"Almannahagsmunir fram yfir sérhagsmuni".

 

Segir fjármálaráðherra þegar hann réttlætir kommúnískar skattahækkanir Engeyingastjórnarinnar.

Eins og það séu almannahagsmunir að slátra mjólkurkú þjóðarinnar.

Það má reyndar vel vera að kýrin sé ofalin og mætti við megrun, en náðarskot er hvergi talið til megrunarmeðala.

Það er endanleg, finító.

 

Nú skal spurt, hvað hefðu allir sjálfstæðispennar landsins sagt ef Steingrímur Joð Sigfússon hefði staðið fyrir þessari aðför að ferðaþjónustu landsins??

Hefðu þeir til dæmis básúnað út ágæta grein Óla Björns Kárasonar sem sýndi kurteislega fram á að þessi boðaða hækkun virðisaukaskatt væri heimskuleg, og myndi örugglega leiða til tekjutaps ríkissjóðs þegar heildarmyndin væri skoðuð?

Og hefðu þeir í kjölfarið fordæmt heimskuna, og þá skattaóðu sem að baki stæðu??

Eða hefðu þeir þagað eins og þeir gera í dag, blessaðir.

 

Um það er ekki gott að segja.

Kannski eru hinir flokkshollu allra flokka skattasinnar þegar á reynir, varla skyldi maður ætla að afstaða þeirra sé háð hvort þeirra menn sitji að kjötkötlum valdsins, eða sitji í gaspurstólum stjórnarandstöðunnar.

Allavega er skrýtið að aldrei skuli geta náðst sátt um sanngjarna og hóflega skatta hér á landi.  Og að slíkt skuli aðeins vera mært úr gaspursstólum.

 

Og gleymum ekki að þó þessi skattavitleysa verði dregin til baka, að þá er margur skaðinn skeður.

"Neikvæðni eykst, ímynd og orðspor versnar", svo vitnað sé í hina skeleggu konu sem afklæddi Benna frænda í beinni útsendingu, svo hann var ekki einu sinni í ímynduðu fötum eins og keisarinn forðum.

Eitthvað sem þjóðin má ekki við þegar útflutningsatvinnuvegir hennar þjást vegna ofurhækkunar krónunnar.

 

Ofurhækkunar sem á sér aðeins eina raunskýringu, froðukrónurnar skulu út á ofurgengi, allt í þágu innlendra sem erlendra hrægamma.

Og ruglandi umræðunnar á að sjá til þess að fólk sjái ekki ránið fyrir opnum tjöldum.

Hinar kommúnísku skattahækkanir er ein hlið þessa ruglanda, fyrirhuguð stofnun kommúnistaflokksins 1. mai er önnur.

Handbendi auðsins rugla umræðuna útí eitt, og sjá til þess að þjóðin snúist ekki til varnar gegn glæpaklíkunni sem rænir öllu hér og ruplar.

Vaxtaokur verðtryggingarinnar er ekki bara af því bara, Gjöfin eina til hrægammanna var ekki gefin af því bara, og ofurkrónan varð ekki til úr engu.

 

Allt á sér skýringar.

Líka tómir vasar almennings og almannasjóða.

Og ofsagróði og ofureignir hinna Örfáu urðu ekki til úr engu.

 

Það er tími til kominn að tengja.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur sækir líkan.

 

Og það er eftir þeim að spjalla saman í vinsemd, hvorugur hefur siðferði til að skilja bresti hins.

Annar siðblindur morðingi, hinn svag fyrir endalokum mannkyns.

Báðir eiga vísa vist í frægðarhöll lýðskrumsins eftir að ferli þeirra lýkur.

 

Og það að hinn vestræni heimur skuli ekki titra að réttmætri hneykslun yfir hinni nýtilkominni vinsemd skrumaranna sýnir í hnotskurn tvöfeldni okkar og hræsni.

Fjármögnun okkar á innrás erlendra vígamanna í Sýrlandi sem og réttlæting okkar á innrás Nató í Líbýu til að steypa lögmætri ríkisstjórn landsins, var réttlætt með tilvísun í meinta ógnarstjórn sem átti að vera í viðkomandi löndum.

Ógnaröldin á Filippseyjum tekur öllu fram sem heimurinn hefur séð undanfarna áratugina, meira að segja einræðisklíkan í Norður Kóreru viðhefur sýndarréttarhöld áður en hún aflífar fólk.

Eins voru þau svívirðilegu mannréttindabrot að neita fátæku fólki um lágmarksmannréttindi ekki til staðar í Líbýu eða Sýrlandi.

Samt þegjum við, látum hryllinginn viðgangast, hvort sem það er á Filippseyjum eða þjáningar saklausra í Sýrlandi.

 

Það er mikilvægara að efna til nýs ófriðar á Kóreuskaganum.

Koma öllu þar í bál og brand.

Láta milljónir líða svo einhver auðmaður einhver staðar geti orðið ríkari en hann er í dag.

Því á bak við harm heimsins er ætíð fjárhagslegir hagsmunir hins skítuga fjármagns.

 

Það er mein heimsins í dag.

Þó minna mein en hræsni okkar og siðferðisbrestur.

 

Vinsemd þeirra Trump og Duarte er aðeins birtingarmynd þess.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Trump býður Duterte í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota sósíalisti.

 

Með mikla reynslu, það er að vera gjaldþrota með sinn fjölmiðlarekstur.

En litla reynslu í að vera sósíalisti.

Enda vandséð hvernig handbendi auðmanns geti verið slíkur.

Nema jú að auðmaðurinn sé jú sósíalisti.

 

Sem reyndar er ekki í þessu tilviki.

 

Eftir stendur sú staðreynd að nú á handbendið að gegna nýju hlutverki.

Að sjá til þess að ekkert ógni Engeyingum, það er hinum vanheilaga bandalagi hluta hinnar gömlu borgarstéttar við hrægammanna sem sáu hér grösugar beitilendur eftir Hrun.

30% stjórnin stendur jú tæpt, og má ekki við miklum óróa út í þjóðfélaginu.

Þess vegna er fjárfest í ruglinu, handbendið á að halda því á floti á meðan síðustu aurarnir eru kreistir út úr þjóðinni.

 

Klikkið var að láta handbendið vera gjaldþrota daginn áður en hin markaðssetta Barbabrella þess sprakk út.

Bendir til áhugaleysis auðmannsins, eða er vísbending um slæmt árferði í viðskiptum hans.

 

Hvort sem er þá er það ekki trúverðugt að illa fengnir fjármunir hafi horfið í vonlausa útgáfuhít. 

Því hvað sem sagt eru handbendið, þá er vitskortur ekki orð sem dúkkar oft upp í þeirri lýsingu, eiginlega dúkkar það aldrei upp.

 

Spurningin er hinsvegar, hvar liggja hagsmunir hinna nýju eiganda Morgunblaðsins.

Hvar eru þeirra leyndarþræðir ofnir?

Mun Davíð enda á ÍNN?

 

Allavega þarf mikið til að púðri sé eytt í slíka sjálfsréttlætingu eins og má lesa í þessu eintali sem fært er í búning fréttar.

Og skýringanna er ekki að leita í nýtilkominn kommúnistaáhuga ritstjórnar Morgunblaðsins.

Fnykurinn af ýldu væri þá ekki að leita um alnetið, eins og að klár forritari hafi náð að kóða hinn sænska þjóðarrétt sem kennt er við úldna síld.

 

Það eina sem er ljóst að milljarðar eru í húfi.

Og þeir eru á kostnað þjóðarinnar.

 

Það er ennþá eitthvað til að ræna.

Kveðja að austan.


mbl.is Fór með spariféð í að greiða laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband