn og eru algjörlega komnir á félagslega framfærslu eða í náðarfaðm hjálparsamtaka.

Samt hamast hann dag og nótt á krónunni, án nokkurs fylgis með skoðanir sínar, síreynandi að skemma fyrir okkar ágæta gjaldmiðli.

 

Hvað kallast svona hegðun?

Hvernig myndu aðrir lýsa henni??

 

Það er spurning.

Kveðja að austan.


mbl.is „Freki karlinn ræður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem er æska, þar er von.

 

Og mikil von ef dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla á marga sína líka í þeim fríða hópi sem núna útskrifast frá menntastofnunum þjóðarinnar.

Hann seg­ir það aldrei hafa verið mark­mið hjá sér að út­skrif­ast sem dúx eða hljóta viður­kenn­ing­ar fyr­ir góðan náms­ár­ang­ur. „Al­menna mark­miðið er alltaf að út­skrif­ast með sóma. Þannig á það að vera. Þar sem nám er stundað má aldrei mynd­ast vett­vang­ur fyr­ir sam­keppni á milli nem­enda þegar kem­ur að námi hvers og eins. Við erum öll í sama liði og mark­mið okk­ar allra er það sama,“ seg­ir Hilm­ar Snorri.

 

Hvenær talaði ráðamaður menntamála síðast um sóma??

En ekki um hagræðingu, samruna, lágmörkun útgjalda.

 

Hvenær talaði ráðamaður þjóðarinnar síðast um að við værum öll í sama lið, og markmið okkar allra það sama? 

Í stað þess að tala um uppskeru einstaklingsins, grímulausa samkeppni, um að við værum ekkert annað en dýr sem lytum lögmálum frumskógarins.

 

Og hver gefur 30% klíkunni vald til þess að breyta góðu menntakerfi þjóðarinnar í einhvern "skólaiðnað", þar sem markmiðið er ekki að veita gæða menntun í þágu lands og lýðs, heldur að að fá einhvern stimpil á sem skemmstum tíma?

Hver gaf Sjálfstæðisflokknum vald til að ráðskast svona með menntakerfi þjóðarinnar??

Allt í þágu þrengstu hagsmuna frjálshyggjuklíkunnar sem mótar stefnu viðskiptaráðs.

Svarið er 30% þjóðarinnar, að uppistöðu elliær gamalmenni og molbúar landsbyggðarinnar eins og Vestmannaeyingarnir sem fylltu hús til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í samgöngumálum, vitandi það að þeir bera beina ábyrgð á þessu eina þingsæti sem eyðileggingarstjórnin hefur í meirihluta.

 

Við erum aum þjóð að láta þetta yfir okkur ganga.

Æska landsins á betra skilið.

Hún á ekki að þurfa að lifa í þjóðfélagi sem er ofurselt lögmálum frumskógarins, þar sem skefjalaus gróðafíkn knýr áfram valdamiðstöðvar samfélagsins.

Og lúta stjórn fólks sem kann ekkert annað en að afmennska allt.

 

Það er ekkert sem réttlætir ríkisstjórn sem komst til valda með lygum og blekkingum.

Ekkert.

 

En hún fer ekki sjálfviljug frá.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 1318296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband