Morgunblaðið er gott blað.

 

Það er fjölbreytt, það nær að taka púlsinn á samtímanum, og það hefur metnaði í að segja fréttir.  Bæði frá atburðum, hvað býr að baki, sem og að fræða með ítarlegum fréttasýringum. Lesandi Morgunblaðsins er miklu nær á eftir, hann er fróðari, og líklegri að láta ekki glepjast á allri froðunni og öllum tilbúningnum sem hönnuð fréttamennska hagsmuna ýmiskonar ber ábyrgð á.

Eftir ítarlegar umfjöllun blaðsins um loftslagsvána er til dæmis miklu erfiðara, það er þarf eindreginn vilja, að vera pólitískur ansi í afneitun sinni á yfirvofandi harmageddon mannkynsins.

Þarf eiginlega mikinn illvilja til gagnvart framtíð afkomenda sinna.

 

Hápunkturinn Moggans er hin prentaða Helgarútgáfa, stundum þarf heila kaffikönnu og mikinn flóarfrið frá skyldum heimilisins til að ná að lesa allt til hlítar.

Eins og til dæmis í morgun.

Viðtal Karl Blöndal við Robert Jervis, sem nær að útskýra ágætlega af hverju Trump forseti á að eiga sérstaka deild í almannavörnum, líkt og hvirfilbylur, fellibylir, jarðskjálftar eða hamafara eldgos, á að vera skyldulesning, eða réttara sagt, það á að vera skylda hjá Mogganum að láta Karl taka viðtöl í hverri viku, okkur öllum hinum til fróðleiks og ánægju.

Síðan eru Reykjavíkurbréfin sérstök klassísk, líkt og Black Label eða Síríus rjómasúkkulaði með rúsínum, eða Egils maltöl og appelsín.  Æ fleiri bréf, með auknum þroska bréfritara, eru farin að minna mig á tímalausar greinar sem lesa má í ritsöfnum Laxness eða Vilhjálms landlæknis forðum daga.  Þar sem umfjöllunarefnið sem slíkt er aukaatriði, en málið, tungumálið og notkun þess hrífur lesandann og fær hann til að vilja lesa meira af slíku gæðaefni.  Hér er til dæmis ein snilldin þar sem fá orð segja svo ofboðslega mikið; "Stór hópur fólks í lýðræðisríkjum Vesturlanda reynir af miklum ákafa að koma í veg fyrir það að yfirvofandi hætta sé rædd. Og það gerir það í góðri meiningu. En sú hin góða meining er nær því að vera meinsemd en meining".  Og hnitmiðuð rök fylgja svo í kjölfarið.

 

Svarta pestin, og sú leitni hennar að leita að samnefnara hins lægsta, fær líka sinn skerf, eins og oft áður í Mogganum.  Því blað sem segir frá, segir frá hlutunum eins og þeir eru, það þarf að vera autt ef það forðast að minnast á atlögu frjálshyggjunnar að mennsku og mannúð.  Í grein um siðleysi tískunnar og það mannhatur og græðgi sem drífur hana áfram má meðal annars lesa þessi orð; "Um þessar mundir auglýsir Primark kjól sem líkist hönnun Vogue. Primark-kjóllinn kostar 10 pund og lítur út á mynd ekki ósvipað og kjólar frá fyrirtækjum sem búa til metnaðarfulla gæðahönnun. En hvernig getur kjóll kostað 10 pund? Hvernig er hægt að búa til hráefni, spinna þráð, vefa efni, hanna, sníða og sauma kjól fyrir þetta verð? Það er augljóst mál að það eru einhverjir þarna sem ekki fá greitt fyrir sína vinnu. Þetta lága verð er aðeins tilkomið vegna þess að hraðtíska er framleidd af þrælum í löndum þar sem vinnulöggjöf er nánast ekki til.".

Greinin heitir Hættur hraðtískunnar og er þörf lesning öllum sem láta sig mannlíf og framtíð barna okkar varða.

 

Loks langar mig til að minnast á aðsenda grein eftir Guðmund Inga Kristinsson, sem fjallar um fátækravæðingu samfélagsins.  Þörf ádrepa um það mannhatur og siðleysi sem hrjáir yfirstétt okkar  og elítu.  Greinin heitir Keðjuverkandi skattaskerðingar og þar má lesa þetta meðal annars;

"Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist »krónu á móti krónu« er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Styrkir, t.d. frá verlýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði, rekstri bifreiðar og fleiri styrkir valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunin frá TR og á húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Skatta- og skerðingalandið Ísland tekur til sín mun hærra hlutfall af lífeyrislaunum en önnur norræn lönd. Keðjuverkandi skerðingar eru ekkert annað en vondur skattur sem leggst á öll laun og styrki og dregur úr vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar.".

Skyldi sál mælast hjá því fólki sem ábyrgðina ber??, og hvers eðlis er guðinn Mammon sem þetta fólk tilbiður, er hann eitthvað í ætt við Hvíta Krist?, á dýrkun á honum einhverja samleið með þeirri borgarlegri íhaldsmennsku, sem á rætur í vestrænni kristilegri menningu, sem Sjálfstæðisflokkurinn gefur sig út fyrir að fylgja??  Svarið er ekki að benda á að hundheiðnir vinstrimenn beri svipaða ábyrgð, ekki hafi þeir breytt neinu þegar þeir voru í ríkisstjórn, því hjáguðir þeirra, Lenín og Stalín, voru blóðugir upp fyrir axlir í drápum sínum og aðförum að friðsömum samfélögum fólks.

Spurningin er hvernig kristið borgarlega sinnað fólk getur látið verkfæri auðsins, skurðgoðadýrkendur Mammons, ráða öllu í flokknum sínum, og þess eina hlutverk er að mæta á kjörstað og festa óhugnaðinn og síránið í sessi.

Eins og þetta fólk viti ekki að það þurfi að standa ábyrgð gjörða sinna fyrir æðri dómi.

 

En hvað um það, ekki veit ég hvernig þetta fólk getur horfst í augun á samvisku sinni, eða horft framan í börn sín eða aðallega barnabörn eða barnabarnabörn, því það er aðallega eldra fólk sem styður ránshöndina, sem og sívælandi landsbyggðarmolbúar sem eru sídettandi ofaní holur á ónýtum þjóðvegum, og sá ekkert samhengi milli atkvæðis síns og raunveruleikans.

En ég skil vel þessi orð Guðmundar;

"Er verið að skattleggja fátækt? Eða er verið að skattleggja sárafátækt? Já, því miður er verið að því á Íslandi eins og hér að undan hefur komið fram. Lífeyrir, tekjutrygging og heimilisuppbót voru við upphaf staðgreiðslu árið 1988 án skatts og það var afgangur af persónuafslættinum upp í aðrar tekjur, t.d. lífeyrissjóðgreiðslur. Spáið í það að þetta var hægt 1988 og á því vel að vera hægt í dag.

Skerðingar eru ekkert annað en skattur og keðjuverkandi skerðingar ekkert annað en keðjuverkandi skattur og hann þurfa þeir að þola hlutfallslega mest sem eru á lægsta lífeyrinum og launum.

Þetta er úthugsað refsikerfi »elítunnar« yfir okkur lífeyrislaunaþegum. Þ.e.a.s.: Samtök atvinnulífsins, verkalýðsforingjar, bankakerfið, embættismenn, stjórnmálamenn og sérfræðingar þeirra í atvinnulífinu og á Alþingi. Svívirðilegt refsikerfi mannvonskunnar sem bitnar illa á veiku fólk og eldri borgurum. Kerfi skerðinga og skatta sem gerir fólki ómögulegt að eiga til hnífs og skeiðar og hvað þá að lifa við reisn eins og stjórnarskráin boðar fyrir alla, en ekki bara fáa útvalda, »elítu«, eins og er í dag.".

 

Það þarf mikla mannvonsku til.

Og hún á það sameiginlegt með peningum, að af henni er nóg til á Íslandi í dag.

En mikið vill meira, og þess vegna fagnaði elítan ógurlega þegar fréttist af meintri fjárfestingu vogunarsjóða í bankakerfi sem er yfirfullt af peningum.

Tvær flugur i einu höggi.

Sem er snilld á vissan hátt.

 

Svona er Mogginn.

Alltaf eitthvað við hvers manns hæfi.

Hvort sem það er slúðrið í Smartlandi, girnilegur matur í matarhorninu, ítarlegar íþróttir alls staðar á vefmiðlinum, sem og sérstakur kálfur daglega, fréttir og fréttaskýringar.

Og endalausar umfjallanir og fréttir um aðför Svörtu pestarinnar, hagtrúar Mammons, að mannkyni öllu.

Allt á einu stað, ferskt og gott.

 

Já Morgunblaðið er gott blað.

Kveðja að austan.

 

 

 


Evrópusambandið in memorium.

 

Samnefnari hins lægsta.

Gjaldþrot mennskunnar.

 

Dánartilkynning hennar var fréttin á Ruv í vikunni þar sem sagt var frá skelfilegum aðbúnaði farandverkafólks frá fátækari löndum sambandsins. Í þessu tilviki á Ítalíu, þar sem inní launakjörunum voru reglubundnar nauðganir og önnur misnotkun.

Auk smánarlauna.

Og þetta er ekki einstakt dæmi, þetta er nýjasta dæmið sem komst uppá yfirborðið.

Á Íslandi sjáum við glitta í þennan viðbjóð þó kerfið reyni að fela hann.

Allt löglegt samkvæmt lögum og reglum Evrópusambandsins, nema reyndar fyrir utan nauðganirnar, þær hafa ekki ennþá fengið vernd hins heilaga frjálsa flæðis,

 

Evrópusambandið er skrímsli, það er ljótasta birtingarmynd frjálshyggju og auðræðis sem við höfum í dag.

Það er draumur reglumeistarans sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, án þess að setja reglur og skorður til að hafa allt mannlíf í böndum.

Það er skrifræðisbákn sem hefur sogið til sín allan kraft og styrk úr ríkjum þess. 

Það eina jákvæða sem hægt er að segja um það er að það er það óskilvirkt að það er að falla undan sínum eigin þunga.  Leysast upp í frumeindir sínar.

 

Farið hefur fé betra.

Kveðja að austan.


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plataðir uppúr skónum.

 

Með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda.

Sem vekur upp spurningar sem pirraðir menn ættu að krefjast svara við.

Því þegar sýndarviðskipti, sem augljóslega eru framkvæmd í þeim eina tilgangi að rýja Arion banka að öllu innra fé, eru látin viðgangast, þá eiga menn að spyrja;

Hvað hagsmunir liggja að baki?

Hvað var greitt fyrir velviljann??

Og slíkt á að rannsaka.

 

Eða breyta nafni landsins í Banalýðveldið Ísland.

Sjálfstæði þjóð lætur ekki ræna sig fyrir opnum tjöldum.

Kveðja að austan.


mbl.is Mikil kergja innan lífeyrissjóðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Féflettingin skýrist með hverjum deginum.

 

Og þökk sé Morgunblaðinu að standa vörð um sannleikann.

Þó kaffiboð í Valhöll séu í húfi.

 

En Bjarni Ben sagði að Mogginn lygi þegar hann útskýrði leikfléttu vogunarsjóðanna, að þeir settu málamyndafé inní bankann, til þess að geta tæmt hann að eigin fé.

Eða eina og Morgunblaðið bendir á í þessari frétt, að þá eru íslensku bankarnir mjög vel fjármagnaðir.  Og þurfa ekki á nokkurn hátt nýtt fjármagn til að styðja við rekstur sinn.

En eru aftur á móti mjög viðkvæmir fyrir fjárfestum sem sjá tækifæri að rúa þá inn að skinni, líkt og mjög mörg fyrirtæki upplifðu í upphafi frjálshyggjunnar, það er eftir að keyptir stjórnmálamenn, gerðu þau rán möguleg.

Þó hagfræðingar viðurkenni það ekki, hvað þá stjórnmálmenn úr röðum frjálshyggjuflokka sem tala út í eitt um frelsi auðsins, að þá hafa sagnfræðingar þegar greint að vel stæð bandarísk fyrirtæki voru rústuð í upphafi Reagans tímans, og skelin ein var skilin eftir.  Útvistun starfa fylgi svo í kjölfarið, og allir þekkja restina.

Hinir ofurauðugu tvöfölduðu hlutdeild sína af þjóðareign Bandaríkjanna, en heilu ríkin urðu rústir einar.  Eitthvað sem skýrir svo kosningasigur Donalds Trump, hann sagði einfaldlega að þetta væri rangt.  Og hann myndi endurreisa landið til fyrri reisnar.

 

Bjarni sagði hins vegar að bankarnir þyrftu aukið fjármagn, og að hinir erlendu fjárfestar, sem hann sagði að væru óvart vogunarsjóðir, kæmu með nýja fjármuni inní landið.

Með öðrum orðum, að Morgunblaðið væri lygablað.

Að Davíð greyið væri aðeins fyrrverandi formaður í hefndarhug, væri ekki ennþá búinn að ná sér eftir silfurrýtinginn 2008-2009.

 

Og þó ljótt sé frá að segja, þá virðist Bjarni hafa nokkuð til síns máls.

Mogginn ver ekki frétt gærdagsins.

Hann lúffar og ástundar sagnfræði í dag.

Um atburðarrás sem þegar er úrelt.

 

Vonbrigði vissulega, en um leið þá skýrist blekkingarvefurinn sem var ofinn til að telja ginkeyptum sjálfstæðismönnum í trú um að það stæði til að selja lífeyrissjóðunum hlut í Arion banka, áður en þeir væru rúnir inn að skinni.

Bakslag þeirra viðræðna voru síðan notuð sem réttlæting þess að vogunarsjóðirnir stigu skrefið frá féflettingu fortíðar, inní féflettingu nútíðar.

Og samkvæmt hinu velskrifuðu handriti þá átti fagn Bjarna Ben, sem og mini fagn Benna frænda að innsigla þann viðsnúning.

Það er ekki að ástæðulausu sem menn láta svona út úr sér um vogunarsjóði, hina löggiltu ræningja frjálshyggjunnar.  Og full ástæða til að rifja upp orð Bjarna, og um leið að velta fyrir sér þá þóknun sem hann fékk fyrir að mæla þessi orð fáránleikans; "Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.".

 

Bjarni þurfti að bakka því þó forsenda þess að þjóðin sé sírænd sé að fólk sé fífl, að þá hefur fylgi Sjálfsæðisflokksins farið síminnkandi, og þó ljótt sé frá að segja, það er fyrir hagsmuni fjárræningjanna, að þá eru ekki allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins fífl. 

Meira að segja þeir risu upp, og hægt er að vitna í marga pistla hér á Moggablogginu því til stuðnings.

Svo að Bjarni kaus að segja Moggann ljúga. 

Og treysti því að baktjaldamakk við útgefanda blaðsins myndi tryggja að Morgunblaðið svaraði ekki fyrir sig.

 

Víst "koma nýir fjármunir inní landið" sagði Bjarni.

Og ef honum er ekki svarað, þá hefur Mogginn gefist upp.

Játað sig sigraðan.

Er æsifréttablað eins og DV forðum daga.

Heldur sig við sagnfræði, ver ekki sínar eigin fréttir.

 

En skiljanlegt, Davíð var hrakinn og úthrópaður, með þegjandi þögn  núverandi ráðandi afla innan Sjálfstæðisflokksins, og honum vantaði vinnu.

Vinnu við að verja sig, og seinna meir fékk hann tækifærið sem Churchill hafnaði, að verja Donald Trump. 

Í boði vinnumanns Jóns Ásgeirs, Óskars Magnússonar, fyrrverandi forstjórna Haga.

Svo segja menn að Jón Ásgeir hafi ekki húmor.

 

Vissulega kennir sagan margt.

Hún upplýsir margt.

En hún segir ekkert um atburði dagsins í dag.

 

Vitna aftur í Bjarna; "Það eru að koma nýir fjármunir inní landið.."

Og sagnfræði um hvernig lífeyrissjóðirnir voru plataðir kemur þeirri staðhæfingu ekkert við.

 

Það lúta margir lágt þessa dagana.

En að Mogginn leggist flatur.

 

Það er eitthvað sem maður átti ekki von á.

Það er hinn endalegi ósigur .

Fjölmiðla hins gamla Íslands.

 

Nú er engin rödd sem ekki er keypt.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrýst á að ljúka viðskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég stíg stærri skref.

 

Sagði maðurinn og datt kylliflatur út í fljótið, því það þurfti að brúa.

Hann var líka sveitarvitleysingurinn, og hélt að þeir sem skoðuðu vaðið með því að stíga varlega út í það, hefðu ekki haldið áfram vegna þess að þeir höfðu ekki tekið nógu stór skref.

 

Jón Gunnarsson notar sömu rök, hann stígur stærri skref en sá sem valhoppaði í vaðinu, og komst ekki yfir.  Hann miðar við fyrri framlög, framlög þeirrar óþjóðarstjórnar sem nýtti fjármuni þjóðarinnar til að fóðra hrægamma og aðra fjárúlfa á óheyrilegum okurvöxtum í boði Seðlabankans.

Við sem þjóð, eigum ekki að kaupa svona rök hins vitgranna, samgöngukerfi þjóðarinnar er að hruni komið, og það þarf að setja fjármuni í það, það þarf að brúa fljót stöðnunarinnar, það þarf að bæta fyrir hrörnun fyrri ára.

Það dugar ekki að setja bætur, sá tími er liðinn.

 

Treysti hann sér ekki til þess, þá á hann að segja af sér.

Sem og ríkisstjórnin, það var lofað öðrum, það var fullyrt annað í kampavínsræðum hinnar nýju ríkisstjórnar.

 

Orð eiga að standa. 

Það á enginn að komast upp með að ljúga sig til valda.

 

Það er nóg komið af skaðvöldum.

Nú þarf fólk sem treystir sér til að reisa hús, byggja brýr og leggja vegi.

 

Tími hins auma síljúgandi stjórnmálamanns er liðinn.

Kveðja að austan.


mbl.is 1200 milljónir til viðbótar til vegamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sniðgöngun á alltaf að mæta með reglugerð.

 

Sem tekst á við sniðgönguna.

Og það er hlutverk Alþingis að bregðast við henni, en ekki sitja á fundum og jarma.

Þjóðin vill ekki að glæpamenn eigi banka hennar, hvort sem það er rússneskir mafíuósar eða alþjóðlegir fjárglæpamenn sem hafa keypt upp löggjöf hins vestræna heims svo rán þeirra og rupl er löglegt.

Með öðrum orðum, þjóðin vill ekki að vogunarsjóðir eigi bankana, hvort sem það er prómil, eða þaðan af stærra.

 

Sá alþingismaður sem hættir að jarma, og fer að tala mannamál, hvetur til aðgerða, sá alþingsmaður mun njóta hljómgrunns meðal þjóðarinnar.

Fá stuðning og fylgi við málflutning sinn.

 

Í raun er þetta prófsteinn á hinn meinta síðasta Andófsflokk á þingi, Píratana, hvort þeir eru orðnir að kerfisflokki sem er samdauna málflutningi vinnumanna hrægammanna, eða hvort þeir standi með þjóðinni í stríði hennar við fjárblóðsugur og önnur fjármálaleg kvikindi.

Eða er það þannig að það rennur ekki í þeim blóðið, nema ef netfrelsi þeirra til ólöglegs niðurhals er ógnað?

 

Þjóðin er búin að fá nóg af bullusulli.

Þjóðin hefur fengið nóg af jarmi.

 

Hún vill aðgerðir.

Núna.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is 9,99% engin tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegir menn.

 

Láta sér detta í huga að rannsaka þjóðaríþrótt hinna efnamiklu, leynilega bankareikninga erlendis.

Eins gott að Hæstiréttur greip inní, annars hefði allt getað farið úr böndum.

Menn lent í skattskilum og allskonar veseni.

Jafnvel endað í böndum.

 

Nei, það er hægt að treysta á sína.

Hæstiréttur bregst ekki.

 

Nema þá kannski í gengislánunum.

Þeir hljóta að hafa dottið hressilega í það fyrst þeir dæmdu gegn elítunni í því tilviki.

Enda refsað grimmilega fyrir með upphleyptri umræðu um þeirra persónuleg mál.

 

En nú er alltí orden.

Síránið hefur sinn gang.

Kveðja að austan.


mbl.is Vafasamar aðferðir K2 Intelligence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það eru að koma nýjir fjármunir inní landið".

 

Segir forsætisráðherra Bjarni Ben, sem er á síflótta undan fyrri yfirlýsingum sínum.

Ekki verður séð að hann kannist lengur við þessi orð sín í viðtali við Mbl.is frá því á sunnudagskvöldið, enda langt um liðið og Bjarni ekki þekktur fyrir að muna fyrr orð.  

""Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra fagn­ar því að er­lend­ir fjár­fest­ar ákveði að festa fé í ís­lenskri fjár­mála­stofn­un. „Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um,“".

 

Núna segir Bjarni, "Hann sagðist hafa viljað fagna í upp­hafi viku því skrefi að það horfi til þess í fyrsta skipti frá hruni að nú fá­ist banki með framtíðar­eign­ar­hald. „Hér er beint til mín spurn­ingu hvort ég sé sátt­ur við ein­staka eig­end­ur,“ sagði Bjarni og bætti því við að það væri alrangt að hann hefði fagnað því að ein­hverj­ir ákveðnir aðilar hefðu gerst kjöl­festu­fjár­fest­ar.".

Ef rétt er núna þá vekur það alvarlegar spurningar um menntakerfið í Garðabæ, bæði grunnskóla og menntaskóla, eðlilegur málskilningur virðist ekki vera kenndur þar á bæ fyrst að útskrifaður nemandi þar getur haldið því fram að "það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um" þýði að hann sé ekki að tala um þessa tiltekna aðila sem keyptu eignarhlutina af Arion banka.  Heldur einhverja allt aðra óskilgreinda aðila og þá svona almennt séð.

 

En ef Bjarni heldur sig við að nýir fjármunir séu að koma inní landið, þá standa spjót á Morgunblaðið að standa við frétt sína frá því í morgun þar sem bent var á að eðli þessarar leikfléttu vogunarsjóðanna var að losa um fjármagn, allt að 70 milljarða.

Eiginlega er Bjarni að saka Morgunblaðið um lygar, víst séu fjármunir að koma inní landið.

Nú eru orð Bjarna opinber, hann getur ekki flúið frá þeim.

Og vonandi hefur Morgunblaðið kjarkinn til að standa við frétt sína.  Að það verði ekki þöggun að bráð.

 

Morgundagurinn er því spennandi.

Þá verður loksins skorið úr um sannsögli forsætisráðherra vors, manns sem hefur fengið þann óþægilega stimpil á sig að vera raðlygari, hvort sem það er með röngu eða réttu.

Ekki að það skipti miklu máli, sjálfstæðisfólk bakkar upp sinn formann.

Og íslenska þjóðin er ýmsu vön.

 

En sem lesandi Morgunblaðsins frá 10 ára aldri, þá skiptir það máli fyrir okkur, hina tryggu lesendur, sem höfum tekið Morgunblaðinu eins og það er, en alltaf litið á það sem kjölfestu í íslenskri þjóðmálaumræðu, hvort Morgunblaðið fari með fleipur, eða það sem verra er, láti þagga niður í sér í þágu hagsmuna flokks eða eiganda.

Nema hvorutveggja sé.

Þá er eins og allt sem var, hafi orðið græðginni og siðleysinu að bráð.

Og engu sé að treysta lengur.

 

Trúi því ekki fyrr en á reynir.

Og hananú.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Sigurður Ingi og Bjarni tókust á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur undir steini.

 

Ef íslenska þjóðin hefði fengið fréttir um að ríkisstjórn Talbana í Afganistan hefði á sínum tíma fengið þekktan erlendan aðila til að vera yfirmaður barnaverndar þar í landi með þeim rökum að um væri að ræða öflugan erlendan aðila með víðtæka reynslu í velferð barna, og þessi þekkti erlendi aðili, væri þekkti maðurinn sem DV lagði í einelti á sínum tíma vegna barnagirndar sinnar, að þá vissi hún að á baki orðskrúðinu lægju annarlegar hvatir, til dæmis það óeðli miðaldamúslímans að koma kornungum stúlkum í kynlífshjónaband með getulausum eldri köllum.

Það lægi sem sagt fiskur undir steini.

 

Eins þætti þjóðinni ekki það trúverðugt ef íhaldssamir frændur okkar í Færeyjum hefðu fengið þekktan predikara, nýrekinn frá grunnskóla, til að vera þeim til ráðgjafar um nýja löggjöf um réttindi samkynhneigðra.  Jafnvel þó hann væri kynntur sem þekktur erlendur aðili með skýr langtímasjónarmið í viðkomandi málaflokki..

Það lægi fiskur undir steini.

 

Eins þótti það ekki beint trúverðugt á sínum tíma þegar hin fjölmörgu meintu lýðræðisríki í Afríku og Asíu (voru ekki allir kosnir með yfir 100% atkvæða) skipuðu einn úr sínum röðum sem yfirmann Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, minnir að hann hafi verið frá Íran, það þótti víst of augljóst að skipa fulltrúa Norður Kóreu.

Og af hverju þótti það ekki trúverðugt??

Jú, ætli það ekki haft eitthvað að gera með ástandið í mannréttindum hjá klerkastjórn Khomenís, sem og um margt keimlíkt ástand hjá þeim meirihluta sem þótti mannréttindum best borgið hjá manni sem hafði víðtæka alvarlega reynslu í framkvæmd mannréttinda í heimalandi sínu, með langtímamarkmið í huga.

Sem var að láta alla halda kjafti eða drepa þá ella.

 

Fyrstu 2 dæmin sem ég tel hér upp að ofan eru fantasía, til að draga fram absúrd aðstæður sem öllum finnst fáránlegar ef þeir hugsa út forsendur þeirra, það er að láta þekktan barnaníðing sjá um barnavernd, eða fá þekktan hommahatara sem ráðgjafa í málefnum homma, með réttindi hommanna, ekki hommahatara að leiðarljósi.

Síðasta dæmið er síðan hápunktur niðurlægingar Sameinuðu þjóðanna á níunda áratugnum.

En öll þrjú eru færð til bókar til að draga fram þá nöpru staðreynd að vegna annarlega hagsmuna, þá er til fólk sem með málskrúði sínu færir rök fyrir fáránleikanum, það ver hann og sér ekkert óeðlilegt við hann.  Svo ég vitni í hið þekkta dæmi tungumáls okkar, það sér ekkert athugavert að láta mink gæta hænsna.

Ekki vegna þess að það sé svona vitlaust, eða veruleikafirrt, það á annarlega hagsmuna að gæta, það liggur sem sagt fiskur undir steini þess.

 

Það vissu kannski ekki margir hvað vogunarsjóðir voru þegar örvæntingarfullir bankamenn okkar kvörtuðu yfir stöðutöku þeirra gegn skuldálagi bankanna, sem þeir töldu vera komið út úr öllu korti. 

En eftir að það hvissaðist út að hinir svokölluðu kröfuhafar gömlu bankanna væru hinir sömu vogunarsjóðir, eða bræður þeirra og frændur, sem hefðu keypt kröfurnar á hrakvirði, og beittu fyrir sig þáverandi ríkisstjórn til að innheimta lán fólks og fyrirtækja að fullu, að þá vissu allir hverjir þessir vogunarsjóðir voru, og fyrir hvað þeir stæðu.

Vogunarsjóðirnir eru líkræningjar hins gamla tíma, þeir leggjast á náinn og hirða allt fémætt af honum.  Þeir eru ræningjahópurinn sem kom út af sléttunum og rændu varnarlítil þorp og bæi, eða þeir eru hirðingjaþjóðirnar sem sameinuðust gegn hinu fornu menningarríkjum Róm eða Kína, og réðust inn til að ræna þegar varnir voru veikar vegna innbyrðis deilna og sundrungar.

Vogunarsjóðirnir eru meistarar ofsagróðans, og þó þeir vissulega hugsi fram yfir næsta ársfjórðungsuppgjör, þá eru þeir aðeins eins og hinn þolinmóði veiðimaður sem veit að bráðin liggur við höggi fyrr eða síðar. 

Langtímahugsun þeirra er skammtímagróði morgundagsins, og að kenna þá við langtímafjárfesta sem hafa hag og velferð fjárfestingar sinnar í huga, er meira öfugmæli en þegar barnaníðingurinn segist vera barnavinur.

 

Núna þegar hinir sömu blaðamenn viðskiptasíðu Morgunblaðsins, sem afhjúpuðu ICEsave lygar Jóhönnu stjórnar, hafa greint hvaða fiskur undir steini bjó í þeirri gjörð vogunarsjóðanna að selja sjálfum sér Arion banka, þá verðum við sem þjóð að taka afstöðu til þeirra trúnaðarmanna þjóðarinnar sem fögnuðu þessari viðskiptafléttu vogunarsjóðanna eins og algjörir vanvitar væru.

Ég ætla ekki að taka fyrir viðtal í ríkisútvarpinu við konuna sem sagðist vera formaður viðskiptaráðs, en talaði eins og 17 ára skólastúlka sem sá Brad Pitt í fyrsta skiptið, það vita allir hverjum viðskiptaráðið þjónar, hugmyndfræði þess er hugmyndafræði þess auðs sem allt vill eiga, og sér fyrir sér almenning sem kostnað sem má skera niður, en ekki fólk sem þarf að lifa mannsæmandi lífi.

Ég ætla að rifja upp orð forsætisráðherra okkar, fagn hans þegar fréttirnar bárust um kaupin á Arion banka, og minna á að hann er hvorki vanviti eða veruleikafirrtur, og að svona fagna menn ekki nema þeir hafi eitthvað til að fagna yfir.

 

Vitnum fyrst í frétt á Mbl.is, undir yfirskriftinni "Erki­tákn alþjóðafjár­mála­kerf­is­ins".  Fréttin sem slík fjallaði um aðvörunarorð Sigmundar Davíðs, sem var ekki að kalla barnaníðinga barnavini, eða fagna því að minkur var gerður að yfirmanni hænsnahúsins, en til að gæta jafnvægis á hinni meintu neikvæðni Sigmundar, það er að geta ekki nefnt hlutina öðrum nöfnum en þeir eru, þá var líka vitnað í  forsætisráðherra vorn og þetta má lesa:

"Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra fagn­ar því að er­lend­ir fjár­fest­ar ákveði að festa fé í ís­lenskri fjár­mála­stofn­un. „Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir Bjarni. Hann seg­ir einnig í sam­tali við Morg­un­blaðið að viðskipt­in gefi fyr­ir­heit um að rík­is­sjóður muni á rétt­um tíma­punkti geta losað um 13% eign­ar­hlut sinn í bank­an­um.".

Öflugir erlendir aðilar sem eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar í íslenskum fjármálafyrirtækjum, skýrar er ekki hægt að orða eina veruleikafirringu.

 

Og þá blasir náttúrulega við að vitna beint í viðtalið við Bjarna, en það var tekið kvöldið áður, og fyrirsögn fréttarinnar var "Tíma­mót­um náð í upp­gjöri við banka­hrunið".  Munum að blaðamenn Morgunblaðsins eru búnir að greiða úr viðskiptafléttu vogunarsjóðanna, og setja verðmiða á hana, það er að þeir geti greitt allt að 70 milljarða út í formi arðs.

En Bjarni sem ræður sér ekki fyrir kæti segir; "„Það eru mjög mik­il tíma­mót að er­lend­ir aðilar vilji eign­ast hlut í ís­lensk­um banka og þetta er án efa ein­hver stærsta fjár­fest­ing er­lend­is frá í ís­lensku fjár­mála­kerfi fyrr og síðar.“".  Við megum ekki gleyma því að Bjarni var nýbúinn opna fyrir óhefta fjárflutninga úr landi, og því getur það ekki einu sinni kallast öfugmæli, líkt og kalla barnaníðing barnavin eða vogunarsjóð langtímafjárfesta, að tala um stærstu fjárfestingu erlendis frá í íslensku fjármálakerfi fyrr og síðar, svona í ljósi þess að það stendur til að rýja bankann inn að beini, og flytja gífurlega fjármuni úr landi.

Við skulum líka athuga í þessu samhengi hversu víðáttu forheimska það er hjá sjálfstæðismönnum, því það er ekki bara við Bjarna að sakast, að fagna einhverri fjárfestingu í banka, sem er stútfullur af peningum þjóðarinnar, með þeim rökum að það vanti fjármagn í bankann.  Þarf ekki að vera vottur að raunveruleika í staðhæfingum þjóðmálaumræðunnar???  Það má vera að það vanti þekkingu, en fjármagn vantar ekki, af því er nóg, enda íslensku bankarnir einna best fjármögnuðu viðskipabankar Evrópu.  Staðreynd sem rúinn almenningur veit mætavel á sínu eigin skinni.

 

Fleiri gullmola fjarstæðunnar má finna í þessu viðtali við Bjarna, í ljósi staðreynda málsins þá er ljóst að sjaldan eða aldrei í gjörvallri Íslandssögunni, og þó víðara væri leitað, hafa heimskulegri orð komið af munni eins manns í einu viðtali.

Það er augljósara en það sem augljósast er, að á baki þeim búa einhverjir meintir hagsmunir, að það sé vænn fiskur sem liggur undir steini.

Og hann lyktar af skítalykt hins skítuga fjármagns Hæstráðanda Íslands, hrægammanna og meðreiðarsveina þeirra.

 

Það er líka ljóst að þó ásýnd hins gjörspillta stjórnmálamanns hafi óvart skynið framaní þjóðina, að þá mun Bjarni halda áfram að leiða þessa ríkisstjórn fjármálaveldis Engeyjarættarinnar.

Því sjálfstæðismenn styðja sinn mann, hvað sem tautar og raular.

Líkt Vg liðar studdu svikaverk Steingríms á sínum tíma.

Því í hjarta hins trygga flokkshest býr hvorki sómi eða æra.

 

Það voru ekkert heimskir menn sem afneituðu Gulaginu, og það voru ekki heimskir menn sem afneituðu Helförinni, það voru tryggir menn.

Sauðtryggir foringja sínum, og þeirri lífsblekkingu sem þeir höfðu þjónað.

 

Þess vegna mun ránið og ruplið halda áfram út í eitt.

Og þjóðin mun tuða út í eitt.

Undir trommuslætti málaliða ICEsave fjárkúgarana, sem tromma taktinn gegn núverandi stjórn svo þeirra menn komist að brauðmolatínslu fyrir Hæstráðendur þjóðarinnar.

 

Svona er Ísland i dag.

Og það er ekkert sem bendir til annars en að svona verði Ísland á morgun.

Því það liggur víða fiskurinn, enda steinarnir margir, það afhjúpaðist vorið 2009.

 

En það þýðir ekkert að gefast upp.

Það er ekki valkostur að þegja.

 

Svo látum í okkur heyra.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Geta greitt allt að 70 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðpeningar.

 

Hætta ekki að vera blóðpeningar, þó ríkið sé stór eignaraðili í Landsbankanum.

Og hirði arðgreiðslur.

 

Ríkisbanki átti að hafa forgöngu um siðlega hegðun eftir Hrun, að skila til þrautpíndra viðskiptavina sinna þeim afslætti sem hinn nýi banki fékk frá þrotabúum hins gamla.

Setja þannig fordæmi, sem hefði neytt hina banka til svipaðra aðgerða, eða þeir hefðu hlotið hinn þyngsta dóm þjóðarinnar, skógargöngu eða útlegð úr mannlegu samfélagi.

 

Ógæfufólkið sem á því bar ábyrgð, steinþegir í dag þegar annað siðleysi er í uppsiglingu, því sök bítur sekan.  

Og fyrir vikið eru torgin laus við pottaglamur.

 

Samsektin er tryggasti þjónn auðsins.

Hún tryggir þögnina, hún tryggir áframhaldandi siðleysi og rupl.

 

En við sem þekktum sið þá, og þekkjum sið í dag, megum aldrei gleyma uppruna þessarar arðgreiðslu, úr hvaða vösum hún var dregin.

Við þögðum ekki þá, og við megum ekki þegja núna.

 

Því þögnin er bandamaður auðsins.

Í skjóli hennar fær hann friðinn.

 

Við erum kannski ekki mörg, núna eftir að samsektin lagði undir sig hinn almenna sjálfstæðismann, gleymd er hans barátta gegn hrægömmum og öðrum fjárníðingum.

Og við erum kannski ekki raddsterk því mótmæli voru ekki okkar iðja hér á árum áður, líkt og hjá hinum samseku fyrrum félögum okkar til vinstri sem sviku þjóðina um leið og leiðtogar þeirra komust í ríkisstjórn.

 

Við erum bara við.

Fólk með samvisku, og fólk með siðferðiskennd.

 

Eins ólík og við erum, þá eigum við eitt sameiginlegt.

Lífið sem þarf að vernda.

 

Við erum rík þjóð.

Höfum samt aldrei verið svona fátæk.

 

Börnin okkar gista vergang leigu og vaxtaokursins.

Innviðir samfélags okkar grotna niður.

 

Það er verið að ræna börnin okkar framtíðinni.

Og aðeins við fáum því breytt.

 

Með því að taka afstöðu.

Með því að láta í okkur heyra.

 

Í dag.

Og á morgun.

 

Þannig verjum við lífið.

Þannig verjum við okkur sjálf.

 

Því það er ekkert val.

Það er ekkert val.

 

Og innst inni vitum við það öll.

Kveðja að austan.


mbl.is Greiðir 24,8 milljarða í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband